Færslur: Þorsteinn Sæmundsson

Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Myndskeið
Tók spretthlaup yfir Austurvöll og náði móður í pontu
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, átti góðan sprett í dag þegar hann var staddur á fimmtu hæð nefndarsviðs Alþingis og áttaði sig allt í einu á að hann væri næstur á mælendaskrá í störfum þingsins. Þorsteinn hljóp út af nefndarsviði, yfir Austurvöll, inn í þinghúsið og upp í pontu til að taka þátt í umræðunum og náði að flytja erindi sitt, þótt móður væri, enda mátti hann engan tíma missa.
Kerfið verði að vera sveigjanlegra og skilvirkara
Dómsmálaráðherra segir verkefnið fram undan að svara hratt þeim sem hingað koma og biðja um alþjóðlega vernd, hvort sem þeir fá neikvæða niðurstöðu eða jákvæða. Kerfið verði að vera sveigjanlegra og skilvirkara. Þetta kom fram á Alþingi í morgun en ráðherra hafði tjáð sig um þetta á Alþingi fyrr í vikunni. Þetta er lokadagur umræðu á Alþingi um fyrstu umræðu fjárlaga og fyrri umræðu fjármálaáætlunar sem síðan verður vísað til fjárlaganefndar. 
Lestin
Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið
Elsta íslenska almanakið sem enn er reiknað og gefið út er Almanak Háskóla Íslands sem hefur komið út árlega frá 1837. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur unnið að almanakinu í meira en hálfa öld – en hann segir það vera mikið nákvæmnisverk að reikna út og setja fram hinar fjölbreyttu upplýsingar sem finna má í almanakinu. Sjávarföll, helgidaga, gang himintungla, mælieiningar, tímabelti jarðar, og ríki heims.