Færslur: Þorlákshöfn

Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani“.
Ánægðustu íbúarnir í Þorlákshöfn og Hveragerði
Mikill meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í sextán stærri þéttbýliskjörnum landsins er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjarfélagi. Mest ánægja virðist vera í Þorlákshöfn og Hveragerði
17.08.2021 - 15:36
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Hópsmitin á Suðurlandi öll rakin til Þorlákshafnar
Hópsýking sem kom upp á Suðurlandi og varð til þess að smit komu upp á Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Flúðum, Selfossi og dreifbýlum má rekja til smits meðal starfsmanna útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma í Þorlákshöfn.
05.05.2021 - 14:43
Bjartsýnn á að opna megi allt að nýju í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er bjartsýnn á að hægt verði að hefja ýmsa þá starfsemi sem hefur verið lokuð í Þorlákshöfn þegar í næstu viku á hefðbundnum nótum. Ekkert smit greindist þar utan sóttkvíar í gær en tvö smit hjá fólki sem hafði verið lengi í sóttkví.
01.05.2021 - 13:07
Áfram fjölgar smitum í Þorlákshöfn
Að minnsta kosti eitt kórónuveirusmit hefur greinst til viðbótar í Þorlákshöfn. Þar voru 200 skimaðir í dag eftir að grunskólanemandi í bænum greindist með COVID-19. Enn hefur ekki verið lokið við að greina öll sýnin. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist telja að smitið tengist hópsýkingunni í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Ramma. Staðfest smit í bæjarfélaginu eru nú 14 og Elliði telur að þau tengist öll sömu hópsýkingunni. 
28.04.2021 - 22:12
„Við erum búin að hægja mjög á öllu í samfélaginu“
Öll starfsemi í Þorlákshöfn er í hægagangi vegna fjölda smita sem hafa komið þar upp síðustu daga. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Á vef HSU eru tveimur fleiri skráðir í einangrun í dag en í gær, og því eru staðfest smit í sveitarfélaginu orðin 13.
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segir þó að ekki sé um stóran hóp að ræða og vonast sé til að nægilega snemma hafi verið gripið inn í til að komast hjá frekari útbreiðslu veirunnar.
26.04.2021 - 04:56
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Myndskeið
Byggja stórt vöruhús í Þorlákshöfn
Fyrirtækið Smyril line ætlar að auka mjög umsvif sín í Þorlákshöfn á næstunni, og byggja þar stórt vöruhús fyrir vöruflutninga til og frá Evrópu. Fjölga þarf starfsfólki í bænum vegna þessa.
18.04.2021 - 19:19
Myndskeið
58 lóðir í Þorlákshöfn fóru á tveimur dögum
Umframeftirspurn er eftir lóðum í Þorlákshöfn. 58 lóðir sem auglýstar voru fóru á aðeins tveimur dögum. Bæjarstjórinn segir að draga þurfi um lóðir og því sitji einhverjir eftir með sárt ennið.
Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Hyggjast bjóða út verk að verðmæti 139 milljarða
Áætlað er að varið verði 139 milljörðum til ýmissa framkvæmda af hálfu hins opinbera á árinu 2021. Þetta kom fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í gær þar sem ellefu fulltrúar kynntu þau verk sem fara eiga í útboð á árinu. Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Framkvæmdasýsla ríkisins boða viðamestu framkvæmdirnar á árinu.
Komast ekki til hafnar vegna veðurs
Tvö skip sem koma áttu til Þorlákshafnar í morgun hafa orðið að seinka komu sinni vegna illviðris. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri Þorlákshafnar, segir að skipið Akranes hafi átt að koma klukkan átta í morgun en núna sé gert ráð fyrir að það komi ekki fyrr en um hádegi. Leiðindaveður er í Þorlákshöfn: „Suðvestan hraglandi og éljagangur,“ segir Hjörtur.
27.11.2020 - 09:07
Íbúi í C-19 slær á léttu strengina
Ágústa Ragnarsdóttir rekur sögu götuheita í Þorlákshöfn í skemmtilegri færslu á facebook. Tilefnið er að hún býr í C-19 sem eru kannski þeir stafir sem eru einna mest áberandi í dag.
03.04.2020 - 13:11
Myndskeið
Lyktin í Þorlákshöfn „ekki mönnum bjóðandi“
Þorlákshafnarbúar eru orðnir langþreyttir á ýldulykt sem liggur yfir bænum vegna hausaþurrkunar. Bæjarstjóri Ölfuss segir klárt að starfsemi með lyktarmengun eigi ekki heima í þéttbýli.  
07.08.2019 - 08:30
Nær allur kvóti farinn frá Þorlákshöfn
HB Grandi hefur fest kaup á 1600 þorskígildistonna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB-Granda. Þá segir að ríflega helmingur aflaheimildanna sé þorski og félagið sé með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði.
26.07.2016 - 16:50
Vilja laga höfnina áður en ný ferja er smíðuð
Um 87 prósent Vestmannaeyinga eru sammála eða mjög sammála því að gera beri endurbætur á Landeyjahöfn áður en ný ferja er smíðuð. Sami fjöldi er mjög eða frekar óánægður með samgöngur til og frá Eyjum. Tæplega 72 prósent telja að ný ferja þurfi að vera hönnuð fyrir siglingar bæði til Landeyja og Þorlákshafnar. MMR gerði könnun á meðal Eyjamanna, fyrir netmiðilinn http://eyjar.net .
09.03.2016 - 15:03
Helmingi meira landað í Þorlákshöfn
Tæplega 3300 tonnum af fiski var landað í Þorlákshöfn fyrstu tvo mánuði ársins, það er meira en tvöfalt meira en var í fyrra. Hafnarfrettir.is greina frá þessu og byggja á bráðabirgðatölum Fiskistofu. Auðbjargarbátarnir Arnar og Ársæll lönduðu tæpum fimmtungi þessa afla, en þeim verður lagt í vor. Þinganes, nýrra og stærra skip, tekur þá við hlutverki þeirra.
03.03.2016 - 15:55
Ekki vindmyllur í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus vill ekki að setja upp vindmyllugarð í landi Þorlákshafnar. Fyrirtækið Arctic Hydro óskaði eftir samningi við sveitarfélagið í febrúar um rannsóknar- og nýtingarleyfi fyrir vindorkugarð um 4 kílómetrum vestan við Þorlákshöfn. Þar vildi fyrirtækið setja upp 20 vindmyllur. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði þessu samhljóða á fundi sínum fyrir helgi.
02.03.2016 - 16:43
Kaup Skinneyjar á Auðbjörgu staðfest
Forsvarsmenn Skinneyjar – Þinganess á Höfn í Hornafirði segjast ætla að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn, þegar gengið hafi verið formlega frá kaupum fyrirtækisins á Auðbjörgu ehf í Þorlákshöfn. Útgerð beggja fyrirtækja verði óbreytt fram í apríl, en þá verði skipum fækkað um eitt. Fjöldi landverkafólks verði hinn sami og áður.
Aukinn byggðakvóti í Þorlákshöfn
Byggðakvóti til sunnlenskra sveitarfélaga eykst um nærri 150 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári. Sunnlenskar hafnir eru fáar, svo þetta þýðir meira en tvöföldun byggðakvóta í sunnlenskum höfnum samanlagt. Aukningin er einkum í Ölfusi, 152 tonn ganga til Þorlákshafnar þar sem enginn byggðakvóti var síðasta ár.
13.11.2015 - 16:08
Leki kom að dýpkunarskipi
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir til björgunarstarfa í Þorlákshöfn á áttunda tímanum í morgun. Þá var leki kominn að Dýpkunarskipinu Dísu og það orðið nokkuð sigið í höfninni. Vel gekk að dæla úr vélarrúmi og lest skipsins og björgunarstörfum lauk á ellefta tímanum.
„Gætum sparað hálfan milljarð“
Kostnaður við hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn gæti orðið fjórðungi minni en áætlun gerir ráð fyrir. „Við gætum sparað hálfan milljarð króna miðað við kostnaðaráætlun, verkið gengur miklu betur en áætlað var“, segir Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri í Þorlákshöfn.