Færslur: Thor Aspelund

Um eða yfir 1000 smit á dag næstu daga
Það er óþarfi að trúa svartsýnustu spám um hversu lengi núverandi bylgja faraldursins stendur, segir prófessor í líftölfræði. Hann telur þó að áfram verði yfir þúsund smit á dag fram í miðja næstu viku. Langmesti fjöldi sem greinst hefur á landamærunum greindist í gær, þrjú hundruð og fjórtán smit. Yfir þúsund smit voru innanlands.
Spáir tvöföldun smita á tveggja til þriggja daga fresti
Búast má við að fjöldi kórónuveirusmita muni tvöfaldast á tveimur til þremur dögum eftir að omíkron-afbrigði veirunnar verður ráðandi. Helmingur af þeim rúmlega 300 smitum sem greindust í gær voru af því afbrigði. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir fjölgun smita í veldisvísisvexti.
Of snemmt að segja til um áhrif omíkron á faraldurinn
Að minnsta kosti tvær vikur þurfa að líða frá því að nýtt afbrigði kórónuveirunnar greinist hér á landi þar til hægt er að sjá hvort það hafi einhver áhrif á þróun faraldursins. Þetta segir prófessor í líftölfræði. Þriðji skammturinn, eða örvunarskammtur, af kórónuveirubóluefni veitir 90% meiri vörn gegn veirunni en tveir skammtar gera. 
Kastljós
Grímunotkun og tvöföld skimun lykilatriði
Grímuskylda getur haldið útbreiðslu farsóttarinnar í skefjum og ef henni verður haldið til streitu er því spáð að faraldurinn fari ekki aftur á flug hér á landi. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að grímunotkun hafi meðal annars sálræn áhrif. „Þetta sýnir okkur að það er eitthvað í gangi. Við förum varlegar, við tölum lægra og minna og förum ekki ofan í næsta mann,“ segir hann. Þá er þýðingarmikið að halda áfram tvöfaldri skylduskimun á landamærunum.
Viðtal
„Það átti bara að kynna þetta betur“
Það var hárrétt ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra að fresta því að hækka aldursmörk í brjóstaskimun. Þetta segir Thor Aspelund, formaður skimunarráðs Landspítala og prófessor í líftölfræði. Ráðið lagði sjálft til að konur kæmu ekki í skimun fyrr en eftir fimmtíu ára afmælisdaginn. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd og undirskriftum safnað gegn henni. 
„Við höldum í okkur andanum núna”
Prófessor í líftölfræði segir vísindamenn um allan heim læra eitthvað nýtt á hverjum degi varðandi þróun faraldursins. Líkönin eru víða orðin svo fullkomin að það er nánast hægt að fara í eins konar sóttvarnalæknisleik með því að haka í og úr við ákveðnar aðgerðir og sjá þannig hvernig smitin þróast. Hann er ánægður með samstöðu almennings og telur að grímuskyldan hafi skipt sköpum.
12.01.2021 - 17:28
Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
„Ég held að það sé talsvert af smitum þarna úti“
Mikill munur er á smitstuðlinum í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins og í þeirri fyrstu. Helmingi færri COVID-19 smit greindust í gær en í fyrradag, en of snemmt er að segja til um hvort það hafi áhrif á stuðulinn. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að búast megi við að áfram muni um og yfir tuttugu smit greinast daglega.
Sellódeild Sinfó spilar óskalag frá Thor Aspelund
Sælustraumar frá Hörpu með sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
„Þessi möguleiki er alltaf fyrir hendi“
Ekki er hægt að spá fyrir um hópsmit á borð við það sem kom upp á Landakoti fyrir helgi. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins. Hann segir erfitt að segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á þróun faraldursins.