Færslur: Þorleifur Örn Arnarson

Sækir um stöðu þjóðleikhússtjóra í Noregi
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri er á meðal þrettán umsækjanda sem koma til greina í stöðu leikhússtjóra norska þjóðleikhússins.
11.02.2019 - 16:05
Þorleifur og Mikael mærðir í Þýskalandi
Þýskir gagnrýnendur eru hrifnir af uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar á Snorra-Eddu, sem nú er sýnd í borgarleikhúsinu í Hannover. Gagnrýnendur segja að Þorleifur og Mikael færi þar fram spennandi og hjartnæma sýn á fornan efnivið.
Andsvarið við Niflungahringnum
Sögurnar sem Snorra-Edda geymir af lífi guðanna hafa lengi veitt listamönnum innblástur. Víðsjá á Rás 1 fjallaði um tvö verkefni í tveimur löndum sem byggja á þessum efniviði. Tónverkið Edda II eftir Jón Leifs verður frumflutt í næstu viku og í Hannover í Þýskalandi eru Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarson búnir að frumsýna nýtt verk með þýskum leikhópi sem heitir Die Edda.
Gagnrýni
Ávarpið sjálft blekking
„Guð blessi Ísland“ eru orðin eins konar einkennisorð fyrir hrunið en nú hefur sýning með þessu heiti verið frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Hún er eftir þá Þorleif Örn Arnarson og Mikael Torfason, en Guðrún Baldvinsdóttir sagði skoðun sína á sýningunni í Víðsjá á Rás 1. Pistilinn má heyra og lesa hér. Guðrún Baldvinsdóttir skrifar:
Gagnrýni
Fórnarlambamelódía
María Kristjánsdóttir fór að sjá Álfahöllina sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins. Hún telur að Þorleifur Örn þurfi að taka sér meiri tíma fyrir sýningar sínar og losa sig við svokallaðan „póstmódernískan“ þankagang til þess að standa undir þeim væntingum sem leikhúsunnendur gera til hans.