Færslur: Þjóðskjalasafnið
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
23.11.2020 - 22:26
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
30.09.2020 - 22:40
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
26.08.2020 - 20:46
Verða að gæta að „minni samfélagsins“
Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins hefur farið batnandi síðustu ár en enn er víða pottur brotinn. Þetta kemur fram í könnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu ríkisins. Slök skjalavarsla getur bitnað á réttindum almennings. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir að ríkið verði að móta langtímastefnu um rafræna skjalavörslu. Dæmin sanni að hægt sé að ná árangri á skömmum tíma.
01.07.2020 - 09:08
Orðabelgur opnaður
Vefurinn Orðabelgur var opnaður í gær. Orðabelgur er hluti stafræns útgáfusafns Þjóðskjalasafns Íslands og búist er við að fleiri muni leggja orð í belginn með tíð og tíma.
28.05.2020 - 00:36
Hrefna Róbertsdóttir skipuð þjóðskjalavörður
Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu.
09.03.2019 - 14:24
Vill að safnið verði áfram í miðbænum
Fjárlaganefnd hefur samþykkt breytingatillögu sem heimilar sölu á húsakosti Þjóðskjalasafnsins, annað árið í röð. Þjóðskjalavörður er ósáttur við aðferðafræðina, það að sala hafi verið heimiluð án þess að hugur stjórnenda væri kannaður eða fram færi greining á þörfum safnsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, studdi breytingatillöguna, bæði í fyrra og í ár. Hann myndi vilja sjá Listaháskólann í húsnæði safnsins. Það tæki langan tíma að flytja safnið, kæmi til þess.
28.12.2016 - 19:08