Færslur: Þorskastríðin

Viðtal
Undarlegt að hleypa 16 ára strák um borð í varðskip
„Ég var óskaplega sjóveikur og hálf rænulaus fyrstu dagana af sjóveiki. Þetta var erfitt starf og ég ætlaði nú aldrei í annan túr, mér leið svo illa," segir Halldór Benóný Nellet sem fór þó í annan túr. Alls urðu árin á sjónum 48 þar sem hann barðist við Breta í þorskastríðinu og bjargaði flóttamönnum í Miðjarðarhafi.
07.06.2021 - 15:14
Myndskeið
Nýtt varðskip verði fyrst til að bera nafn ásynju
Nýtt varðskip verður keypt í flota Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að verja milljarði eða meira til kaupa á notuðu skipi frá nágrannalandi. Dómsmálaráðherra stingur upp á að það skip verði fyrsta íslenska varðskipið til að verða nefnt eftir ásynju. 
05.03.2021 - 18:57
Spegillinn
Brexit, fiskveiðar og þorskastríð
Sjávarútvegsmálin eru erfiður hjalli í samningum Breta við Evrópusambandið um framtíðina. Þau mál mótast meðal annars af tilurð fiskveiðistefnu ESB og þar koma þorskastríðin beint og óbeint við sögu.
13.08.2020 - 09:52
BBC minnist þorskastríða og „fáfræði Íslendinga“
„Bresk freigáta hefur lent í enn einum árekstri við íslenskan byssubát á Atlantshafinu.“ Á þessum orðum hefst umfjöllun á vef BBC þar sem árekstur varðskipsins Þórs og freigátunnar HMS Andromedu 7. janúar 1976 er rifjaður upp. Jafnframt birti BBC myndband á samfélagsmiðlum í dag með 44 ára gömlu viðtali við breskan skipherra. Þar er talað um „fáfræði Íslendinga“ þegar kemur að því að sigla skipum nálægt hvert öðru í öldugangi á heimshöfunum.
07.01.2020 - 17:25
„Baldur var horn í síðu breskra“
Pólskur togari sem gerður hafði verið út frá Dalvík áður en hann var dubbaður upp sem varðskip Gæslunnar, reyndist eitt öflugasta vopnið í síðasta þorskastríðinu. Ferkantaður og hárbeittur skutur togarans Baldurs reyndist breskum freygátum skeinuhættur í mörg skipti auk þess sem lipurð hans og stjórnhæfni veittu yfirburði á miðunum. Fjallað var um 40 ára afmæli 200 mílna stríðsins í Vikulokunum á Rás 1 í dag, rætt við sagnfræðing um atburðina og brot úr ferð Ríkisútvarpsins með Baldri spiluð.
04.06.2016 - 12:49