Færslur: Þórólfur Guðnason

Minni alvarleiki omíkron gæti leitt til léttari aðgerða
Sóttvarnalæknir segir þróun innlagna á Landspítalann næstu daga geta leitt til að létt verði á sóttvarnaaðgerðum. Skoðun á alvarleika veikinda vegna omíkron stendur yfir í samvinnu við Landspítalann. Gjörgæslusjúklingum fjölgar ekki þrátt fyrir að mikinn fjölda smita í samfélaginu.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Okkar á milli
„Þetta hafa verið tvö mjög erfið ár og enginn frítími“
Þórólfur Guðnason nýtur mikils trausts og var kjörinn manneskja ársins á Rás 2, en hann er líka umdeildur. Hann hefur þurft að kæra hótanir í sinn garð til lögreglu en stendur keikur sama hvað bjátar á. Þórólfur er 68 ára og ætlar að standa vaktina áfram. „Ég ætla ekki að hætta á meðan það er þörf á mér,“ segir hann í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Okkar á milli.
03.01.2022 - 14:50
Þórólfur valinn manneskja ársins
Hlustendur Rásar tvö hafa valið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni manneskju ársins. Yfir tuttugu þúsund greiddu atkvæði í kjörinu.
31.12.2021 - 13:16
Einangrun stytt í sjö daga
Einangrun fólks sem greinist með Covid-19 hefur verið stytt úr tíu dögum í sjö.
Omíkron er mildara en þó ekki venjulegt kvef
Nánast hvarvetna hefur kórónuveirusmitum fjölgað mjög eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Niðurstöður rannsókna sýna að því fylgi minni veikindi en fyrri afbrigðum. Þó hefur víða verið gripið til samkomutakmarkana til að hefta útbreiðsluna.
Viðtal
Leggur til hertar fjöldatakmarkanir
220 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, sem er met. Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldatakmarkanir verði hertar. Ekkert er um jólakúlur í minnisblaðinu en sóttvarnalæknir vill að fólk hitti eins fáa og unnt er um jólin.
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
„Omíkron er bara út um allt“
Ekki er ástæða til að hefta för fólks frá löndum þar sem omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er útbreitt. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra um innanlandsaðgerðir, en segir ekki tilefni til að endurskoða landamæraaðgerðir að svo stöddu.
Þriðja skammti að þakka að við séum ekki á verri stað
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvísýnt hvort faraldurinn sé á upp- eða niðurleið. Niðursveiflan sem byrjuð var að sjást fyrir nokkrum vikum er nú mun hægari en hún var. „Við vitum að örvunarskammturinn er mjög áhrifaríkur til að koma í veg fyrir delta afbrigðið og ég hugsa að ástæðan fyrir því að við erum ekki á verri stað núna og komin í mikla uppsveiflu með þær tiltölulega litlu takmarkanir sem eru í gangi sé örvunarskammturinn,“ segir Þórólfur.
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Spegillinn
Hótar að hætta greiningu vegna úrskurðar Persónuverndar
Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Geta heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við COVID-faraldurinn virðist nú hanga að einhverju leyti á því hvernig dómsmálið fer. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag kemur fram að þangað til úrskurðinum verði hnekkt telji fyrirtækið ekki endilega skynsamlegt að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnayfirvöld.
Gerir ráð fyrir omíkron í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir meiri útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í minnisblaði sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir um helgina. Ekki hafa greinst smit af þessu afbrigði utan Akraness. 
Líklegt að omíkron hafi dreift sér víða
Líklegt er að omíkron afbrigði kórónuveirunnar hafi dreift sér víða hér á landi, að mati sóttvarnalæknis. Áhrif þess eru óskrifað blað, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki hafa greinst fleiri smit af þessu afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, eftir að það greindist fyrst í gær.
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Engar tilkynningar um alvarleg veikindi vegna omíkron
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærunum vegna hins nýja omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þá hafa engar tilkynningar borist um alvarleg veikindi vegna afbrigðisins. Sóttvarnarlæknir segir þörf á frekari upplýsingum áður en gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða.
„Munnvatnssýni í flestum tilfellum óásættanleg“
Það er í flestum tilfellum óásættanlegt að tekin séu munnvatnssýni í stað nefkoksýnis til greiningar COVID-19, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Veiran er algjörlega óútreiknanleg
„Hún er algjörlega óútreiknanleg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Önnu Lilju Þórisdóttur í dag. Stóru málin tvö fyrir framtíðina segir Þórólfur vera hvort við fáum ný afbrigði og hvernig bóluefnin virka gegn þeim. Nýjar tillögur verða lagðar fram um helgina varðandi aðgerðir á landamærunum vegna nýja afbrigðisins omikron.
27.11.2021 - 13:38
Börnum boðin bólusetning verði það samþykkt af ECDC
Rúmur fjórðungur þeirra sem nú er með virkt kórónuveirusmit eru börn 12 ára og yngri. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn sé verið að bíða eftir ákvörðun Evrópsku lyfjastofnunarinnar, ECDC, um bólusetningu þessa hóps. Verði hún samþykkt, verði líklega boðið upp á hana hér á landi. Hann segir ótímabært að spá fyrir um hvort það stefni í önnur jólakúlujól.
Nýgengi smita aldrei verið hærra
Nýgengi covid smita hefur aldrei verið hærra, en nú eru rétt tæplega sautján hundruð með covid á landinu öllu, þar af 466 börn. Þá hafa aldrei jafn margir verið í einangrun og sóttkví samtímis.
15.11.2021 - 12:12
Þórólfur: Faraldurinn er í veldisvexti
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn vera í veldisvexti. Betra hefði verið ef hertar aðgerðir hefðu tekið gildi fyrr, en hann vill þó ekki gera athugasemdir við ákvarðanir stjórnvalda.
Segir að sagan síðan í sumar sé að endurtaka sig
Sóttvarnalæknir hyggst ekki skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Hann segir sömu þróun í kórónuveirufaraldrinum nú og í sumar þegar fjórða bylgjan brast á. 96 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og Ísland er orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Hertar aðgerðir eini möguleikinn haldi fjölgun áfram
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að haldi smitum áfram að fjölga sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur að hertar aðgerðir myndu ekki falla í góðan jarðveg hjá almenningi. 84 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær - mesti fjöldi smita sem greinst hefur í rúma tvo mánuði.