Færslur: Þjóðminjasafnið

Sjónvarpsfrétt
Vettlingar fundust eftir að hafa verið týndir í 1100 ár
Þótt barn týni vettlingum kemst það ekki alltaf í fréttirnar. En þegar vettlingarnir finnast á ný ellefu hundruð árum seinna í heilu lagi, er það býsna fréttnæmt. Þjóðminjasafnið hefur fengið staðfest að vettlingapar með snúru sé frá því fyrir árið þúsund.
Sjónvarpsfrétt
Kistur biskupa opnaðar - beinin varpa ljósi á margt
Meira en 250 ára gömul bein, hár og aðrar jarðneskar leifar lágvaxinnar biskupsfrúar voru tekin upp úr lítilli kistu í Þjóðminjasafninu í dag. Kistur fimm biskupa, biskupsfrúa og nokkurra afkomenda bíða þess nú að vera greind með aðferðum mannabeinafræði þannig að hægt sé að varpa ljósi á heilsu og þjóðfélagsbreytingar þeirra tíma.
Viðtal
Hin hrjúfa fegurð Spessa
Ljósmyndarinn Spessi hefur verið að í rúmlega 30 ár og oftar en brugðið ljósi á jaðar samfélagsins. Nú hefur þessi langi ferill verið eimaður niður í yfirlitssýningu í Þjóðminjasafninu. 
13.04.2021 - 13:53
Söngvakeppnisæði Íslendinga rannsóknarefni
Svo virðist sem áhugi Íslendinga á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi stigmagnast frá 1986 þegar gífurlegur spenningur greip um sig meðal þjóðarinnar í kringum fyrsta framlag Íslands, Gleðibankann. Þjóðminjasafnið hefur útbúið spurningalista og biðlar til þjóðarinnar að veita svör um hefðir sínar og siði í kringum keppnina.
Dregur fram hinsegin sögu í Þjóðminjasafninu
Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur, er ein af þeim sem unnið hafa við að útbúa nýja leiðsögn í gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, sem dregur fram hinsegin sögu Íslendinga.
10.08.2018 - 17:06