Færslur: Þorleifur Örn Arnarsson

Svona er þetta
Það sjóða allir í vatni
„Mig langaði að vera snillingur þegar ég var ungur og minnimáttarkenndin stjórnaði mér í lífinu,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Það hafi reynst honum mikið heillaspor að átta sig á að það hafi verið reginmisskilningur.
Síðdegisútvarpið
„Er ekki alltaf verið að leita að Rómeó?“
Að mati leikstjórans kom enginn önnur leikkona til greina en Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverk Júlíu, í leikritinu um elskendurna ítölsku sem á að setja á svið að ári. Þegar kemur að því að túlka Rómeó er Þorleifur Örn Arnarsson ekki eins viss. Þjóðleikhúsið auglýsir því eftir áhugasömum leikurum til að koma í prufu.
Þorleifur Örn semur við Þjóðleikhúsið
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samning við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf og efla alþjóðlegt samstarf.
Viðtal
Hér á hálfkák ekki séns
Þorleifur Örn Arnarsson segir að Volksbühne í Berlín sé það leikhús sem hefur haft mest áhrif á hann um ævina, fyrir utan þjóðleikhúsið á Íslandi. „Það sem gerir Volksbühne svo einstakt er að þú skynjar það í fjölunum í gólfinu hvað hefur átt sér stað hér.“
Þorleifur ráðinn stjórnandi í Volksbühne
Frá og með næsta leikári tekur Þorleifur Örn Arnarsson við nýrri stöðu sem yfirmaður leikhúsmála við Volksbühne leikhúsið í Berlín.
12.04.2019 - 10:54
Ótrúlega gaman að þessi sýning springi út
„Það er auðvitað ótrúlega gaman að það sé akkúrat þetta verk með þessu efni, þar sem annars vegar uppruni minn sem Íslendingur og hins vegar hvar minn listræni ferill er staðsettur í sterkasta leikhúsheimi á byggðu bóli, og í rauninni að leyfa þessu að renna saman í þessari sýningu, að það sé akkúrat sú sýning sem springur svona út,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson um Faust-verðlaunin sem hann hlaut í Þýskalandi í gær.
04.11.2018 - 15:46
Tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi
Þorleifur Örn Arnarsson er tilnefndur til Faust-verðlaunanna sem leikstjóri ársins fyrir uppsetningu sína á verkinu Die Edda.
Eddan er eins og handrit að heiminum í dag
Sköpun heimsins og ragnarök, ævintýri og örlög guða og manna og leit okkar nútímafólksins að einhverju til að trúa á er meðal þess sem er undir í nýrri leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar upp úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Verkið, Die Edda, var frumsýnt í borgarleikhúsinu í Hannover í fyrir skemmstu við mikinn fögnuð.
Sviðsetur bardagann um sannleikann
Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson frumsýnir um helgina leikverkið Guð Blessi Ísland, sem hann og Mikael Torfason skrifuðu upp úr rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið.
15.10.2017 - 15:57
Gagnrýni
Flottar hugmyndir í ófullburða Álfahöll
Leikritið Álfhöllin iðar af góðum hugmyndum sem er hins vegar ekki búið að vinna nógu mikið til að þær komi heim og saman í heildstæðri sýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar í Kastljósi.