Færslur: Þórarinn Eldjárn

Viðtal
„Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman“
Það er fimm ára aldursmunur á systkinunum Þórarni og Sigrúnu Eldjárn sem sjaldan hafa deilt í gegnum tíðina og alltaf verið vel til vina. Þau hafa sent frá sér þrettán barnaljóðabækur saman þar sem Þórarinn yrkir vísur og Sigrún myndskreytir. Sú nýjasta nefnist Rím og roms og er sumarleg ljóðabók sem kom út á dögunum.
Hvorki uppskrúfaður né lágkúrulegur Hamlet
Eitthvert alfrægasta leikrit allra tíma, Hamlet eftir William Shakespeare, er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. „Það eru alls konar vandamál í tengslum við svona texta,“ segir Þórarinn. Markmiðið er þó skýrt: nútímalesendur og áhorfendur verða að skilja hann.
Margrét, Rán og Þórarinn fá barnabókaverðlaun
Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hljóta Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson.
Viðtal
Eins og lélegur orðaleikur 20. aldar grínista
Svarfdæla saga hefur lengi verið talin ein versta Íslendingasagan, mögulega að ósekju þó. Þórarinn Eldjárn rithöfundur þekkir söguna vel og hefst mikið við á söguslóðum hennar í Svarfaðardal. „Það sem einkennir hana mest er hvað hún er illa varðveitt, það vantar svo mikið í hana, þó svo sé þá er hún það sem hún er,“ segir Þórarinn.
28.05.2019 - 17:03
Gagnrýni
Leikur að orðum og myndum
Það telst eiginlega ekki til tíðinda að Þórarinn Eldjárn sendi frá sér bók, svo afkastamikill er hann. Um leið er hver bók hans tíðindi út af fyrir sig, við lesendur fáum að kynnast á ný myndrænni orðkynngi og kímni sem fram kemur í óvæntum snúningum sem alltaf halda lesauganu vakandi.
Krakka-Kiljan: Ljóðpundari
Í Krakka-kiljunni segja fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV frá nýjustu barnabókunum. Hér fjallar Sunneva Kristín Guðjónsdóttir um bókina Ljóðpundari, eftir Þórarinn Eldjárn með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn.
Lespúsl Þórarins Eldjárns
Á næsta ári eru 45 ár síðan fyrsta ljóðabók Þórarins Eldjárns kom út. Á löngum ferli er hætt við að ljóð og sögur gleymist eða hreinlega týnist. Ritröðinni Lespúsl er ætlað að bregðast við því.
11.04.2018 - 15:34
Bára kveður Disneyrímur
Bára Grímsdóttir, formaður kvæðamannafélagins Iðunnar, flutti nokkrar Disneyrímur eftir Þórarinn Eldjárn í Víðsjá en félagið heldur tónleika á Kex hostel á morgun.
Íslensk bullljóð í öndvegi í London
Rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn og Birgitta Sif taka þátt í Imagine-barnamenningarhátíðinni, sem hófst í London um síðustu helgi og stendur út þessa viku.
16.02.2017 - 16:07
Höfundur potar ofurlétt í samtíma sinn
Nýútkomin bók Þórarins Eldjárns, Þættir af séra Þórarinum og fleirum, er hnyttið og skemmtilegt þáttasafn með alvarleika í bland, segir Guðrún Baldvinsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár.