Færslur: Þórólfur Guðnason

Þórólfur: „Þetta er ekki spretthlaup, heldur langhlaup“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé í línulegum vexti. Ekki sé þörf á hertum sóttvarnaraðgerðum en hann vinnur nú að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til áframhaldandi aðgerðir.
Þórólfur: „Mér sýnist að þetta sé komið í veldisvöxt“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjöldi smita sem greindist í gær sé töluvert meiri en hann hefði viljað sjá. Fjölgun smita hafi verið í línulegum vexti. en þróunin undanfarna tvo daga bendi til þess að það sé breytt. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um hertar sóttvarnaaraðgerðir.
03.10.2020 - 11:43
Þórólfur: „Við erum á þröskuldinum“
Við erum á þröskuldinum við að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.  Hann hyggst þó ekki leggja til hertar aðgerðir að svo stöddu.
Myndskeið
Leggur til eins metra reglu í stað tveggja
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamannafundi Almannavarna í dag að hann hefði lagt til við heilbrigðisráðherra að takmarka samkomur við 200 manns í stað 100 eins og nú er. Þá leggur hann til að miðað verði við eins metra nálægðarreglu í stað tveggja metra. Eins metra reglan tíðkast nú í skólum og sýna rannsóknir að líkur á smiti séu fimmfalt minni sé einn metri á milli manna. Hann leggur til að ný tilmæli taki gildi 7. september.
03.09.2020 - 14:18
Myndskeið
Helgin sker úr um hvort herða þurfi aðgerðir
Helgin sker úr um það hvort herða þurfi sóttvarnaraðgerðir, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að faraldurinn væri í vexti og að því íhugaði hann nú alvarlega að leggja til á næstu dögum að samkomutakmarkanir verði hertar.
Sýndu tveggja metra regluna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.