Færslur: Þorrinn

Myndskeið
Jón Gnarr smakkar mysuna alltaf til
„Mysa er ekki bara mysa,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr en hann er sælkeri þegar kemur að þorramat og áhugamaður um þjóðlega matarhefð. „Ég byrja nú yfirleitt á því þegar ég fæ mér súrmat að smakka mysuna.“
21.01.2022 - 14:18
Ragga Gísla og Steinunn Þorvaldsdóttir - Þorralögin
Þorralögin eftir Ragnhildi Gísladóttur, við texta Steinunnar Þorvaldsdóttur, eru nú aðgengileg á streymisveitunni Spotify. Halldór G. Pálsson, Fjallabróðir, sá um upptökur en um flutning annast hljómsveitin Spraðabassar en hana skipa auk þeirra Ragnhildar og Halldórs, Bryndís Jakobsdóttir, Sverrir Bergmann, Tómas Jónsson og Magnús Magnússon.
15.02.2021 - 15:50
Myndband
Leggja ríginn til hliðar og halda þorrablót
Íþróttafélögin Breiðablik, HK og Gerpla í Kópavogi halda í fyrsta sinn saman þorrablót í kvöld og er von á 1.200 gestum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir lítið mál að leggja ríginn á milli félaganna til hliðar eina kvöldstund. Fólk eigi börn sem æfi með fleiri en einu félagi og auk þess sé ýmis konar samstarf í gangi á milli félaganna.
25.01.2019 - 20:04
Telur Íslendinga hafa yndi af rotnum mat
Kanadískur rithöfundur og gagnrýnandi segir að þorrahefðir okkar Íslendinga séu öðruvísi en flest önnur matarmenning, ekki bara skrítin heldur líka einstök og ekki mjög lystug.
20.01.2018 - 21:37
„Ég drep þig ef það eru hrútspungar í þessu!“
Þorrinn hefst á morgun, sumum til ómældrar gleði og yndisauka. Smekkur fólks er misjafn og þorrabakkar því alls konar. Í munni eins eru hrútspungar til að mynda heimsins mesta hnossgæti, en versti óþverri í munni annars.
21.01.2016 - 12:23

Mest lesið