Færslur: þórhildur sunna ævarsdóttir

Blæs á gagnrýni yfirmanns hjá OECD um Samherjarannsókn
Þingmaður Pírata saka ríkisstjórnina um áhugaleysi á Samherjarannsókninni og segir að þess vegna hafi eftirlitsstofnanir ekki burði til að sinna henni. Dómsmálaráðherra blæs á gagnrýni um að íslensk stjórnvöld séu að draga lappirnar.
Silfrið
Segir forvirkar rannsóknarheimildir auka jaðarsetningu
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir að áform um meint hryðjuverk hér á landi séu til marks um aukna öfgavæðingu. Hún telur að víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu séu varhugaverðar og geti leitt til enn frekari öfgavæðingar.
Ummerki stríðsglæpa alltumlykjandi
Varaformaður Íslandsdeildar Evrópu­ráðs­þingsins segir vettvangsferð til Úkraínu hafa verið átakanlega. Ráðið fór meðal annars til Bucha og Irpin, þar sem hún segir ummerki stríðsglæpa alltumlykjandi.
Okkar á milli
„Þetta var algjör geðveiki“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona kom heim úr námi til hrunins Íslands og tók heimaland sitt í sátt í búsáhaldabyltingunni. Hún segist hafa farið til útlanda með óbragð í munni eftir erfiða skólagöngu og taldi sig passa illa í íslenskt þjóðfélag fyrirhrunsáranna. Þórhildi var ráðið frá því í grunnskóla að rétta sífellt upp hönd og spá og spyrja, en eins og áhugafólk um íslensk stjórnmál veit, þá lét hún það sem vind um eyru þjóta.
Dapurlegt að þurfa að vísa Rússum úr Evrópuráðinu
Samstaða náðist meðal 46 aðildarríkja Evrópuráðsins í gær, um að Rússum yrði vikið úr ráðinu. Rússar hafa verið aðilar að ráðinu í tuttugu og sex ár. Rússar verða með því ekki lengur bundnir mannréttindasáttmála Evrópu og ekki undir lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu.
Silfrið
Píratar styðja minnihlutastjórn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir talskona Pírata, sagði í Silfrinu í morgun að flokkurinn myndi styðja minnihluta stjórn VG, Framsóknar og Samfylkingar. Hún segir ef málefnin eigi að ráða för gætu önnur stjórnarmynstur verið æskilegri en ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þetta geri þau án þess að gera kröfu um að vera sjálf í ríkisstjórn, en þó komi vitanlega líka til greina fyrir flokkinn að fara í stjórnarmyndunarviðræður.
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu
Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.
Fjölmörg stjórnarfrumvörp framundan á kosningavetri
Sóttvarnalög, sameining sveitarfélaga, fjölmiðlar og miðhálendisþjóðgarður er meðal frumvarpa ríkisstjórnarinnar sem bíða afgreiðslu Alþingis. Kosningavetur er framundan sem mun setja svip sinn á stjórnmálin og þingstörfin og landsfundir flokkanna, prófkjör og ákvörðun um lista bíða í röðum þegar líður á vorið.
Alþingi
Alfarið ákvörðun Lilju að höfða dómsmál
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu fullt í fangi með að svara fyrir málaferli Lilju gegn skrifstofustjóra forsætisráðuneytisins og ummæla sem hún lét falla í útvarpsviðtali. Þingmenn Pírata og Viðreisnar spurði í óundirbúnum fyrirspurnum í dag báða ráðherrana um skoðanir þeirra á málinu, en uppskáru ekki skýr svör. Forsætisráðherra hyggst breyta jafnréttislögum. „Ég breytti rétt sem ráðherra og stend við það,” sagði menntamálaráðherra. 
Segir GRECO-skýrsluna vera áfellisdóm
Ný skýrsla GRECO, Samtaka ríkja gegn spillingu, þar sem farið er yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við tillögum samtakanna um að draga úr spillingu hér á landi, er áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu.  Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Hún segir að skýrslan sýni að lítil áhersla sé á spillingarvarnir hér á landi.
16.11.2020 - 15:49
Lögregla kemur á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum, var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun.
Morgunútvarpið
Þórhildur Sunna: Tyrklandsheimsókn Róberts réttlætanleg
Það er réttlætanlegt að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi farið í opinbera heimsókn til Tyrklands. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur mannréttindalögfræðings og þingmanns Pírata sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Fulltrúar dómstólsins verða að vera óhlutdrægir gagnvart sínum aðildarríkjum, hefði Róbert ekki þegið boðið hefði það verið til marks um hið gagnstæða.
Telur sig ekki skulda Þorvaldi og Lars afsökunarbeiðni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur sig ekki þurfa að biðja Þorvald Gylfason og sænska hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors afsökunar. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á Alþingi í morgun.
Kastljós
Vinna nefndarinnar varð marklaus vegna upphlaupa
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi harðlega viðhorf forsætisráðherra um að telja það góð málalok að ljúka frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar í ósætti fremur en með efnislegri meðferð. Hún sagði vinnu nefndarinnar vegna athugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar og stöðu hans gagnvart Samherja hafi verið orðna marklausa.
Óttast að trúverðugleiki nefndarinnar hafi beðið hnekki
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óttast að trúverðugleiki nefndarinnar hafi beðið hnekki eftir að þrír þingmenn hennar samþykktu að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig sjávarútvegsráðherra metur hæfi sitt gagnvart Samherja. Miklar deilur spruttu upp á fundi nefndarinnar þegar þetta var samþykkt.

Mest lesið