Færslur: Þórður Ingi Jónsson

Pistill
Trúa á listina og byggja sambönd
Plötusnúðurinn Hu Dat, sem heitir réttu nafni Kim Hu, er einn helsti plötusnúður í rappsenunni þar vestra en hún er dóttir íhaldssamra innflytjenda frá Taívan. Rætt var við Kim um hvernig hún fór frá því að læra hótelstjórnun yfir í að þeyta skífum fyrir risastóra rappara.
11.06.2022 - 11:00
Pistill
Tvö sjálf sem aldrei verða kumpánar
„Þessi pistill byrjar með gamalli ráðgátu. Árið 2014 birtist tónlistarmyndbandið Hey QT á YouTube með óþekktri listakonu, QT. Lagið hljómaði eins og einhvers konar framtíðarlegt tyggjópopp og myndbandið líktist undarlegri orkudrykkjarauglýsingu. Lagið vakti strax gríðarlega athygli í tónlistar- og myndlistarheiminum,“ segir Þórður Ingi Jónsson pistlahöfundur Lestarinnar.
01.04.2022 - 10:15
Pistill
Grimmd, dauði og ofbeldi hvergi sjáanleg lengur
Hroðalegur viðbjóður úr afkimum internetsins er nú ekki eins fyrirferðamikill í umræðu ungs fólks eins og fyrir nokkrum árum. Myndbönd af grimmilegu ofbeldi, aftökum og limlestingum, myndir af vígvellinum í Írak, þetta sést varla lengur. Því miður? Erfitt að segja.
17.02.2022 - 13:57
Tengivagninn
Óljós mörk sannleika og lyga í lífi Ymu Sumac
Frægðarstjarna perúsku söngkonunnar Ymu Sumac reis hátt á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það er erfitt að átta sig á hvar sannleikurinn endar og lygin byrjar í lífi hennar, segir Þórður Ingi Jónsson í pistli um söngkonuna. „Hún var ekki fyrsti listamaðurinn á 20. öldinni sem skóp sína eigin mýtu upp úr engu, þetta bæði gagnaðist henni og flæktist fyrir.“
22.08.2021 - 10:00
Pistill
Tónlist innblásin af svefnlömun
Þórður Ingi Jónsson fjallar um nýjustu plötu ástralska tónlistarmannsins Mutant Joe, Dream Corruptor eða Draumaspilli. Platan byggist á martraðakenndri reynslu tónlistarmannsins af svefnlömun.
13.06.2021 - 10:00
Pistill
Tónlistarmenn bera saman hljóðgervla sína
Síðustu helgina í maí var svokölluð hljóðgervlamessa í Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík í tilefni af alþjóðlega hljóðgervladeginum. Þórður Ingi Jónsson fór á vettvang.
09.06.2021 - 15:05
Pistill
Hvað er svona merkilegt við þennan nýja heim?
„Helstu gagnrýnisraddirnar á hvernig samfélagsmiðlar eru settir upp í hinu nútíma kapítalíska kerfi tala oft um að auglýsingum sé beint að fólki, þar sem algóriþminn nær að sanka að sér upplýsingum um hvað hann vill og hvað hann vill ekki,“ segir Þórður Ingi Jónsson sem flytur pistil í Lestinni um stafrænan veruleika.
Pistill
Rapp í réttarsalnum
Að nota rapptexta sem sönnunargögn í réttarsal í Bandaríkjunum er algengara en ætla mætti. Hundruð dæma vitna um þetta en saksóknarar fundu þannig heppilega aðferð til að nýta sér staðalímyndir og fáfræði almennings um rappið sem listform.
19.05.2021 - 12:25
Pistill
Hljóð í hernaði
Hljóð getur haft ýmsa virkni í samskiptum dýra, þau syngja til að laða að sér maka, þau öskra og æpa til að hræða andstæðinga. Við mannfólkið erum engin undantekning, við njótum þess að hlusta á fallega tónlist en hávær og skerandi hljóð geta verið sársaukafull. Þetta gerir hljóð að vænlegu vopni til að stýra fólki. Þórður Ingi Jónsson skoðar hvernig hljóði hefur verið beitt í hernaði í fortíð og samtíð.
06.05.2021 - 16:14
Pistill
Blóði drifin ævi Chalino Sanchez
Mexíkóski tónlistarmaðurinn og söngvarinn Chalino Sanchez gæddi tónlistarsenu Mexíkó nýju lífi og er í dag talinn hetja fólksins í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar, eins konar mexíkóskur Tupac, þótt tónlist þeirra beggja eiga lítið annað sameiginlegt en ofbeldið sem átti sér stað í kringum þá. Chalino var ráðinn af dögunum í Mexíkó árið 1992 og er líf hans enn eitt stórt spurningarmerki. Við könnum þetta merkilega og blóði drifna líf söngvarans Chalino Sanchez.
11.04.2021 - 10:00
Pistill
„Mér fannst þetta mjög súrrealískt augnablik“
Þórður Ingi Jónsson pistlahöfundur Lestarinnar ræðir við Eydísi Evensen, píanóleikara og tónskáld, sem er upprennandi stjarna í heimi samtímaklassíkur. Bylur nefnist hennar fyrsta plata sem kemur út á næstunni.
06.04.2021 - 13:25
Pistill
Mikill grautur beislaður í eina heild
„Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld, er í fullu fjöri þessa dagana eftir að hafa gefið út aðra sólóplötu sína, Without Listening, en ásamt því að spila djass hefur hann tekið þátt í að skapa margar vinsælustu plötur undanfarinna ára í íslensku poppsenunni.“ Þórður Ingi Jónsson fór í heimsókn í hljóðver Magnúsar og spjallaði við hann um nýju plötuna.
Pistill
Rafrænn leshringur um grunnhyggið stórborgarfólk
York Underwood og Todd Michael Schultz eru meðal þeirra sem ræða um bækur og verk bandaríska rithöfundarins Brets Easton Ellis í Zoom-bókaklúbbi hér á landi. Þeir sögðu Þórði Inga Jónssyni frá klúbbnum.
07.03.2021 - 13:00
Stærsta sprenging aldarinnar
Í ágúst í fyrra varð mesta sprenging aldarinnar þegar 500 tonn af ammóníum-nítrati sprakk í loft upp við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanon. Rykið eftir sprenginguna var ekki fyrr sest yfir borgina en kastljósi alþjóðlegra fjölmiðla var beint eitthvert annað. Yasmina Hilal segir Þórði Inga Jónssyni sögu sína af sprengingunni í Beirút.
21.02.2021 - 14:43
Pistill
Rafmagnaðar raftónlistarkonur 20. aldar
Fjölmargar konur ruddu brautina í heimi raftónlistar á 20. öld. Þeirra hefur lítið verið getið en nú er að verða breyting þar á. Þórður Ingi Jónsson sökkvir sér ofan í sögu raftónlistar í Lestinni og kynnir sér kvenkyns frumkvöðla hennar. Að undanförnu hefur víða átt sér stað feminísk endurskoðun á tónlistarsögunni.
06.02.2021 - 11:23
Pistill
Að lifa í skálduðum veruleika
Þórður Ingi Jónsson skoðar hugmyndir sitúationista og Þórbergs Þórðarsonar í pistli sínum um sálarlandafræði á dögum Covid-19.
Pistill
Myndir um hræðilega veirusjúkdóma
Samkvæmt vísindamönnum við Árósaháskóla eru aðdáendur hryllingsmynda og þá sérstaklega heimsendamynda betur settir en aðrir til að takast á við erfiðar aðstæður, svo sem faraldurinn sem við lifum nú við. Í tilefni þessarar tilgátu tekur Þórður Ingi fyrir þrjár sjaldgæfar myndir frá síðustu öld, sem fjalla allar um farsóttir og eiga kannski fremur erindi við daginn í dag heldur en samtímann þegar þær komu út.
13.12.2020 - 10:00
Pistill
Stafræn partý í heimsfaraldri
Heimsfaraldurinn hefur breytt hegðun okkar. Partýin eru úr sögunni og menn verða að finna aðrar lausnir á skemmtanahaldi. Bandarískur listahópur, sem kallast Limp Pumpo, hefur vakið mikla athygli fyrir eins konar stafræn partý, sem haldin eru í sýndarheiminum Second Life. Þórður Ingi Jonsson ræddi við fulltrúa hópsins um partýhald á dögum veirunnar.
01.12.2020 - 08:00
Pistill
Söknuður eftir framtíð sem aldrei kom
„Við lifum í svokallaðri retrómaníu, þar sem menn horfa stöðugt aftur til fortíðar og taka mið af öllu því sem nú þegar hefur verið gert þegar skapa á eitthvað nýtt,“ segir Þórður Ingi Jónsson í pistli sínum um vofufræði í Lestinni á Rás 1.
01.04.2019 - 11:55
Pistill
Bannað að „drilla“ án leyfis lögreglu
Það nýjasta í bresku rappi er hið svokallaða UK drill. Yfirvöld þar í landi eru þó ekki par hrifin af þessari tónlist og segja hana hvetja til ofbeldis. Fordæmi eru fyrir því að drill-tónlistarfólki sé bannað að gera tónlist án leyfis lögreglu. Þórður Ingi Jónsson fór yfir málið í Lestinni á Rás 1.
04.12.2018 - 16:44
Skapa sér rödd og leita skjóls eftir Trump
Tónleikaröðin Ham on Everything í Los Angeles hefur verið suðupottur nýrrar hip hop-tónlistar undanfarin ár og margir rapparar úr hinni svokölluðu Soundcloud-senu hafa stigið þar sín fyrstu skref. Þórður Ingi Jónsson sló á þráðinn til skipuleggjandans Adams Weiss í LA.
29.09.2018 - 15:44
Eitthvað fíngert sem flýtur í loftinu
Hin sérkennilega Eartheater frá New York gaf nýlega út sína þriðju plötu í fullri lengd sem ber nafnið Irisiri. Platan kom út hjá PAN útgáfufélaginu í Berlín sem er fremst í fylkingu tilraunatónlistar í heiminum í dag. Þórður Ingi Jónsson sló á þráðinn til Eartheater.
27.06.2018 - 17:20
Utangarðsrappari smíðar sinn eigin heim
Þórður Ingi Jónsson segir að breski rapparinn Onoe Caponoe búi til sína eigin skynörvandi heima í tónlist sinni. Onoe þessi hefur lengst af verið í neðanjarðarsenu Lundúna en er nú að fara að hitta upp fyrir Raekwon og Ghostface Killah úr Wu Tang Clan.
08.05.2018 - 13:50
Frá Lundúnum til Prishtinu
Góð tónlist finnur hljómgrunn hvar sem er – óháð stétt, stöðu eða kyni þess sem hlustar. Þórður Ingi Jónsson ræddi við taktsmiðinn Zgjim Elshani frá Kósóvó en hann setur sinn eigin snúning á grime-tónlist sem varð til í gettóum Lundúnar-borgar upp úr byrjun nýju aldarinnar.
01.05.2018 - 09:00
Scott Walker okkar kynslóðar
Hinn nítján ára gamli Lauren Auder hefur náð ansi langt á stuttum tíma og er hægt og bítandi að ryðja sér til rúms í alþjóðlegu tónlistarsenunni. Þórður Ingi Jónsson heyrði í Auder.
25.03.2018 - 16:00