Færslur: Þórólfur Guðnason

Morgunútvarpið
Umræða um apabólu viðkvæm í ljósi sögunnar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Samtökin '78 hafa rætt saman um aukna fræðslu um apabólu en bæði heilbrigðisyfirvöld og aðrir hafa reynt að feta þröngan stíg á milli upplýstrar umræðu og fordóma gegn samkynhneigðum karlmönnum.
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason segir upp störfum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum, frá og með 1. september 2022.
12.05.2022 - 10:02
Kemur til greina að bjóða öllum fjórðu sprautuna
Íslendingar geta haldið grímulausir út í sumarið að dómi sóttvarnalæknis. Þótt hann lýsi ekki lokum covidfaraldurs yfir hefur hann ekki miklar áhyggjur af Ómíkrón afbrigðum sem hafa verið að greinast.
Hjarðónæmi náð en óvissa um þróun faraldursins
Yfirstandandi bylgja kórónuveirufaraldursins er enn á niðurleið þótt engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi síðan í lok febrúar. Sóttvarnalæknir segir að líklegasta ástæðan fyrir því að smit séu nú færri en áður sé að hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu. Það hafi náðst vegna útbreiddra smita og góðrar þátttöku í bólusetningum. 
13.04.2022 - 15:00
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Næstu afléttingar eftir tæpar fjórar vikur
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, verður öllum sóttvarnarreglum innanlands aflétt fyrir 14. mars. Næstu afléttingar eru á dagskrá eftir tæpar fjórar vikur, en þá mega 200 manns koma saman, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögum sóttvarnarlæknis.
Hjarðónæmi gæti náðst innan tveggja mánaða
Mótefnarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar gefur vísbendingar um að allt að tvöfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni en opinberar smittölur segja til um. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
26.01.2022 - 11:47
Ánægjuleg þróun á Landspítala þrátt fyrir fjölgun smita
Sóttvarnalæknir segir erfitt að meta hvers mörg smit séu úti í samfélaginu enda fari ekki allir í sýnatöku. Þróun mála á Landspítalanum sé þó ánægjuleg þrátt fyrir mikinn fjölda smita dag hvern.
Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Minni alvarleiki omíkron gæti leitt til léttari aðgerða
Sóttvarnalæknir segir þróun innlagna á Landspítalann næstu daga geta leitt til að létt verði á sóttvarnaaðgerðum. Skoðun á alvarleika veikinda vegna omíkron stendur yfir í samvinnu við Landspítalann. Gjörgæslusjúklingum fjölgar ekki þrátt fyrir að mikinn fjölda smita í samfélaginu.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Sjónvarpsfrétt
Vitum hvað delta getur gert
Þrátt fyrir hraða útbreiðslu omíkron-afbrigðisins eru enn að greinast jafn mörg smit af delta-afbrigðinu og fyrir tveimur vikum. Í því ljósi segir sóttvarnalæknir brýnt að bólusetja yngri aldurshópa enda leggist delta-afbrigðið þyngra á börn.
Okkar á milli
„Þetta hafa verið tvö mjög erfið ár og enginn frítími“
Þórólfur Guðnason nýtur mikils trausts og var kjörinn manneskja ársins á Rás 2, en hann er líka umdeildur. Hann hefur þurft að kæra hótanir í sinn garð til lögreglu en stendur keikur sama hvað bjátar á. Þórólfur er 68 ára og ætlar að standa vaktina áfram. „Ég ætla ekki að hætta á meðan það er þörf á mér,“ segir hann í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Okkar á milli.
03.01.2022 - 14:50
Þórólfur valinn manneskja ársins
Hlustendur Rásar tvö hafa valið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni manneskju ársins. Yfir tuttugu þúsund greiddu atkvæði í kjörinu.
31.12.2021 - 13:16
Einangrun stytt í sjö daga
Einangrun fólks sem greinist með Covid-19 hefur verið stytt úr tíu dögum í sjö.
Omíkron er mildara en þó ekki venjulegt kvef
Nánast hvarvetna hefur kórónuveirusmitum fjölgað mjög eftir tilkomu omíkron-afbrigðisins. Niðurstöður rannsókna sýna að því fylgi minni veikindi en fyrri afbrigðum. Þó hefur víða verið gripið til samkomutakmarkana til að hefta útbreiðsluna.
Viðtal
Leggur til hertar fjöldatakmarkanir
220 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, sem er met. Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldatakmarkanir verði hertar. Ekkert er um jólakúlur í minnisblaðinu en sóttvarnalæknir vill að fólk hitti eins fáa og unnt er um jólin.
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
„Omíkron er bara út um allt“
Ekki er ástæða til að hefta för fólks frá löndum þar sem omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er útbreitt. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra um innanlandsaðgerðir, en segir ekki tilefni til að endurskoða landamæraaðgerðir að svo stöddu.
Þriðja skammti að þakka að við séum ekki á verri stað
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvísýnt hvort faraldurinn sé á upp- eða niðurleið. Niðursveiflan sem byrjuð var að sjást fyrir nokkrum vikum er nú mun hægari en hún var. „Við vitum að örvunarskammturinn er mjög áhrifaríkur til að koma í veg fyrir delta afbrigðið og ég hugsa að ástæðan fyrir því að við erum ekki á verri stað núna og komin í mikla uppsveiflu með þær tiltölulega litlu takmarkanir sem eru í gangi sé örvunarskammturinn,“ segir Þórólfur.
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Spegillinn
Hótar að hætta greiningu vegna úrskurðar Persónuverndar
Íslensk erfðagreining telur Persónuvernd hafa farið út fyrir valdsvið sitt og vill fá ákvörðun hennar um að fyrirtækið hafi brotið lög hnekkt fyrir dómstólum. Geta heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við COVID-faraldurinn virðist nú hanga að einhverju leyti á því hvernig dómsmálið fer. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag kemur fram að þangað til úrskurðinum verði hnekkt telji fyrirtækið ekki endilega skynsamlegt að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnayfirvöld.