Færslur: Þjóðhátíðardagurinn

Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Myndskeið
Erfiðast að takast á við hlutverk Helga fokking Björns
„Ég verð bara feiminn og hrærður og veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Kannski melti ég þetta bara á morgun. En auðvitað er ég bara stoltur,“ segir Helgi Björnsson, söngvari og leikari. Hann var í dag útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur og hlaut fálkaorðuna.
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Myndskeið
Mótmæli, gjörningur og flugvélartruflun á hátíðarhöldum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þurfti að gera hlé á hátíðarræðu sinni á Austurvelli þegar flugvél flaug yfir meðan á hátíðarhöldum stóð. Katrín brosti í fyrstu og leit svo til himins. Mótmæli settu nokkurn svip á hátíðarhöldin þar sem menn stilltu sér upp með mótmælaskilti fyrir aftan forsætisráðherra. Lögregla hafði svo afskipti af listamanninum Snorra Ásbjörnssyni þar sem hann hélt ræðu af svölum íbúðarhúss og kvaðst vera fyrsta karlkyns fjallkonan.
Þríeykið fékk fálkaorðuna
Þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn voru í dag sæmd riddarakrossi fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag þeirra í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Alls fengu fjórtán Íslendingar afhent heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag.
17.06.2020 - 13:59
Myndskeið
Bregðast við með afgerandi hætti ef þörf krefur
Við bregðumst við með afgerandi hætti ef þess gerist þörf, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún ræddi þær breytingar sem gerðar voru á móttöku fólks frá útlöndum fyrr í þessari viku. Hún sagði að varfærið skref hefði verið stigið til að opna landamærin. „Það var mat sérfræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir.“
17.06.2020 - 13:00
Fjallkonan
„Hann er liðinn, þessi vetur“
Edda Björgvinsdóttir leikkona var fjallkonan 2020 í hátíðarhöldum á Austurvelli vegna þjóðhátíðardagsins. Lausn undan erfiðum vetri var útgangspunkturinn í ávarpi fjallkonunnar, sem að þessu sinni var ritað af Þórdísi Gísladóttur.
17.06.2020 - 12:42
Hátíðahöld með breyttu sniði
Hátíðahöld á 17. júní verða með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í stað stórra samkoma verður víða blásið til hverfishátíða og fólk hvatt til að fagna heima við.   
16.06.2020 - 12:34
17. júní hátíðarhöld að hluta til rafræn
Til skoðunar er að hafa hluta hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn rafrænan. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi fyrr í dag að fólk ætti að búa sig undir að takmörk verði sett á stórar samkomur í sumar. Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ýmsar útfærslur séu til skoðunar, komi til þess að fjöldatakmarkanir verði á samkomum í sumar.
11.04.2020 - 18:14
Fréttaskýring
„Aldrei að vita nema karl klæðist búningnum“
Það þarf að stokka upp hlutverk fjallkonunnar og leyfa henni að velja sér ljóð. Þetta er mat Guðnýjar Gústafsdóttur, kynjafræðings. Hún segir feminískar bylgjur lítið hafa hreyft við ímynd fjallkonunnar í tímans rás. Guðný fagnar því að á þjóðhátíðardaginn fór með hlutverkið lituð kona og myndi vilja sjá fjölbreyttar konur eða karla í hlutverkinu í framtíðinni. Það er forsætisráðherra sem velur fjallkonu úr hópi sem undirbúningsnefnd velur og það er hægt að redda því ef búningurinn passar ekki.