Færslur: Þjóðleikhúsið

Mannlegi þátturinn
Gengu í gegnum helvíti á jörðu en fengu enga hjálp
Bernd Ogrodnik, einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans, vill rjúfa vítahring þagnar í nýju brúðuverki sem frumsýnt verður 7. mars í Þjóðleikhúsinu. Verkið er hans persónulegasta hingað til, en það hefur tekið hann 15 ár að koma því á fjalirnar.
Þorleifur Örn semur við Þjóðleikhúsið
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samning við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf og efla alþjóðlegt samstarf.
Gagnrýni
Miðlungsuppfærsla í nostalgíuleikhúsinu
Útsending, leikgerð unnin upp úr kvikmyndinni Network, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag á stóra sviði þjóðleikhússins. Pálmi Gestson stóð sig vel í aðalhlutverkinu en sýningin var ekki án vankanta að mati gagnrýnanda Víðsjár.
27.02.2020 - 14:56
Gagnrýni
Afstöðulaus endursýning
Karli Ágúst Þorbergssyni gagnrýnanda er spurn hver sé ástæða þess að Þjóðleikhúsið ákveði að segja sögu tæplega 50 ára gamallar bíómyndar á sviði, í nánast óbreyttri mynd í leikverkinu Útsending. „Er það til þess að endurtaka sögu sem sló í gegn annars staðar í þeirri von um að hún slái í gegn hér? Er það þá gróðasjónarmið sem ráða ríkjum, sömu gróðarsjónarmið og er verið að gagnrýna í sýningunni sjálfri?“
25.02.2020 - 19:50
Nýir listrænir stjórnendur ráðnir til Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið hefur ráðið til sín fjóra stjórnendur til að skipa teymi listrænna stjórnenda við leikhúsið ásamt Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra.
20.02.2020 - 16:26
Menningin
„Við erum öll orðin sjónvarpsstjórar yfir eigin lífi“
Örvæntingarfullur sjónvarpsmaður tilkynnir að hann ætli að stytta sér aldur í beinni útsendingu í Útsendingu, sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag.
20.02.2020 - 11:15
Gagnrýni
Húmorísk sýning um plastið og vatnið eftir heimsendi
„Það sést á Eyðum að hér hefur verið komið á góðu samstarfi með skýrri sýn,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár um leikdansverkið Eyður sem hópurinn Marmarabörn setti upp á stóra sviði Þjóðleikhússins.
27.01.2020 - 09:49
Gagnrýni
Fjörug og skemmtileg ljóð sem dansa
„Sýningin er ekki gallalaus en hún er fjörug og skemmtileg, með mikið af hestum, köttum, uppfull af leikgleði og dramatík og ég mæli eindregið með henni fyrir aðdáendur Gerðar Kristnýjar,“ segir leikhúsrýnir um sýninguna Dansandi ljóð sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Áhorfandi leikur gagnrýnanda
Það ríkir hressileg anarkía hugmynda í leiksýningunni Engillinn sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins.
09.01.2020 - 12:56
Gagnrýni
Satan og föruneyti hans stjörnur sýningarinnar
Leikhúsrýnir Víðsjár fór sáttur úr Þjóðleikhúsinu af Meistaranum og Margarítu og mælir eindregið með sýningunni fyrir þá sem hafa gaman af leikhústöfrum og góðum sögum.
Lestarklefinn
Ótrúlega fyndin og absúrd heimspekileg kómedía
Gestir Lestarklefans eru mjög ánægðir með óhefðbundnu sýninguna Engilinn sem sýnd er í Kassanum. Verkið byggir á verkum og ævistarfi myndlistarmannsins, leikskáldsins og rithöfundarins Þorvaldar Þorsteinssonar sem lést árið 2013 rétt rúmlega fimmtugur að aldri.
Lestarklefinn
Skaupið brotið til mergjar
Rætt um Áramótaskaupið, leiksýninguna Engilinn í Þjóðleikhúsinu og barnaplötuna Bland í poka eftir Snorra Helgason.
Menningin
Djöfulleg galdrabrögð í jólasýningu Þjóðleikhússins
Meistarinn og Margaríta er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og er frumsýnd á öðrum degi jóla. Sýningin byggir á samnefndri bók Mikhaíls Búlgakov og segir frá því þegar djöfullinn kemur í heimsókn til Moskvu.
Menningin
„Skrítið og ógeðslega skemmtilegt“
Leikritið Engillinn verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Það byggir á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar og er eins konar sambræðingur leikhúss, myndlistar og gjörninga.
Gagnrýni
Fólkið þarf sinn Laxness
„Þessi uppsetning á Atómstöðinni í samtali við nútímann er um margt áhugaverð, kraftmikil og spennandi þó stundum sé nánast eins og leikstjórinn og höfundur leikgerðar hafi færst of mikið í fang,“ segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi um sýninguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu.
Myndskeið
„Það er fegurð úti um allt“
Gréta Kristín Ómarsdóttir og Finnur Arnar Arnarson hafa komið stólum úr Þjóðleikhúsinu fyrir á hversdagslegum stöðum víðsvegar um landið og freista þess þannig að breyta umhverfinu í leiksvið.
Myndband
Magnús Geir skipaður Þjóðleikhússtjóri
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Magnús Geir Þórðarson í embætti Þjóðleikhússtjóra, frá og með fyrsta janúar á næsta ári.
01.11.2019 - 17:10
Gagnrýni
Shakespeare fyrir byrjendur
Það er nóg af rómantík og gleði í leiksýningu Þjóðleikhússins, Shakespeare verður ástfanginn, segir Brynhildur Björnsdóttir.
Viðtal
„Hvað myndi Jón gera“ flúrað á bringuna
Þeir eru heimsfrægir á Íslandi, hinir geðþekku og sívinsælu popparabræður úr Hafnarfirði, Jón og Friðrik Dór Jónssynir. Þeir semja tónlistina í glænýrri uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnt verður næstu helgi.
30.09.2019 - 15:04
Gagnrýni
Kómískur kraftur á kostnað dramatísks kjarna
Leiksýningin Ör, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, er virðingarverð tilraun til að takast á við erfiðleika hinnar hversdagslegu tilvistar mannsins, segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Hvað er svona merkilegt við það að vera greifi
Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins í nýrri uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós, meistaraverki Mozarts frá árinu 1786. Verkið fjallar um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi. Tónlist Mozarts er vitanlega í aðalhlutverki en tveir ævintýramenn eiga þó sinn þátt í útkomunni, franska leikritaskáldið Pierre Beaumarchais og ítalski textasmiðurinn Lorenzo da Ponte.
Ómar orðabelgur ferðast kringum landið
Sögustund Þjóðleikhússins fer nú hringinn í kringum landið fjórða árið í röð. Börnum um allt land er boðið á leiksýningarnar Velkomin heim og Ómar Orðabelgur.
06.09.2019 - 14:11
Borgarleikhússtjóri vill stýra Þjóðleikhúsinu
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur sótt um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi starfsfólki sínu í dag. Fyrr í dag greindi Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri að hann hefði sótt um starfið.
01.07.2019 - 11:26
Magnús Geir sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur sótt um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Hann hefur áður gegnt starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins. Hann tók við starfi útvarpsstjóra árið 2014.
01.07.2019 - 10:43
Þjóðleikhúsráð segir af sér
Allir fulltrúar í þjóðleikhúsráði hafa sagt af sér. Er það gert svo umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra sé hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi einstakra fulltrúa í ráðinu. Staða þjóðleikhússtjóra er nú laus til umsóknar en Ari Matthíasson gegnir starfinu nú.
07.06.2019 - 19:44