Færslur: Þjóðkirkjan

Heldur fækkar í söfnuðum færeysku fólkakirkjunnar
Heldur hefur fækkað í söfnuðum færeysku þjóðkirkjunnar á undanförnum árum. Fólkakirkjan er evangelísk-lúthersk kirkja líkt og íslenska þjóðkirkjan, og hefur haft sterk ítök í færeysku trúarlífi.
20.05.2022 - 02:25
Byrja að byggja í Grímsey þó enn vanti tugi milljóna
Nokkra tugi milljóna vantar til að fjármagna kirkjubyggingu í Grímsey. Skóflustunga var tekin í gær að nýrri kirkju sem reist verður á grunni þeirrar gömlu sem brann á síðasta ári. Söfnun stendur enn yfir.
09.05.2022 - 11:44
Stjórn klofnaði í afstöðu til nýs framkvæmdastjóra
Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma klofnaði í afstöðu sinni til ráðningar á nýjum framkvæmdastjóra. Fulltrúar úr þremur aðildarfélögum kusu gegn ráðningunni og stór hluti sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
10.04.2022 - 10:06
Birgir frá Ísafjarðarbæ til Þjóðkirkjunnar
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar. Birgir tekur við starfinu í júní, og lætur því af starfi bæjarstjóra við lok kjörtímabilsins.
15.02.2022 - 11:46
Allt helgihald fellt niður um áramótin annað árið í röð
Annað árið í röð verða sóknarbörn Þjóðkirkjunnar að láta sér nægja streymi og útvarpsmessur um áramót. Biskup tilkynnti í gær að ekkert helgihald yrði í kirkjum landsins um áramótin.
29.12.2021 - 13:16
Ekkert helgihald um áramótin, nema í útvarpinu
Ekkert helgihald verður í kirkjum landsins um áramótin. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun í ljósi hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.
27.12.2021 - 13:55
Fallið frá lækkun sóknargjalds
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar alþingis leggur til að sóknargjöld næsta árs verði 1.107 krónur á mánuði, í stað 985 króna eins og lagt hafði verið til í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Tímabundin hækkun gjaldsins í fyrra verður þar með fest í sessi, en breytingin mun kosta ríkissjóð um 340 milljónir króna.
23.12.2021 - 07:44
Áfram fækkar í Þjóðkirkjunni en fjölgar í Siðmennt
229.314 voru skráð í Þjóðkirkjuna í upphafi mánaðar samkvæmt skráningu Þjóðskrár, eða 61 prósent þjóðarinnar. Þetta er nokkuð minna hlutfall en á sama tíma í fyrra þegar 62,3 prósent voru skráð í Þjóðkirkjuna. Hlutfallið var 65,2 prósent árið 2019.
06.12.2021 - 16:31
Telur að Þjóðkirkjan geti byggt upp tapað traust
Traust til Þjóðkirkjunnar hefur dregist verulega saman síðustu áratugi og aldrei hafa færri verið skráðir í Þjóðkirkjuna. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segist trúa því að hægt sé að byggja upp traust til kirkjunnar á ný. Til þess þurfi betri kynningu á starfi kirkjunnar. Sólveig Lára er bjartsýn á að fólk muni sækja í það sem þar er í boði.
Einn þriðji ber mikið traust til þjóðkirkjunnar
Um þriðjungur landsmanna ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og svipað hlutfall ber lítið traust til hennar. Eldra fólk er líklegra til að bera traust til kirkjunnar og rúmur helmingur er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
06.11.2021 - 08:00
Setja kirkjuþing í skugga hagræðingarkröfu
Kirkjuþing verður sett í Bústaðakirkju í Reykjavík í dag og er þetta í 62. sinn sem þingið er haldið. Setningarathöfnin hefst klukkan tíu með helgihaldi sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stýrir. Fjölmörg mál liggja fyrir þinginu, meðal annars hagræðingartillaga sem felur í sér að fækka prestum kirkjunnar á landsbyggðinni um tíu og hálft stöðugildi og draga úr sérþjónustu presta. Á sama tíma verði stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu.
23.10.2021 - 09:35
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
„Fögnum því að horfið hafi verið frá málsókn“
Biskupsstofa fagnar þeirri ákvörðun Akureyrarkirkju að falla frá skaðabótakröfu á hendur ungum manni, sem var valdur að tjóni á kirkjunni árið 2017. Sóknarnefnd kirkjunnar tilkynnti í gær, að eftir fréttaflutning af málinu hefði kirkjan ákveðið að draga skaðabótakröfu sína til baka.
02.06.2021 - 13:39
Falla frá skaðabótamáli eftir umfjöllun fjölmiðla
Akureyrarkirkja hefur ákveðið að fella niður skaðabótamál vegna skemmdarverka sem unnin voru á kirkjunni eftir fréttaflutning af málinu. Kirkjan hafði áður boðað einkamál gegn manni sem metinn hafði verið ósakhæfur.
01.06.2021 - 13:23
Sjónvarpsfrétt
Akureyrarkirkja krefur ósakhæfan mann um skaðabætur
Akureyrarkirkja hefur höfðað dómsmál á hendur manni sem vann skemmdarverk á kirkjunni árið 2017 og fer fram á tæpa 21 milljón í skaðabætur. Saksóknari lét málið niður falla á sínum tíma þar sem skemmdarvargurinn var talinn ósakhæfur.
26.05.2021 - 20:42
Biskup: „Landsmenn verða að sýna þolinmæði“
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn.
04.04.2021 - 13:46
Myndskeið
„Búin að skera allt niður nema boðskapinn“
Sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi fermdi í dag níu börn í þremur athöfnum. Veislur ýmist bíða eða eru með örsniði. Systkini fermingardrengs segja skrítið að fylgjast með honum fermast á Facebook. 
28.03.2021 - 18:46
Yfir 650 milljóna halli á rekstri Þjóðkirkjunnar 2020
654 milljóna króna halli varð á rekstri Þjóðkirkjunnar í fyrra. Er þetta fyrst og fremst rakið til svokallaðra einskiptis fjárhagsaðgerða í efnahagsreikningi. Frá þessu er greint í skriflegu svari Þjóðkirkjunnar við fyrirspurn Morgunblaðsins, sem sagt er frá í blaðinu í dag.
19.03.2021 - 05:28
Ný heildarlöggjöf um þjóðkirkjuna
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar eykst stórlega og ákvörðunarvald hennar verður að mestu í höndum kirkjuþings, verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum.
11.03.2021 - 12:38
„Mikið öryggi að vita að maður fari ekki út í óvissuna“
„Ég get ekki beðið eftir saumavélunum,“ segir kona sem nýtir sér Skjólið, nýtt dagsetur Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. 
Brýn þörf á viðhaldi 150 friðlýstra kirkna
Viðhaldsþörf um 150 friðlýstra kirkna í eigu og umsjón þjóðkirkjusöfnuða nemur um 217 milljónum króna, eða 1,75% af brunabótamati þeirra. Þeirra á meðal er Húsavíkurkirkja en mikill fúi hefur komið fram í henni. 
Þórólfur: Fermið sem flesta en fylgið reglum
Það er ekki í anda sóttvarnarreglna að skipta fermingarveislum í tvennt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Margir íhuga nú að skipuleggja fermingarveislur þannig að gestum sé hleypt inn og út úr veislunni í hópum.
26.01.2021 - 08:38
Stefna að því að ferma oftar og færri í senn
Rúmir tveir mánuðir eru þangað til fermingar eru ráðgerðar. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík, segir að stefnt sé að því að ferma oftar og færri í senn. Þá verði einnig boðið upp á fermingu í sumar. 
17.01.2021 - 18:31
Segir kirkju sem fangar tíðarandann dæmda til mistakast
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stefnu kirkjunnar á Íslandi í grein í tímaritinu Spectator í dag. Kirkjan sé dæmd til að mistakast, reyni hún að fanga tíðarandann. Kirkjan sé með rangar áherslur og sé allt of oft þögul í málum sem skipti miklu máli.
Enginn ábyrgur fyrir því að líkhús séu til staðar
Sveitarstjóri Langanesbyggðar hvetur ríkisvaldið til að ákveða hver ber ábyrgð á að líkhús séu til staðar. Ekki sé forsenda fyrir fyrirtækjarekstri í fámennari sveitarfélögum, þar séu málin því ekki í föstum skorðum.
17.11.2020 - 15:18