Færslur: Þjóðskrá Íslands

Hlutfall erlendra ríkisborgara að jafnaði 14%
Alls eru 47,3% íbúa Mýrdalshrepps erlendir ríkisborgarar, 361 af 764 íbúum hreppsins. Það er hæsta hlutfall fólks af erlendum uppruna í nokkru sveitarfélagi á landinu. Fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi er 51.367 eða að jafnaði 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga landsins.
Útlendingum gengur verr að fá vinnu en Íslendingum
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Þá búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári. Næstum fjórði hver útlendingur búsettur hér á landi er án vinnu en þegar litið er til allra landsmanna er einn af hverjum átta án vinnu. Útlendingum hér gengur verr að fá vinnu en Íslendingum. 
„Utangarðsskrá“ lent utangarðs hjá Þjóðskrá Íslands
Það sem áður hét utangarðsskrá í bókum Þjóðskrár Íslands heitir nú kerfiskennitöluskrá, í samræmi við hugtakanotkun í nýrri löggjöf um skráningu einstaklinga hér á landi. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði, gerði hugtakið „utangarðsskrá“ að umræðuefni um mánaðamótin síðustu og sagði notkun Þjóðskrár á þessu gildishlaðna orði hreinlega misnotkun á tungumálinu og stofnuninni til háborinnar skammar.
Þjóðkirkjan enn fjölmennust - en þar fækkar líka mest
Hátt í 28 þúsund Íslendingar voru skráðir utan trú- og lífskoðunarfélaga 1. október síðastliðinn. Það eru um sjö af hverjum hundrað landsmönnum.
09.10.2020 - 16:46
Fjölgaði hlutfallslega mest í Tjörneshreppi
Síðustu átta mánuði fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Tjörneshreppi eða um 11%. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra.
14.09.2020 - 15:18
Andvana fædd börn fái kennitölu
Börn sem fæðast andvana eftir 22.viku meðgöngu fá kennitölu nái breytingar á lögum um skráningu einstaklinga fram að ganga. Drög að frumvarpi þessa efnis eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
13.09.2020 - 10:05
59% færri vegabréf gefin út
Þjóðskrá Íslands gaf út mun færri íslensk vegabréf í júlí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Gefin voru út 2.947 vegabréf í júlí í fyrra en aðeins 1.218 í júlí í ár. Fækkunin er 59 prósent.
31.08.2020 - 21:28
14% landsmanna eru með erlent ríkisfang
50.701 erlendur ríkisborgari var búsettur hér á landi um síðustu mánaðamót. Það jafngildir því að einn af hverjum sjö, sem búa hér á landi sé erlendur ríkisborgari, eða um 14% landsmanna. Flestir í þessum hópi koma frá Póllandi og næstflestir frá Litháen.
Mest hlutfallsleg fjölgun á Norðurlandi vestra
Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði hlutfallslega mest á fyrstu mánuðum ársins. Fækkun varð á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Sveitarstjórinn í Skagafirði segir að hæg fjölgun hafi orðið síðustu þrjú til fjögur ár, eftir mögur ár þar á undan.
Spegillinn
Selveiði hækkar fasteignamatið þó hún sé bönnuð
Fasteignamat næsta árs var kynnt fyrir sléttri viku. Það hækkaði um 2,1% frá fyrra ári. Árlega endurmetur Þjóðskrá virði allra fasteigna á Íslandi, alls ríflega 200 þúsund eignir og notar til þess flókin reiknilíkön. Það getur verið strembið að meta virði fasteigna, sérstaklega á minni stöðum. Matið í ár var að hluta til unnið með hjálp gervigreindar.
09.06.2020 - 16:47