Færslur: Þjóðleikhúsið
„Þetta var ótrúlega erfitt tilfinningalega“
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir eiginmanni sínum, Birni Thors, í einleiknum Vertu úlfur sem frumsýndur verður bráðlega í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum öll eins og skurnlaust egg. Af því að ég vildi að þessi sýning væri á hnífsblaði, á hættulegum stað,“ segir Unnur.
15.01.2021 - 13:13
Brúður lifna við og sjá heiminn
Geim-mér-ei er nýtt leikverk fyrir yngstu leikhúsgestina, flutt af brúðum í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.
14.01.2021 - 15:28
Gerum ráð fyrir frumsýningu í janúar – vonandi
Þjóðleikhússtjóri stefnir að því að nýtt íslenskt verk verði frumsýnt í janúar ef sóttvarnareglur leyfa það. Hann segir að tíminn hafi verið nýttur vel í leikhúsinu til þess að verða sannarlega tilbúin að taka á móti leikhúsgestum á ný. Rekstur leikhúsanna hefur raskast mikið í kórónuveirufaraldrinum.
29.12.2020 - 17:00
Senda þjóðinni jóla- og báráttukveðju
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
17.12.2020 - 08:58
Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný
Listafólk Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sendu í kvöld frá sér nýja útgáfu af jólalaginu „Ég hlakka svo til!“. Myndbandið er eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar við COVID-19.
16.12.2020 - 21:46
Rafrænir gestir Þjóðleikhússins ræða við Jonathan Pryce
Hinn ástsæli stórleikari Jonathan Pryce talar við íslenska aðdáendur í listamannsspjalli Þjóðleikhússins á fimmtudaginn. Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri, stýrir spjallinu og aðdáendur geta sent inn spurningar til Pryce.
14.12.2020 - 14:07
Giljagaur stal senunni frá Soffíu frænku og Jónatan
Soffía frænka og Jónatan ræningi voru í miðjum klíðum við að skemmta gestum og gangandi þegar Giljagaur birtist á tröppum Þjóðleikhússins. Bastían bæjarfógeti bauð jólasveininn hjartanlega velkominn en þau voru þarna stödd í tilefni aðventugleði Þjóðleikhússins.
13.12.2020 - 16:43
Hvorki uppskrúfaður né lágkúrulegur Hamlet
Eitthvert alfrægasta leikrit allra tíma, Hamlet eftir William Shakespeare, er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. „Það eru alls konar vandamál í tengslum við svona texta,“ segir Þórarinn. Markmiðið er þó skýrt: nútímalesendur og áhorfendur verða að skilja hann.
09.12.2020 - 13:46
Hvítvínskonan stýrir fjöldasöng á netinu úr eldhúsinu
„Um daginn sögn 20 manna hópur öll saman Í síðasta skipti með Frikka Dór í gegnum netið. Og ég sem Hvítvínskonan. Þetta var mjög súrt móment og krakkarnir inni í hinu herberginu að leika,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og Hvítvínskonan. Hann hefur haft nóg að gera í faraldrinum og sendir út sínar skemmtanir heiman frá sér. Sumir skemmtikraftar nýta sér streymi og aðrir fara með skemmtun til fólks.
25.11.2020 - 19:39
Örn Árnason leiðir farandleikhóp Þjóðleikhússins
Farandleikhópur Þjóðleikhússins ferðast með skemmtidagskrá í desember og heimsækir dvalarheimili, heimili eldri borgara og aðra staði þar sem fólk er innilokað vegna kórónuveirufaraldursins. Listrænn stjórnandi er Örn Árnason.
24.11.2020 - 13:25
Hljóðleikhús í Þjóðleikhúsinu fram að jólum
Vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldri kórónuveirunnar eru leikhús landsins að mestu lokuð og almenningi gefst ekki kostur á að njóta sköpunar leikara og leikstjóra á stóra sviðinu. Þjóðleikhúsið hefur brugðið á það ráð að framleiða hljóðleikhús á aðventunni og senda það beint út á vefnum.
18.11.2020 - 16:38
Þjóðleikhúsið býður börnum í leikhús
Þjóðleikhúsið býður börnum og ungmennum, í samráði við grunn- og leikskóla, á barnasýningar í leikhúsinu meðan sýningarhald er takmarkað.
29.10.2020 - 12:18
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
07.10.2020 - 08:52
Sýning sem segði „búmm“ ef ekki væri fyrir faraldurinn
Einar Örn Benediktsson segir Kópavogskróniku vera straumlínulagaða og skemmtilega sýningu en henni hefði vegnað betur í eðlilegra árferði fyrir fullum sal grímulausra áhorfenda.
06.10.2020 - 10:38
Krump og gleði sem margir munu tengja við
Um helgina fara hjólin aftur að snúast í leikhúsunum og þá verður sýningin Upphaf frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Sögusviðið er eftirpartý í Vesturbænum í Reykjavík. Fylgst er með Guðrúnu og Daníel, sem Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson leika, sem reyna að nálgast hvort annað eftir að síðustu gestirnir eru farnir.
17.09.2020 - 11:32
Upphafið markar upphaf leikársins í Þjóðleikhúsinu
„Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt í leikhúsinu og við höfum nýtt tímann vel,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem tók við starfi Þjóðleikhússtjóra rétt áður en COVID-19 skall á og hefur skiljanlega sett stórt strik í reikning leikhúsanna. Fyrsta sýningin eftir lokunina fer á fjalirnar um helgina í Kassanum.
15.09.2020 - 17:28
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Menntamálaráðherra skipar nýtt þjóðleikhúsráð
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Ný lög um sviðslistir tóku gildi 1. júlí og því er skipað í ráðið að nýju í ár þrátt fyrir að sitjandi ráð hafi aðeins starfað í eitt ár.
10.07.2020 - 18:11
Hilmir Snær ráðinn til Þjóðleikhússins
Hilmir Snær Guðnason verður fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá og með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Hilmir hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgarleikhúsið að sinni því hann hleypur í skarðið fyrir Ólaf Darra Ólafsson í verkinu Oleanna sem frumsýnt verður í lok ágúst.
06.07.2020 - 10:47
Fjögur ný íslensk leikrit valin í Hádegisleikhúsið
Verk eftir Bjarna Jónsson, Sólveigu Eir Stewart, Jón Gnarr og Hildi Selmu Sigbertsdóttur urðu fyrir valinu í samkeppni Þjóðleikhússins og RÚV. Leikritin verða á dagskrá strax á næsta leikári í nýju Hádegisleikhúsi
26.06.2020 - 14:41
Sturla Atlas valinn í hlutverk Rómeós í Þjóðleikhúsinu
Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er eflaust betur þekktur, hefur verið valinn úr hópi 100 umsækjenda í hlutverk Rómeós. Leikrit Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vor. Ebba Katrín Finnsdóttir verður í hlutverki Júlíu.
29.05.2020 - 07:49
Einn stærsti menningarviðburður 20. aldar
„Þetta hús á að vera þjóðarinnar hús um leið og það er þjóðlegt og alþjóðlegt leikhús, skemmtistaður og menningarstofnun. Hér á að vera vígi til varðveislu og eflingar þjóðlegra verðmæta, lífs og lista. Hér á að vera turn til útsýnis um erlenda leiklist og hér á að vera brú milli fortíðar og framtíðar í bókmenntum og máli.“ Þetta sagði Vilhjálmur Gíslason, fyrsti formaður Þjóðleikhúsráðs, í ræðu á sumardaginn fyrsta fyrir 70 árum þegar Þjóðleikhúsið var vígt.
23.04.2020 - 08:29
Rauk út í skelfingu af fyrstu leiksýningunni
Þó að leikarar í Þjóðleikhúsinu hafi ýmist verið uppnumdir af hrifningu á fyrstu sýningunni eða skelfingu lostnir eru þeir sammála um að það eigi ómissandi sess hjá þjóðinni.
20.04.2020 - 19:39
Þjóðleikhússafmæli frestað fram á haust
Sjötíu ár eru í dag frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Hætta varð við fyrirhuguð afmælishátíðarhöld, eins og frumsýningu á nýrri uppfærslu Kardimommubæjar, vegna kórónuveirunnar.
20.04.2020 - 13:50
RÚV í samstarf við Þjóðleikhús um ritun leikverka
Þjóðleikhúsið hleypir af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust í samstarfi við RÚV. Auglýst er eftir handritum að fjórum nýjum íslenskum verkum sem verða frumflutt í Þjóðleikhúskjallaranum og tekin upp til sýninga í Sunnudagsleikhúsi RÚV 2021.
09.04.2020 - 11:05