Færslur: Þórshöfn

Nýjum Brúarfossi formlega gefið nafn í Færeyjum
Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskips var gefið nafn með formlegum hætti á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram á Skansabryggjunni nýju í Þórshöfn höfuðstað Færeyja sem er heimahöfn skipsins.
Sjónvarpsfrétt
Alltaf sjarmerandi þrátt fyrir færri fyllerí á frívakt
Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta árið í röð segir margt hafa breyst en sjarminn yfir því að mæta á vertíð sé alltaf sá sami.
03.08.2021 - 13:15
Ólafsvaka með næstum hefðbundnu sniði í ár
Ólafsvaka, þjóðhátíð Færeyinga, hófst með næstum hefðbundnu sniði í Þórshöfn í dag. Ólafsvaka er haldin hátíðleg dagana 28. og 29. júlí ár hvert. Á síðasta ári varð að draga mjög úr hátíðahöldum vegna kórónuveirufaraldursins.
29.07.2021 - 00:12
Ýmsir kostir við friðun á Langanesi
Hugmynd um friðun hluta Langaness var rædd á kynningarfundi á Þórshöfn í gær. Landeigendur hafa áhyggjur af því að nýtingu landgæða verði settar skorður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mætti á fundinn, ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bæjarstjóra Snæfellinga.
22.06.2021 - 14:21
Rafmagn komið á alstaðar nema í Kelduhverfi
Á Norðausturlandi er rafmagn komið aftur á alstaðar nema í Kelduhverfi og hluta Öxarfjarðar. Vonast er til að það komist fljótlega á þann hluta Öxarfjarðar sem út af stendur, en lengra er í að straumur komist á Kelduhverfið. Þangað þarf að flytja ljósavél og mun það taka einhverjar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Norðausturlandi.
09.06.2021 - 03:40
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Sjónvarpsfrétt
„Heilmikið í bígerð og heilmikið sem er að ljúka“
Langanesbyggð stefnir á að framkvæma og fjárfesta í innviðum fyrir hundruð milljóna króna á næstu árum. Meðal verkefna eru dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn og endurbætur á íþróttahúsi sem og viðgerð á hafnargarði á Bakkafirði.
22.02.2021 - 13:18
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Lánsamur Færeyingur auðgast í danska Lottóinu
Heppinn Færeyingur vann 15 milljónir danskra króna í danska Lottóinu. Það er jafnvirði um 331 milljónar íslenskra króna.
21.10.2020 - 01:23
Skólastarf í Þórshöfn raskast vegna kórónuveirusmits
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Færeyjum í gær, laugardag. Virk smit í eyjunum eru nú tuttugu og tvö.
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
Ógn af kórónuveiru á Ólafsvöku
Færeyskur lýðheilsusérfræðingur hvetur landa sína til að halda vöku sinni verði Ólafsvaka haldin með hefðbundnu sniði.
16.07.2020 - 02:19
Færeyingum fjölgar
Íbúafjöldi Færeyja er nú 52.484 samkvæmt tölum Hagstofu eyjanna. Á einu ári hefur Færeyingum fjölgað um 834 eða 1.6%.
12.06.2020 - 02:59
Biluð varaaflsvél á Þórshöfn
Rafmagn verður skammtað á Þórshöfn og nágrenni í dag og jafnvel fram á kvöld. RARIK biður fólk að spara þar rafmagn. Ein af varaaflsvélunum sem sér Þórshöfn fyrir rafmagni bilaði snemma í morgun. Þar er verið að greina bilunina og í morgun voru sendar af stað færanlegar varaaflsvélar. 
19.12.2019 - 10:56
Beðið með að sökkva háhyrningnum vegna veðurs
Draga átti háhyrninginn, sem rak á land við Þórshöfn á föstudag, út á haf í dag og sökkva hræinu. Það þarf hins vegar að bíða vegna veðurs, segir Jón Rúnar Jónsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar, í samtali við fréttastofu. Samkvæmt veðurspám þurfi líklegast að bíða fram á þriðjudag með aðgerðina.
01.09.2019 - 15:00
Myndskeið
Háhyrningurinn hreyfingarlaus í fjörunni
Háhyrningurinn sem björgunarsveitarmenn losuðu úr grjótgarði í höfninni á Þórshöfn í nótt lá upp í fjöru rétt utan við hafnargarðinn um klukkan hálf átta í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Engin hreyfing var á skepnunni og er hún talin dauð. Lögreglu var tilkynnt um málið.
31.08.2019 - 08:44
Háhyrningurinn kominn úr höfninni
Björgunarmenn úr Hafliða Þórshöfn lögðu af stað í land um klukkan eitt í nótt eftir að hafa fylgt háhyrning út fyrir varnargarð hafnarinnar. Björgunarsveitin var kölluð út í kvöld eftir að tilkynning barst um hval sem væri fastur í grótgarði í höfninni.
31.08.2019 - 02:06
Færeyingar halda upp á Ólafsvöku
Þjóðhátíðardagur Færeyja er í dag, Ólafsvakan og mikið um dýrðir í Þórshöfn. Hátíðin hófst í gærkvöld, en hinn eiginlegi Ólafsvökudagur er í dag. Vakan er kennd við Ólaf helga Noregskonung, sem er verndardýrlingur Færeyja.
29.07.2015 - 20:42