Færslur: Thorsil

Fara yfir gögn frá Stakksbergi
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar frestaði afgreiðslu á tillögu Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík í byrjun mánaðarins. Fram hefur komið í máli fulltrúa meirihlutans að hægt sé að skoða möguleika á íbúakosningu þegar Stakksberg óski eftir breytingum á deiliskipulagi. Stakksberg ætlar að láta lagfæra kísilverksmiðjuna í Helguvík sem áður var kennd við United Silicon og þarf því að óska eftir breytingum á deiliskipulagi.
20.05.2019 - 12:19
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Hvetja Arion banka og Thorsil til að hætta við
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fulltrúi Miðflokksins vilja að Arion banki og Thorsil falli frá áformum sínum um rekstur kísilverksmiðja í Helguvík. Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta.
22.01.2019 - 23:06