Færslur: þjófnaður

Þjófnaður á styttunni af Guðríði til héraðssaksóknara
Þjófnaður og eignaspjöll á styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur hefur verið sent til héraðssaksóknara. Kannað er hvort brotið hafi verið gegn lagaákvæði um að fjarlægja eða skemma opinber minnismerki. Refsing við því er allt að þriggja ára fangelsi. 
Ógnaði konu með hnífi og rændi farsíma hennar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt, eitthvað var um ölvun, slys, innbrot og gripdeildir. Einn gistir fangageymslur eftir hópslagsmál í miðborginni og lögreglan handtók mann sem hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni farsíma.
Ætluðu að selja stolna texta frá Eagles á uppboði
Þrír menn hafa verið ákærðir í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa ólöglega haft undir höndum og áætlað sölu á um 100 blaðsíðum af handskrifuðum textum hljómsveitarinnar Eagles.
13.07.2022 - 01:28
Stal af byggingarsvæðum fyrir 43 milljónir króna
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í 18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til fimm ára, fyrir 28 þjófnaðarbrot frá september árið 2021 til marsmánaðar á þessu ári. Auk þeirra brota var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld á bifreið og brot gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf.
Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Stálu snjósleðum og fluttu brott á lyftara
Tveimur nýjum vélsleðum, sem kosta hvor um sig yfir þrjár milljónir króna, var stolið úr versluninni Ellingsen í Reykjavík í gær. Innbrotsþjófarnir mættu vel undirbúnir á vettvang, en þeir fluttu vélsleðana burt á lyftara.
Lögregla varar við símastuldi úr búningsklefum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við ítrekuðum þjófnaði úr búningsklefum íþróttafélaga. Stjórnendur íþróttafélaga hafa að auki sent viðvaranir á foreldra, sem beðnir eru ræða við börnin sín að læsa verðmæti í skápum þar sem það er í boði.
Öllum 70 kílómetra hraðamerkjum stolið
Allar 70 kílómetra hraðamerkingar við Sauðárkrók hurfu um helgina. Þangað til ný umferðarmerki berast Vegagerðinni er erfitt fyrir ökumenn að átta sig á hámarkshraða.
02.12.2021 - 18:32
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Konu hrint niður stiga á veitingahúsi
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöld, þar sem konu var hrint niður stiga. Hún hlaut höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað meira um líðan konunnar að svo stöddu.
Yfirgaf verslun með stolið kjöt í bakpoka
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þjófnað úr verslun seint í gærkvöld. Þá hafði maður yfirgefið verslunina með fjóra pakka af kjöti í bakpoka sínum sem hann hafði ekki greitt fyrir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
11.08.2021 - 08:08
Síbrotamaður í haldi vegna fjársvika á samfélagsmiðlum
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um liðna helgi karlmann um þrítugt í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um fjársvik í allnokkrum málum.
„Ég hef aldrei heyrt jafn mikið gleðiöskur“
„Á föstudaginn lenti ég í agalegri reynslu sem endaði á að vera yndisleg og endurreisti trú mína á mannkyni sem hefur reyndar alltaf verið mikil,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður. Hann lenti í því í síðustu viku að týna tölvunni sinni. Í kjölfarið fór af stað alveg ótrúleg atburðarás.
17.11.2020 - 10:13
Hvarfakútar látnir hverfa undan bifreiðum í Reykjanesbæ
Hvarfakútum hefur undanfarið verið stolið undan bílaleigubílum og flökum á bílapartasölum í Reykjanesbæ. Tjónið er tilfinnanlegt.
Afbrotahrina í Grímsey
Grímseyingar hafa fengið sig fullsadda af afbrotum og skemmdarverkum sem lengi hafa verið stunduð í eyjunni. Brotist hefur verið inn í íbúðarhús og báta í höfninni og verðmætum stolið.
31.08.2020 - 13:06
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
15% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Í júní skráði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 706 hegningarlagabrot. Það voru færri brot en í maí og flest brotin voru þjófnaðir. Það sem af er ári hafa tilkynningar um hegningarlagabrot verið um 5% færri en að meðaltali undanfarinna þriggja ára. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15% á milli ára og fjöldi þeirra ungmenna sem lögregla leitaði var talsvert yfir meðaltali.
Verðmætum rafeindabúnaði stolið úr vinnuvélum
Lögreglan rannsakar nú þjófnað á dýrum rafeindabúnaði sem stolið hefur verið úr vinnuvélum víða um land. Mögulega teygi málið anga sína til annarra landa.
20.02.2020 - 12:38
Fallist á endurupptöku dóms fyrir stolin málverk
Endurupptökunefnd hefur fallist á beiðni karlmanns sem var sakfelldur fyrir að geyma þýfi í gámi í Danmörku. Annars vegar voru þetta átta stolin málverk og hins vegar Porsche sem tekinn hafði verið ófrjálsri hendi. Maðurinn var ekki viðstaddur þegar hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hann taldi að ekki hefði verið farið að lögum þegar ákæran á hendur honum var birt.
04.02.2020 - 08:33