Færslur: Þorskur

Sjónvarpsfrétt
Ráðherra segir útgerðina ráða við þorskkvótaminnkun
Matvælaráðherra segir að útgerðarfyrirtæki eigi að geta ráðið við að þorskkvótinn minnki um sex prósent. Hún treysti sjávarútveginum til þess að ná meiri verðmætum úr aflanum. 
Verri nýting á sjávarauðlindinni vegna fjárskorts
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er of varfærin vegna þess að rannsóknir skortir. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir það vonbrigði að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent. Samtals hefur kvótinn minnkað um 23 prósent á síðustu þremur árum. 
Þorskstofninn sterkur þrátt fyrir kvótaminnkun
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að þrátt fyrir kvótaminnkun sé staða þorskstofnsins góð. Lagt er til að þorskkvótinn verði minnkaður um 6% en ýsukvótinn aukinn um 23%. Viðbúið er að tekjur þjóðarbúsins minnki. Samdrátturinn reiknaður yfir í þorskígildistonn er 3%.
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
„Allra stærsti fiskur sem ég hef séð“
Risaþorskur veiddist við Vestmannaeyjar í gær. Fiskurinn var um 50 kíló, en það er einstakt að svo stór fiskur veiðist á þessu svæði.
29.03.2022 - 14:03
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
Þorskstofninn ofmetinn og dregið verður úr veiði
Hafrannsóknastofnun mælir með þrettán prósenta samdrætti í þorskveiði á næsta fiskveiðiári og leggur til að aflamark verði rúm 222 þúsund tonn. Samdrátturinn hefði orðið mun meiri ef ekki væri fyrir sveiflujöfnun í aflareglu, þá væri líklega gerð tillaga um 27 prósenta samdrátt í veiðum. Í ljós hefur komið að stærð stofnsins hefur verið ofmetin síðustu ár.
15.06.2021 - 09:55
Segir að strandveiðikvótinn geti klárast í júlí
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir næsta öruggt að kvótinn fyrir strandveiðar klárist áður en tímabilinu lýkur í haust. Nú þegar er búið að veiða rúmlega tólf prósent af heildaraflanum sem gefinn var út fyrir sumarið.
Viðtal
Lætur strandveiðidraum rætast og tekur strákinn með
Stefán B. Sigurðsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, ætlar að láta gamlan draum rætast og hefja strandveiðar í sumar. Hann hefur fest kaup á bát og ráðið son sinn, sem er námsmaður í Svíþjóð, sem háseta. Stefán var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
05.05.2021 - 14:54
Þorskárgangurinn í fyrra yfir meðalstærð
Fyrsta mæling sem Hafrannsóknastofnun gerði á 2020 árgangi þorsks bendir til þess að hann sé yfir meðalstærð að því segir í nýrri skýrslu hennar um stofnmælingu botnfiska. Sama gildir um árganginn þar á undan, það er 2019 en árin 2017 og 2018 voru í tæpu meðallagi. 
30.04.2021 - 09:19
Úthafsrækjuleiðangri Hafró lokið
Sautján daga úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. Leiðangurinn gekk vel og vel viðraði til athugana, að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur leiðangursstjóra. Hún segir að niðurstaðna úr athugunum megi vænta fljótlega eftir verslunarmannahelgi.