Færslur: Þjóðskjalasafnið

Spegillinn
Samfélagsmiðlar torvelda safninu að fanga tíðarandann
Vefsöfnunartól Landsbókasafns Íslands nær einungis að fanga hluta samfélagsumræðu dagsins í dag því samfélagsmiðlar leyfa því ekki að taka afrit. Gamlar bloggsíður verða aftur á móti varðveittar um ókomin ár. 
Myndskeið
Skjalakassar alla leið frá Reykjavík að Seljalandsfossi
Þjóðskjalasafnið mun fyllast af pappír á næstu árum eða áratugum vegna þess að safninu eru send skjöl á pappír. Skjöl sem þó eru fyrst og fremst rafræn. Starfsmenn safnsins hvetja fólk til að hætta að prenta út skjöl og skila þeim þess í stað á rafrænu formi. Það stefnir í að skjalakassar á safninu nái alla leið frá Reykjavík að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum sem er nokkru austar en Seljalandsfoss.
01.10.2021 - 19:50
Óvíst um viðbrögð ráðuneytis vegna Biblíubréfsins
Ekki fást upplýsingar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvernig brugðist verður við erindi Þjóðskjalasafns um Biblíubréfið svonefnda. Þjóðskjalasafn telur bréfið eign ríkisins og að því eigi að skila inn til safnsins.
14.05.2021 - 12:03
Telja Biblíubréfið hafa horfið úr Þjóðskjalasafni
Sérfræðingar Þjóðskjalasafns telja að Biblíubréfið svokallaða hafi horfið úr safninu á síðustu öld og sé í raun eign íslenska ríkisins. Þetta er eitt verðmætasta frímerkta skjal sögunnar og hefur verið metið á 200 milljónir króna. Bréfið er nú í safni sænsks frímerkjasafnara en samkvæmt íslenskum lögum er einkaaðilum skylt að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl í eigu ríkisins sem þeir kunna að hafa í sínum fórum.
12.05.2021 - 16:18
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Verða að gæta að „minni samfélagsins“
Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins hefur farið batnandi síðustu ár en enn er víða pottur brotinn. Þetta kemur fram í könnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu ríkisins. Slök skjalavarsla getur bitnað á réttindum almennings. Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður segir að ríkið verði að móta langtímastefnu um rafræna skjalavörslu. Dæmin sanni að hægt sé að ná árangri á skömmum tíma.
01.07.2020 - 09:08
Orðabelgur opnaður
Vefurinn Orðabelgur var opnaður í gær. Orðabelgur er hluti stafræns útgáfusafns Þjóðskjalasafns Íslands og búist er við að fleiri muni leggja orð í belginn með tíð og tíma.
28.05.2020 - 00:36
Hrefna Róbertsdóttir skipuð þjóðskjalavörður
Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu.
09.03.2019 - 14:24
Vill að safnið verði áfram í miðbænum
Fjárlaganefnd hefur samþykkt breytingatillögu sem heimilar sölu á húsakosti Þjóðskjalasafnsins, annað árið í röð. Þjóðskjalavörður er ósáttur við aðferðafræðina, það að sala hafi verið heimiluð án þess að hugur stjórnenda væri kannaður eða fram færi greining á þörfum safnsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, studdi breytingatillöguna, bæði í fyrra og í ár. Hann myndi vilja sjá Listaháskólann í húsnæði safnsins. Það tæki langan tíma að flytja safnið, kæmi til þess.
28.12.2016 - 19:08