Færslur: Þjóðleikhúsið

Kosning
Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?
Sinfóníuhljómsveit Íslands, RÚV og Þjóðleikhúsið blása til leikhúsveislu í Klassíkinni okkar.
Gagnrýni
Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“
Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Viðtal
Nýtt ævintýri sem hvetur unga sem aldna til umhugsunar
Kafbátur er nýtt íslenskt leikrit sem valið var úr 150 innsendum verkum þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir barnaleikritum í fyrra. Leikstjóri verksins segir að það fjalli um knýjandi spurningar sem varði allt mannkyn.
18.03.2021 - 13:08
Til þeirra sem luma á nýjum íslenskum leikritum
Þjóðleikhúsið óskar eftir nýjum leikverkum, fullbúnum eða vel útfærðum hugmyndum, til þróunar innan leikhússins. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla annars vegar á frumsamin leikverk eftir konur og hins vegar verk sem fjalla með einhverjum hætti um fjölbreytileika og fjölmenningu. Tekið er fram að áherslan útilokar ekki annars konar áhugaverð verk eða hugmyndir.
27.02.2021 - 13:55
Gagnrýni
Vísindaskáldskapur sem hittir í mark hjá þeim yngstu
Sýningin Geim mér ei í Þjóðleikhúsinu er prýðileg sem fyrsta leikhúsupplifun barna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Metnaðarfull sýning sem heppnast ágætlega
Sýningin Vertu úlfur veltir upp spurningum um hvort yfirhöfuð sé hægt að líta á geðsjúkdóma sem sjúkdóma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Það væri manískt verkefni að reyna að svara öllu þessu í einni uppfærslu. Leiksýningar eru líka hentugri miðill til að spyrja en að svara með skýrum hætti.“
Viðtal
„Þetta var ótrúlega erfitt tilfinningalega“
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir eiginmanni sínum, Birni Thors, í einleiknum Vertu úlfur sem frumsýndur verður bráðlega í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum öll eins og skurnlaust egg. Af því að ég vildi að þessi sýning væri á hnífsblaði, á hættulegum stað,“ segir Unnur.
Viðtal
Brúður lifna við og sjá heiminn
Geim-mér-ei er nýtt leikverk fyrir yngstu leikhúsgestina, flutt af brúðum í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.
14.01.2021 - 15:28
Spegillinn
Gerum ráð fyrir frumsýningu í janúar – vonandi
Þjóðleikhússtjóri stefnir að því að nýtt íslenskt verk verði frumsýnt í janúar ef sóttvarnareglur leyfa það. Hann segir að tíminn hafi verið nýttur vel í leikhúsinu til þess að verða sannarlega tilbúin að taka á móti leikhúsgestum á ný. Rekstur leikhúsanna hefur raskast mikið í kórónuveirufaraldrinum.
29.12.2020 - 17:00
Menningin
Senda þjóðinni jóla- og báráttukveðju
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
Myndskeið
Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný
Listafólk Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sendu í kvöld frá sér nýja útgáfu af jólalaginu „Ég hlakka svo til!“. Myndbandið er eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar við COVID-19. 
Rafrænir gestir Þjóðleikhússins ræða við Jonathan Pryce
Hinn ástsæli stórleikari Jonathan Pryce talar við íslenska aðdáendur í listamannsspjalli Þjóðleikhússins á fimmtudaginn. Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri, stýrir spjallinu og aðdáendur geta sent inn spurningar til Pryce.
14.12.2020 - 14:07
Myndskeið
Giljagaur stal senunni frá Soffíu frænku og Jónatan
Soffía frænka og Jónatan ræningi voru í miðjum klíðum við að skemmta gestum og gangandi þegar Giljagaur birtist á tröppum Þjóðleikhússins. Bastían bæjarfógeti bauð jólasveininn hjartanlega velkominn en þau voru þarna stödd í tilefni aðventugleði Þjóðleikhússins.
13.12.2020 - 16:43
Hvorki uppskrúfaður né lágkúrulegur Hamlet
Eitthvert alfrægasta leikrit allra tíma, Hamlet eftir William Shakespeare, er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. „Það eru alls konar vandamál í tengslum við svona texta,“ segir Þórarinn. Markmiðið er þó skýrt: nútímalesendur og áhorfendur verða að skilja hann.
Myndskeið
Hvítvínskonan stýrir fjöldasöng á netinu úr eldhúsinu
„Um daginn sögn 20 manna hópur öll saman Í síðasta skipti með Frikka Dór í gegnum netið. Og ég sem Hvítvínskonan. Þetta var mjög súrt móment og krakkarnir inni í hinu herberginu að leika,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og Hvítvínskonan. Hann hefur haft nóg að gera í faraldrinum og sendir út sínar skemmtanir heiman frá sér. Sumir skemmtikraftar nýta sér streymi og aðrir fara með skemmtun til fólks.
Örn Árnason leiðir farandleikhóp Þjóðleikhússins
Farandleikhópur Þjóðleikhússins ferðast með skemmtidagskrá í desember og heimsækir dvalarheimili, heimili eldri borgara og aðra staði þar sem fólk er innilokað vegna kórónuveirufaraldursins. Listrænn stjórnandi er Örn Árnason.
24.11.2020 - 13:25
Hljóðleikhús í Þjóðleikhúsinu fram að jólum
Vegna samkomutakmarkana í heimsfaraldri kórónuveirunnar eru leikhús landsins að mestu lokuð og almenningi gefst ekki kostur á að njóta sköpunar leikara og leikstjóra á stóra sviðinu. Þjóðleikhúsið hefur brugðið á það ráð að framleiða hljóðleikhús á aðventunni og senda það beint út á vefnum.
18.11.2020 - 16:38
Þjóðleikhúsið býður börnum í leikhús
Þjóðleikhúsið býður börnum og ungmennum, í samráði við grunn- og leikskóla, á barnasýningar í leikhúsinu meðan sýningarhald er takmarkað.
29.10.2020 - 12:18
Gagnrýni
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
Sýning sem segði „búmm“ ef ekki væri fyrir faraldurinn
Einar Örn Benediktsson segir Kópavogskróniku vera straumlínulagaða og skemmtilega sýningu en henni hefði vegnað betur í eðlilegra árferði fyrir fullum sal grímulausra áhorfenda.
Krump og gleði sem margir munu tengja við
Um helgina fara hjólin aftur að snúast í leikhúsunum og þá verður sýningin Upphaf frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Sögusviðið er eftirpartý í Vesturbænum í Reykjavík. Fylgst er með Guðrúnu og Daníel, sem Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson leika, sem reyna að nálgast hvort annað eftir að síðustu gestirnir eru farnir.
17.09.2020 - 11:32
Upphafið markar upphaf leikársins í Þjóðleikhúsinu
„Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt í leikhúsinu og við höfum nýtt tímann vel,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem tók við starfi Þjóðleikhússtjóra rétt áður en COVID-19 skall á og hefur skiljanlega sett stórt strik í reikning leikhúsanna. Fyrsta sýningin eftir lokunina fer á fjalirnar um helgina í Kassanum.
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Menntamálaráðherra skipar nýtt þjóðleikhúsráð
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Ný lög um sviðslistir tóku gildi 1. júlí og því er skipað í ráðið að nýju í ár þrátt fyrir að sitjandi ráð hafi aðeins starfað í eitt ár.