Færslur: Þórdís Elva

Kastljós
Slaufunarmenning og dómstólar götunnar
„Cancel culture“ eða slaufunarmenning hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við #metoo-bylgjuna. Áhrifin af slíkri slaufun geta verið víðtæk og áhrifarík. Kastljós fékk Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, baráttukonu gegn kynferðislegu ofbeldi, og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði, til að spjalla um þetta eldfima málefni.
Engar mikilvægar breytingar án mótstöðu
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir var föstudagsgestur Mannlega þáttarins. Hún er höfundur bókarinnar Handan fyrirgefningar, ásamt Tom Stranger. Í bókinni fjalla þau um fyrirgefningu eftir nauðgun. Þau héldu fyrirlestur á vegum Ted samtakanna og síðan hafa þau ferðast um allan heim og kynnt bókina. Þórdís hefur einnig verið áberandi í #metoo-byltingunni svokölluðu.