Færslur: Þjóðkirkjan

Svona er talið líklegast að Jesú hafi litið út
Það eru engar lýsingar á útliti Jesú Krists í Biblíunni en sérfræðingar telja líklegast að hann hafi verið dökkur yfirlitum, smávaxinn, skegglaus og almúgalegur maður. Ekki er hann talinn hafa skorið sig úr fjöldanum á sínum tíma að fríðleika eða hörundslit eins og á þeim myndum sem við flest þekkjum af frelsaranum.
14.09.2020 - 12:50
Myndskeið
Kolvitlaus mynd af Jesú í flestum kirkjum á Íslandi
Sóknarprestur segir að sú mynd sem flestir hafi í huga sér af Jesú sé röng. Skiptar skoðanir eru um auglýsingamynd þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og andlitsfarða. Kirkjan hefur beðist afsökunar á myndinni en strætó skreyttur henni ekur um göturnar næstu vikurnar.
13.09.2020 - 19:20
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Kirkjuþing biðst afsökunar á Jesúmynd
Sextugasta kirkjuþing Þjóðkirkjunnar sendi í kvöld frá sér stutta yfirlýsingu þess efnis að því þyki afar miður að umdeild mynd af Jesú Kristi hafi sært fólk. Ætlunin hafi verið sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða.
12.09.2020 - 21:06
Viðtal
„Þetta voru mistök, engin spurning“
Biskupsstofa vann heimavinnuna ekki nægilega vel áður en farið var í að setja Jesú fram með brjóst og andlitsfarða til þess að fagna fjölbreytileikanum, kynna sunnudagaskólann og vetrarstarf kirkjunnar. Þetta segir prestur í Grafarvogskirkju, og segir kirkjuna nú sitja uppi með afleiðingarnar.
12.09.2020 - 15:05
„Skiptir ekki máli hvort Jesús sé trans, kona eða karl“
Þjóðkirkjan uppfærði forsíðumynd sína á Facebook fyrir helgi og olli með því nokkru fjaðrafoki. Á myndinni má sjá Jesú kampakátan með sitt síða hár og skegg en einnig vegleg brjóst og andlitsfarða. Pétur G. Markan, samskiptastjóri kirkjunnar, segir myndina fanga samfélagið eins og það er, og fjölbreytileika þess.
06.09.2020 - 12:57
Fermingar enn fyrirhugaðar
Enn stendur til að fermingar fari fram í haust að óbreyttu. Þó gætu auknar samkomutakmarkanir sett strik í reikninginn.
Ræddi kórónuveiru og jöfnuð á Skálholtshátíð
Kórónuveiran, loftslagsváin og velsæld og jöfnuður voru meðal umfjöllunarefna Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í erindi á Skálholtshátíð er haldin nú um helgina. Þar var þess meðal annars minnst að 300 ár eru frá andláti Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups.
Pílagrímar ganga á Skálholtshátíð
Skálholtshátíð er haldin nú um helgina og er þar meðal annars minnst þess að 300 ár eru frá andláti Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups.
18.07.2020 - 12:26
Kostnaður aðstandenda við útfarir hækkar
Útfararkostnaður hækkar eftir að kirkjugarðsstjórn hættir að bera kostnað af þjónustu presta. Það á við um kistulagningar og jarðsetningu.
06.07.2020 - 12:19
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Mesta fjölgun í Siðmennt og mest fækkar í Þjóðkirkjunni
Siðmennt er það félag í hópi lífsskoðunar- og trúfélaga sem mest hefur fjölgað í undanfarna sex mánuði og mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni. Hér á landi eru yfir 50 skráð trúfélög. Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að standa utan trúfélaga og um fimmtungur landsmanna er ýmist utan trúfélaga eða með óskilgreinda stöðu að þessu leyti. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.
08.06.2020 - 16:37
Breytir vatni í vín og boðar trúna á TikTok
Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum á Austfjörðum, hefur undanfarið birt myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann segir systkini sín hafa ýtt sér út í það að prófa miðilinn sem hann vonast til að nýtist nú til þess að færa ungu fólki efni frá kirkjunni.
07.05.2020 - 16:31
Segir skorti á ákveðni gagnvart brotum presta lokið
„Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið,“ segir í tilkynningu Biskupsstofu um starfslok Skírnis Garðarssonar, fyrrverandi prests í Lágafellskirkju, sem nýlega var vikið úr embætti fyrir að hafa rofið trúnað.
28.04.2020 - 08:41
Opið helgihald má hefjast 17. maí
Hefja má opið helgihald í kirkjum landsins 17. maí. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup Íslands sendi til sókna á föstudag. Við samkomubann varð messufall.
19.04.2020 - 16:21
Bjóða fermingarbörnum að fresta athöfn til haustsins
Fermingarbörnum í Grafarvogskirkju og Háteigskirkju stendur til að boða að fresta fermingum sínum fram á haustið vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur fólki í áhættuhópum, það er eldra fólki og fólki með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma verið ráðlagt að mæta ekki á fjölmenna mannfagnaði.
12.03.2020 - 06:11
Kanna möguleikann á fermingum í gegnum netið
Biskupsstofa kannar nú möguleika á senda að fermingar vorsins út í beinni á netinu komi til þess að sett verði á samkomubann. Samskiptastjóri Biskupsstofu útilokar að fermingum verði aflýst.
05.03.2020 - 11:57
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Biskup þakkar samheldni í óveðrinu
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands þakkaði í jóladagsprédikun sinni þá samhjálp og samheldni sem sýnd var í óveðrinu nú í desember. 
25.12.2019 - 12:28
Þrjú sækja um í Lögmannshlíðarsókn og sex í Þorlákshöfn
Þjóðkirkjan auglýsti nýlega eftir tveimur prestum í prestaköllin í Glerárkirkju og Þorlákshöfn. Þjóðkirkjan hefur nú birt nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf sóknarprest í prestaköllunum tveimur rann út 9. desember og verður skipað í þau frá 1. febrúar 2020.
Biskup biður fólk að óttast ekki fjölbreytileikann
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði Gleðigöngu hinsegin fólks að umtalsefni í predikun sinni í Hallgrímskirkju i dag, á fullveldisdaginn. Einungis rúmur mánuður er liðinn frá því að biskup bað samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd þjóðkirkjunnar.
01.12.2019 - 16:23
Myndskeið
Biskup ræðir aðskilnað við dómsmálaráðherra
Biskup Íslands ætlar í næstu viku að ræða við dómsmálaráðherra um framtíð sambands ríkis og kirkju. Hún segir að samband kirkjunnar við þjóðina sé mikilvægara en samband hennar við ríkið. Þjóðin eigi að ráða hvernig áframhaldandi sambandi verði háttað og hvort kirkjan verði áfram þjóðkirkja.
08.11.2019 - 12:36
Viðtal
Segir tengsl ríkis og kirkju tímaskekkju
Kirkja í samtímanum þarf að búa að sjálfstæði og það yrði tvímælalaust til góðs fyrir hana að slíta á tengslin við ríkið. Þetta sagði Hjalti Hugason prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
07.11.2019 - 08:08
Ekki markmið að viðhalda tengslum við ríkið
Kirkjan hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu sem boðberi kristinnar trúar í orði og verki eftir að hafa afhent ríkinu um fjórðung af öllum jörðum á Íslandi. Þetta segir biskup Íslands í umsögn um þingsályktun nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna og Andrésar Inga Jónssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. 
06.11.2019 - 06:21
Kirkjuráð samþykkir að skila bréfi Þóris
Kirkjuráð samþykkti í gær að endursenda óupnað umslag séra Þóris Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem lagt var fram á síðasta fundi ráðsins. Þetta kemur fram í skriflegu svari samskiptastjóra Biskupsstofu til fréttastofu. 
02.11.2019 - 12:17