Færslur: Þjóðleikhúsið

Sýna Góðan daginn, faggi um allt land
Sýningin Góðan daginn, faggi hefur verið sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í rúmt ár við miklar vinsældir. Forsætisráðuneytið hefur undirritað samstarfssamning við leikhópinn um sýningar á verkinu í framhaldsskólum á landsbyggðinni.
Sjö ævintýri um skömm fær sex Grímuverðlaun
Aðstandendur sýningar Þjóðleikhússins Sjö ævintýri um skömm fara heim með flestar Grímur árið 2022, eða sex talsins. Stefán Jónsson leikstjóri, sagði þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir leikstjórn verksins að hráefnið frá Tyrfingi Tyrfingssyni hefði verið úrvalshráefni. Hann væri þakklátur fyrir þann frábæra hóp listafólks sem starfaði að sýningunni, þau ættu skilið þakklæti. Vonandi verður heimurinn betri, vonandi endar stríðið og vonandi færumst við aðeins nær ljósinu, sagði Stefán.
Tuttugasta Grímuhátíðin í kvöld
Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Samkomutakmarkanir hafa sett mark sitt á leikárið og leikhús landsins verið lokuð stóran hluta ársins.
Gagnrýni
Loksins fær ógeðslegur kraftur Tyrfings að njóta sín
Enginn má láta sýninguna Sjö ævintýri um skömm fara framhjá sér ef marka má leikhúsgagnrýnanda Víðsjár. Leikni Tyrfings Tyrfingssonar við að draga fram það ógeðslega og skakka í manneskjunni nýtur sín á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu.
Pistill
Hárréttur hópur með hárrétt verk og á hárréttum tíma
Uppsetning leiksýningarinnar Ást og upplýsingar er flókin en tekst einkar vel, að mati leikhúsgagnrýnanda. Sýningin vekur áleitnar spurningar um kerfin sem maðurinn hefur byggt í kringum veruleika sinn.
Gagnrýni
Framúrskarandi sýning um einstaka vináttu
Framúrskarandi vinkona er hröð og kraftmikil leiksýning þar sem hver sekúnda er útpæld, segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir gagnrýnandi. Í miðri melódramatískri hringiðunni standa systurnar Lenù og Lilu, sem „hrærast í heimi þar sem hver þarf að verða fyrstur til að láta höggin dynja svo ekki verði þau undir sjálf.“
Gagnrýni
Hátíð endurtekningarinnar í tímans straumi
Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu kitlar vel hláturtaugarnar en ýmsir hlutir reyna á trúverðugleika, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um Jólaboðið.
Fleiri próf en hraðpróf gilda frá og með miðnætti
Frá og með miðnætti verður hægt að framvísa neikvæðu PCR-prófi eða staðfestingu á fyrra kórónuveirusmiti til að komast inn á viðburði. Þjóðleikhússtjóri segir þetta til bóta og í takt við ábendingar viðburðahaldara.
26.11.2021 - 17:46
Gagnrýni
Rauðar kápur og talandi ljón
Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, hefur margt gott að segja um leiksýningarnar Rauðu kápuna og Láru og Ljónsa sem sýndar eru í Þjóðleikhúsinu.
Veita undanþágu vegna hraðprófa um helgina
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita undanþágu fyrir því að framvísa þurfi neikvæðum niðurstöðum hraðprófs á menningarviðburðum um helgina.
13.11.2021 - 11:12
Gagnrýni
Hugmyndarík en hálfkláruð
Það er margt gott hægt að segja um frumraun sviðshöfundanna Tatjönu Dísar Aldísardóttur Razoumeenko og Jóhanns Kristófers Stefánssonar, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Verkið sé fyndið, hugmyndaríkt og á köflum nokkuð djarft en nái þó ekki hæstu hæðum sem efniviðurinn býður upp á.
30.10.2021 - 13:52
Menningin
Súpa í hádeginu – Konserta á kvöldin
Loftið og Kjallarinn eru vettvangur nýsköpunar og tilraunastarfsemi í Þjóðleikhúsinu í vetur. 
30.10.2021 - 10:03
Gagnrýni
Frábær kvöldskemmtun með klarinettuleik
Gamanhópurinn Kanarí fer á kostum í endurbættum Þjóðleikhúskjallara, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Flestir sketsanna snúast um þrá, og persónurnar sem drífa áfram framvinduna eiga yfirleitt í miklum erfiðleikum með að tjá duldar væntingar sínar, eða missa tökin á þeim.“
08.10.2021 - 14:00
Gagnrýni
Stjörnuleikur í harmrænni og nöturlegri sýningu
Eymdin er mikil í leiksýningu Þjóðleikhússins um Ástu Sigurðardóttur, skáld og listakonu, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Birgitta Birgisdóttir, í hlutverki Ástu, sýnir þar að hún þekki viðfangið út og inn. „Hún brennur fyrir því að túlka hana og sú ástríða skilar sér í framúrskarandi frammistöðu.“
Í BEINNI
(V)ertu úlfur? – samtal um geðheilbrigði utan hringsins
Þjóðleikhúsið, Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið standa fyrir samtali um geðheilbrigði á stóra sviði Þjóðleikhússins í tengslum við hina leiksýninguna Vertu úlfur.
20.09.2021 - 19:30
Menningin
Ásta var fordæmd fyrir sína #metoo-sögu
Pönnukökur með rjóma og spennuþrungin þögn urðu til þess að Ólafur Egill Egilsson fékk nasasjón af harmrænum örlögum Ástu Sigurðardóttur skálds þegar hann var átján ára. Aldarfjórðungi síðar hefur hann skrifað og leikstýrt leikriti um Ástu, sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á föstudag.   
Svona er þetta
Það sjóða allir í vatni
„Mig langaði að vera snillingur þegar ég var ungur og minnimáttarkenndin stjórnaði mér í lífinu,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Það hafi reynst honum mikið heillaspor að átta sig á að það hafi verið reginmisskilningur.
Gagnrýni
Ofsafengin ást
Það sem er vel gert í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu endurspeglar styrk Þorleifs Arnar Arnarssonar sem leikstjóra, segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi. „Hann er sennilega besti greinandinn sem starfar í íslensku leikhúsi með sterka listræna sýn.“
Unglingum boðið í leikhús
Leikverkið Vloggið er nýtt íslenskt leikverk eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem var frumsýnt í Hofi í dag en sýningin mun þó stoppa þar stutt við.
31.08.2021 - 15:49
Tónaflóð
Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu
Bríet og Sturla Atlas fluttu nýtt lag úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Tónaflóði á RÚV. Bríet tekur þátt í leiksýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur.
Kosning
Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?
Sinfóníuhljómsveit Íslands, RÚV og Þjóðleikhúsið blása til leikhúsveislu í Klassíkinni okkar.
Gagnrýni
Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“
Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Viðtal
Nýtt ævintýri sem hvetur unga sem aldna til umhugsunar
Kafbátur er nýtt íslenskt leikrit sem valið var úr 150 innsendum verkum þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir barnaleikritum í fyrra. Leikstjóri verksins segir að það fjalli um knýjandi spurningar sem varði allt mannkyn.
18.03.2021 - 13:08
Til þeirra sem luma á nýjum íslenskum leikritum
Þjóðleikhúsið óskar eftir nýjum leikverkum, fullbúnum eða vel útfærðum hugmyndum, til þróunar innan leikhússins. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla annars vegar á frumsamin leikverk eftir konur og hins vegar verk sem fjalla með einhverjum hætti um fjölbreytileika og fjölmenningu. Tekið er fram að áherslan útilokar ekki annars konar áhugaverð verk eða hugmyndir.
27.02.2021 - 13:55