Færslur: Þjóðleikhúsið

Gagnrýni
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
Sýning sem segði „búmm“ ef ekki væri fyrir faraldurinn
Einar Örn Benediktsson segir Kópavogskróniku vera straumlínulagaða og skemmtilega sýningu en henni hefði vegnað betur í eðlilegra árferði fyrir fullum sal grímulausra áhorfenda.
Krump og gleði sem margir munu tengja við
Um helgina fara hjólin aftur að snúast í leikhúsunum og þá verður sýningin Upphaf frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Sögusviðið er eftirpartý í Vesturbænum í Reykjavík. Fylgst er með Guðrúnu og Daníel, sem Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson leika, sem reyna að nálgast hvort annað eftir að síðustu gestirnir eru farnir.
17.09.2020 - 11:32
Upphafið markar upphaf leikársins í Þjóðleikhúsinu
„Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt í leikhúsinu og við höfum nýtt tímann vel,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem tók við starfi Þjóðleikhússtjóra rétt áður en COVID-19 skall á og hefur skiljanlega sett stórt strik í reikning leikhúsanna. Fyrsta sýningin eftir lokunina fer á fjalirnar um helgina í Kassanum.
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Menntamálaráðherra skipar nýtt þjóðleikhúsráð
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Ný lög um sviðslistir tóku gildi 1. júlí og því er skipað í ráðið að nýju í ár þrátt fyrir að sitjandi ráð hafi aðeins starfað í eitt ár.
Hilmir Snær ráðinn til Þjóðleikhússins
Hilmir Snær Guðnason verður fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá og með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Hilmir hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgarleikhúsið að sinni því hann hleypur í skarðið fyrir Ólaf Darra Ólafsson í verkinu Oleanna sem frumsýnt verður í lok ágúst.
06.07.2020 - 10:47
Fjögur ný íslensk leikrit valin í Hádegisleikhúsið
Verk eftir Bjarna Jónsson, Sólveigu Eir Stewart, Jón Gnarr og Hildi Selmu Sigbertsdóttur urðu fyrir valinu í samkeppni Þjóðleikhússins og RÚV. Leikritin verða á dagskrá strax á næsta leikári í nýju Hádegisleikhúsi
26.06.2020 - 14:41
Sturla Atlas valinn í hlutverk Rómeós í Þjóðleikhúsinu
Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er eflaust betur þekktur, hefur verið valinn úr hópi 100 umsækjenda í hlutverk Rómeós. Leikrit Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vor. Ebba Katrín Finnsdóttir verður í hlutverki Júlíu.
29.05.2020 - 07:49
Víðsjá
Einn stærsti menningarviðburður 20. aldar
„Þetta hús á að vera þjóðarinnar hús um leið og það er þjóðlegt og alþjóðlegt leikhús, skemmtistaður og menningarstofnun. Hér á að vera vígi til varðveislu og eflingar þjóðlegra verðmæta, lífs og lista. Hér á að vera turn til útsýnis um erlenda leiklist og hér á að vera brú milli fortíðar og framtíðar í bókmenntum og máli.“ Þetta sagði Vilhjálmur Gíslason, fyrsti formaður Þjóðleikhúsráðs, í ræðu á sumardaginn fyrsta fyrir 70 árum þegar Þjóðleikhúsið var vígt.
23.04.2020 - 08:29
Myndskeið
Rauk út í skelfingu af fyrstu leiksýningunni
Þó að leikarar í Þjóðleikhúsinu hafi ýmist verið uppnumdir af hrifningu á fyrstu sýningunni eða skelfingu lostnir eru þeir sammála um að það eigi ómissandi sess hjá þjóðinni.
20.04.2020 - 19:39
Viðtal
Þjóðleikhússafmæli frestað fram á haust
Sjötíu ár eru í dag frá því að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Hætta varð við fyrirhuguð afmælishátíðarhöld, eins og frumsýningu á nýrri uppfærslu Kardimommubæjar, vegna kórónuveirunnar.
20.04.2020 - 13:50
RÚV í samstarf við Þjóðleikhús um ritun leikverka
Þjóðleikhúsið hleypir af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust í samstarfi við RÚV. Auglýst er eftir handritum að fjórum nýjum íslenskum verkum sem verða frumflutt í Þjóðleikhúskjallaranum og tekin upp til sýninga í Sunnudagsleikhúsi RÚV 2021.
Leikhúsveisla
„Stefán Karl stal senunni í hvert einasta skipti“
Stefán Karl Stefánsson fór með mörg minni hlutverk í leiksýningunni Í hjarta Hróa Hattar, sem frumsýnd var á Íslandi 2015. Leiksýningin hefur verið sett upp víða um heim en Gísli Örn Garðarsson leikstjóri segir að engum hafi tekist að feta í fótspor Stefáns Karls.
Edda Björgvinsdóttir les upp Elífð daganna
Edda Björgvinsdóttir flytur ljóðið Eilífð daganna eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Gestur var Sólborg Alda Pétursdóttir.
Hákon Jóhannesson les upp Til ofjarls míns
Hákon Jóhannesson les upp ljóðið Til ofjarls míns eftir Sigfús Daðason.
Arndís Hrönn les upp Við dúnhreinsun
Arndís Hrönn Egilsdóttir les upp ljóðið Við dúnhreinsun eftir Júlíönu Jónsdóttur fyrir Maríu Gestsdóttur.
Baldur Trausti les upp Til eru fræ
Baldur Trausti Hreinsson les upp ljóðið Til er fræ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir Auði Leifsdóttur.
Ilmur Kristjánsdóttir les Sólstöðuþulu
Ilmur Kristjánsdóttir les upp ljóðið Sólstöðuþulu eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum fyrir Svövu Björk Ólafsdóttur.
Menningin
Listamenn og stofnanir bregðast við samkomubanni
Fjölda tónleika, leiksýninga og annarra menningarviðburða hefur verið frestað eða aflýst vegna samkomubanns. Listamenn og menningarstofnanir leita nú annarra leiða til að miðla listinni.
Kosning
Ljóð fyrir þjóð: Einkalestur á ljóðum í samkomubanni
RÚV og Þjóðleikhúsið taka höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.
16.03.2020 - 18:00
Mannlegi þátturinn
Gengu í gegnum helvíti á jörðu en fengu enga hjálp
Bernd Ogrodnik, einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans, vill rjúfa vítahring þagnar í nýju brúðuverki sem frumsýnt verður 7. mars í Þjóðleikhúsinu. Verkið er hans persónulegasta hingað til, en það hefur tekið hann 15 ár að koma því á fjalirnar.
Þorleifur Örn semur við Þjóðleikhúsið
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samning við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin og veita leikhúsinu listræna ráðgjöf og efla alþjóðlegt samstarf.
Gagnrýni
Miðlungsuppfærsla í nostalgíuleikhúsinu
Útsending, leikgerð unnin upp úr kvikmyndinni Network, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta föstudag á stóra sviði þjóðleikhússins. Pálmi Gestson stóð sig vel í aðalhlutverkinu en sýningin var ekki án vankanta að mati gagnrýnanda Víðsjár.
27.02.2020 - 14:56
Gagnrýni
Afstöðulaus endursýning
Karli Ágúst Þorbergssyni gagnrýnanda er spurn hver sé ástæða þess að Þjóðleikhúsið ákveði að segja sögu tæplega 50 ára gamallar bíómyndar á sviði, í nánast óbreyttri mynd í leikverkinu Útsending. „Er það til þess að endurtaka sögu sem sló í gegn annars staðar í þeirri von um að hún slái í gegn hér? Er það þá gróðasjónarmið sem ráða ríkjum, sömu gróðarsjónarmið og er verið að gagnrýna í sýningunni sjálfri?“
25.02.2020 - 19:50