Færslur: Þjóðvegur eitt

Umferð um hringveginn að aukast samhliða afléttingum
Mælingar Vegagerðarinnar gefa vísbendingar um umferðarþunga og ferðalög um landið. Samanburður á milli sjómannadagshelga í ár og í fyrra leiðir í ljós að umferð austur fyrir fjall um Hellisheiði var minni í ár, en sunnudagsumferðin til borgarinnar meiri en á Sjómannadaginn árið 2019.
08.06.2020 - 12:31
Umferð um hringveginn minnkaði um þriðjung í mars
Umferð á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í skammtímahagvísum ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 31 prósent á Suðurlandi og Vesturlandi, um 33 prósent á Austurlandi og 36 prósent á Norðurlandi.
24.04.2020 - 10:05
Þjóðvegi eitt lokað að hluta á Suðausturlandi
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði og verður hann líklegast lokaður fram á nótt, eða þar til ferðafært verður á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir því að það hvessi enn frekar á svæðinu og sandfok, og hætta á sandfoki, aukist. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi.
24.10.2019 - 19:15
Vilja uppfæra hringveginn í kortum Google
Vegagerðin hefur ekki náð sambandi við Google vegna breytinga á vegakerfinu hérlendis, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Það er erfitt að ná sambandi við Google. Það er alltaf verið að breyta vegakerfinu og það er ekki rétt hjá þeim. Mikill fjöldi ferðamanna styðst við google maps hérlendis," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
08.01.2018 - 14:44
Hestur stelur senunni í hægvarpi Sigur Rósar
Það þarf ekki mikið að bregða út af til að áhorfendur fari yfirum af æsingi þegar hægvarp, eða „Slow TV“, er annars vegar. Útsendingarbíll RÚV er þessa stundina á sólarhringsferð hringinn í kringum um landið þar sem nýtt lag Sigur Rósar ómar allan tímann undir í síbreytilegri útsetningu.
21.06.2016 - 12:02
Lengsta útsending ársins á lengsta deginum
Á þessum lengsta degi ársins er við hæfi að hefja lengstu beinu sjónvarpsútsendingu ársins. Sólarhringsútsending af akstri hringinn í kringum landið undir tónlist Sigur Rósar hófst undir kvöld.
20.06.2016 - 23:15
Sigur Rós – Þjóðvegur eitt
Hljómsveitin Sigur Rós, í samstarfi við RÚV og Rás 2, tókst á við Þjóðveg eitt í 24 klukkustunda langri beinni útsendingu á RÚV 2 og RÚV.is. Á hringferðinni var tilbrigði af nýju lagi Sigur Rósar leikið. Útsending hófst kl. 21.00, þann 20. júní. Í spilaranum hér að ofan má horfa á upptöku frá henni.
20.06.2016 - 20:30