Færslur: Þórshöfn

Veitingastað í Þórshöfn skipað að taka við reiðufé
Veitingastaðir sem taka við greiðslukortum skulu einnig taka við reiðufé að mati talsmanns neytenda í Færeyjum. Hann benti á að slíkt framferði væri ólögmætt.
27.05.2022 - 23:30
Vilja að Þórshöfn verði menningarborg Evrópu árið 2030
Borgarráðið í Þórshöfn í Færeyjum hefur lagt fram og samþykkt áætlun þess efnis að höfuðstaðurinn verði útnefndur Menningarborg Evrópu árið 2030. Evrópusambandið útnefnir borgir sem við það fá styrk til að kynna menningarlíf sitt.
Sviðsettu stórt flugslys við flugvöllinn á Þórshöfn
Um áttatíu manns tóku þátt í flugslysaæfingu á flugvellinum á Þórshöfn um helgina. Verkefnisstjóri segir æfinguna skerpa á viðbragði allra vegna stórslysa á svæðinu.
02.05.2022 - 15:57
Telur öryggi íbúa ógnað vegna læknaleysis
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn góða þrátt fyrir að enginn læknir sé  í bænum. Sveitarstjóri Langanesbyggðar er á öndverðum meiði og segir mikilvægt öryggismál fyrir íbúa að hafa þar lækni.
Öll rafhlaupahjól fjarlægð af götum Þórshafnar
Það telst vera ólöglegt að aka rafhlaupahjólum á þeim svæðum í Færeyjum sem umferðarlög ná yfir. Börn og unglingar hafa notað hjólin en það er stranglega bannað. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðarins Þórshafnar.
Fyrsti hópur úkraínskra flóttamanna til Færeyja í dag
Lýðháskóli Færeyja í höfuðstaðnum Þórshöfn hefur verið valinn sem tímabundin móttökustöð fyrir flóttafólk. Fyrsti hópur flóttamanna frá Úkraínu er væntanlegur til Færeyja í dag.
Sjónvarpsfrétt
Forsetahjónin sýndu listræna hæfileika á Þórshöfn
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Elíza Reed eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. 
25.03.2022 - 13:59
Söfnuðu pening fyrir Úkraínu með leiksýningu
Tvær átta ára gamlar stúlkur frá Þórshöfn stofnuðu sitt eigið leikhús og settu upp leiksýningu dögunum. Þær hafa sýnt tvær sýningar við mikið lof áhorfenda. Með miðasölu hafa þær safnað hátt á annað hundrað þúsund króna en allur ágróðinn verður sendur til Úkraínu
20.03.2022 - 17:36
Skólahald á Þórshöfn fellt niður vegna smita
Grunnskólinn á Þórshöfn var lokaður í dag vegna fjölda covid smita í samfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem skólanum er lokað vegna faraldursins og óvíst hvort hann verði opnaður næstu daga.
08.02.2022 - 14:43
Einungis karlar í færeysku stjórninni eftir hrókeringar
Mikill órói er í stjórnmálum í Færeyjum, minnstu munaði að stjórnin félli vegna deilna um réttindi samkynhneigðra. Stjórnin keypti sér gálgafrest með hrókeringum, en hefur misst meirihlutann á Lögþinginu. Eina konan í stjórninni missti embætti sitt svo nú eru einungis karlmenn ráðherrar í Færeyjum.
Stjórnarkreppa í Færeyjum
Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka hafa lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen lögmaður reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. 
16.12.2021 - 12:04
Nýjum Brúarfossi formlega gefið nafn í Færeyjum
Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskips var gefið nafn með formlegum hætti á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram á Skansabryggjunni nýju í Þórshöfn höfuðstað Færeyja sem er heimahöfn skipsins.
Sjónvarpsfrétt
Alltaf sjarmerandi þrátt fyrir færri fyllerí á frívakt
Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta árið í röð segir margt hafa breyst en sjarminn yfir því að mæta á vertíð sé alltaf sá sami.
03.08.2021 - 13:15
Ólafsvaka með næstum hefðbundnu sniði í ár
Ólafsvaka, þjóðhátíð Færeyinga, hófst með næstum hefðbundnu sniði í Þórshöfn í dag. Ólafsvaka er haldin hátíðleg dagana 28. og 29. júlí ár hvert. Á síðasta ári varð að draga mjög úr hátíðahöldum vegna kórónuveirufaraldursins.
29.07.2021 - 00:12
Ýmsir kostir við friðun á Langanesi
Hugmynd um friðun hluta Langaness var rædd á kynningarfundi á Þórshöfn í gær. Landeigendur hafa áhyggjur af því að nýtingu landgæða verði settar skorður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mætti á fundinn, ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bæjarstjóra Snæfellinga.
22.06.2021 - 14:21
Rafmagn komið á alstaðar nema í Kelduhverfi
Á Norðausturlandi er rafmagn komið aftur á alstaðar nema í Kelduhverfi og hluta Öxarfjarðar. Vonast er til að það komist fljótlega á þann hluta Öxarfjarðar sem út af stendur, en lengra er í að straumur komist á Kelduhverfið. Þangað þarf að flytja ljósavél og mun það taka einhverjar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Norðausturlandi.
09.06.2021 - 03:40
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Sjónvarpsfrétt
„Heilmikið í bígerð og heilmikið sem er að ljúka“
Langanesbyggð stefnir á að framkvæma og fjárfesta í innviðum fyrir hundruð milljóna króna á næstu árum. Meðal verkefna eru dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn og endurbætur á íþróttahúsi sem og viðgerð á hafnargarði á Bakkafirði.
22.02.2021 - 13:18
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Lánsamur Færeyingur auðgast í danska Lottóinu
Heppinn Færeyingur vann 15 milljónir danskra króna í danska Lottóinu. Það er jafnvirði um 331 milljónar íslenskra króna.
21.10.2020 - 01:23
Skólastarf í Þórshöfn raskast vegna kórónuveirusmits
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, laugardag. Virk smit í eyjunum eru nú tuttugu og tvö.
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
Ógn af kórónuveiru á Ólafsvöku
Færeyskur lýðheilsusérfræðingur hvetur landa sína til að halda vöku sinni verði Ólafsvaka haldin með hefðbundnu sniði.
16.07.2020 - 02:19
Færeyingum fjölgar
Íbúafjöldi Færeyja er nú 52.484 samkvæmt tölum Hagstofu eyjanna. Á einu ári hefur Færeyingum fjölgað um 834 eða 1.6%.
12.06.2020 - 02:59
Biluð varaaflsvél á Þórshöfn
Rafmagn verður skammtað á Þórshöfn og nágrenni í dag og jafnvel fram á kvöld. RARIK biður fólk að spara þar rafmagn. Ein af varaaflsvélunum sem sér Þórshöfn fyrir rafmagni bilaði snemma í morgun. Þar er verið að greina bilunina og í morgun voru sendar af stað færanlegar varaaflsvélar. 
19.12.2019 - 10:56