Færslur: Þjóðminjasafn

Ríkið og Seltjarnarnesbær stál í stál
Ríkið hefur stefnt Seltjarnarnesbæ vegna kostnaðar við nýtt læknaminjasafn. Ríki og sveitarfélag standa stál í stál en málið verður útkljáð fyrir dómstólum fyrir áramót. Húsið sem átti að hýsa safnið hefur staðið autt í átta ár. Bæjarstjóri vill auglýsa það til sölu. Fram kom í Speglinum í gær að húsið liggi undir skemmdum og að Seltjarnarnesbær hafi hætt við að nota það undir lækningaminjar.
Fjársjóður sem þarf að minna á
„Hér er allt fullt upp í rjáfur,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Hún leiddi hlustendur Víðsjár um geymslur safnsins.