Færslur: þjófnaður

Síbrotamaður í haldi vegna fjársvika á samfélagsmiðlum
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um liðna helgi karlmann um þrítugt í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um fjársvik í allnokkrum málum.
„Ég hef aldrei heyrt jafn mikið gleðiöskur“
„Á föstudaginn lenti ég í agalegri reynslu sem endaði á að vera yndisleg og endurreisti trú mína á mannkyni sem hefur reyndar alltaf verið mikil,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður. Hann lenti í því í síðustu viku að týna tölvunni sinni. Í kjölfarið fór af stað alveg ótrúleg atburðarás.
17.11.2020 - 10:13
Hvarfakútar látnir hverfa undan bifreiðum í Reykjanesbæ
Hvarfakútum hefur undanfarið verið stolið undan bílaleigubílum og flökum á bílapartasölum í Reykjanesbæ. Tjónið er tilfinnanlegt.
Afbrotahrina í Grímsey
Grímseyingar hafa fengið sig fullsadda af afbrotum og skemmdarverkum sem lengi hafa verið stunduð í eyjunni. Brotist hefur verið inn í íbúðarhús og báta í höfninni og verðmætum stolið.
31.08.2020 - 13:06
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
15% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Í júní skráði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 706 hegningarlagabrot. Það voru færri brot en í maí og flest brotin voru þjófnaðir. Það sem af er ári hafa tilkynningar um hegningarlagabrot verið um 5% færri en að meðaltali undanfarinna þriggja ára. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15% á milli ára og fjöldi þeirra ungmenna sem lögregla leitaði var talsvert yfir meðaltali.
Verðmætum rafeindabúnaði stolið úr vinnuvélum
Lögreglan rannsakar nú þjófnað á dýrum rafeindabúnaði sem stolið hefur verið úr vinnuvélum víða um land. Mögulega teygi málið anga sína til annarra landa.
20.02.2020 - 12:38
Fallist á endurupptöku dóms fyrir stolin málverk
Endurupptökunefnd hefur fallist á beiðni karlmanns sem var sakfelldur fyrir að geyma þýfi í gámi í Danmörku. Annars vegar voru þetta átta stolin málverk og hins vegar Porsche sem tekinn hafði verið ófrjálsri hendi. Maðurinn var ekki viðstaddur þegar hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hann taldi að ekki hefði verið farið að lögum þegar ákæran á hendur honum var birt.
04.02.2020 - 08:33