Færslur: þjónusta við aldraða

Sjónvarpsfrétt
Nói,Hlýja,Valli og félagar bæta mannlífið á Hrafnistu
Tíu rafkettir eru til húsa á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttuvegi. Deildarstjóri segir að þeir séu góð viðbót á heimilið, þeir gleðji íbúa og veiti mikilvæga nærveru, einkum þeim sem eru með heilabilanir.
Viðtal
Líða ekki framkvæmdaleysi í málum eldra fólks
Eldra fólk ætlar ekki að líða framkvæmdaleysi og krefst þess að tillögur sem settar eru fram í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldurshópinn verði að veruleika. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara. Nauðsynlegt sé að breyta áherslum þannig að fólk geti búið lengur heima hjá sér og fengið meiri þjónustu þar. 
Viðtal
Hættulegar aðstæður vegna ölvunar og partístands
Stundum er ástand eldra fólks hættulegt starfsfólki heimahjúkrunar vegna ölvunar og partístands. Svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að eldra fólk í þessari stöðu sé gjarnt á að detta og brjóta sig og glími við næringarskort.
Viðtal
Heimili eldra fólks verði hjúkrunarrými
Heimili aldraðra ætti að skilgreina sem hjúkrunarrými og greiða daggjöld þangað. Þetta er meðal tillagna í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða. Flestar tillögurnar lúta að því að efla þjónustu inni á heimilum aldraðra svo þeir geti búið þar sem lengst. Þá er kallað eftir því að dagvistun sé alla daga vikunnar.