Færslur: Þjóðhátíð í Eyjum

Myndskeið
Lífið er yndislegt í dalnum
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur farið vel fram, veður hefur verið ágætt og stemmning góð. Dalurinn tók vel undir þegar hið þekkta þjóðhátíðarlag Lífið er yndislegt var flutt.
Sjónvarpsfrétt
Gleðin við völd á langþráðri Þjóðhátíð
Stærsta útihátíðin þessa verslunarmannahelgi er að vanda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þótt nóttin hafi verið með allra rólegasta móti að sögn lögreglu er mikið líf og fjör í bænum.
Síðdegisútvarpið
Herbert tekur „alla hittarana" á þjóðhátíð í ár
Þeir aðdáendur Herberts Guðmundssonar sem eiga miða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið geta verið ánægðir með sín viðskipti. Herbert treður enda upp í Dalnum á sunnudagskvöldinu, í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom í Síðdegisútvarpið á Rás 2 til að ræða málið.
Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð
Forsvarsmenn Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að aflýsa hátíðarhöldum og er það annað árið í röð sem það gerist. Í tilkynningu á vef Þjóðhátíðar segir að þetta sé gert vegna þess að stjórnvöld ákváðu í gær að framlengja um tvær vikur gildandi sóttvarnatakmörkunum.
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Brekkusöngur Þjóðhátíðar án Þjóðhátíðar
Brekkusöngur á Þjóðhátíð í Eyjum fer fram í kvöld þótt engin sé Þjóðhátíðin. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að mikið tap sé vegna frestunar Þjóðhátíðar en hefur trú á að margir horfi á brekkusönginn og aðra dagskrárliði sunnudagskvöldsins í streymi.
01.08.2021 - 17:37
Æðrulausir Eyjamenn skemmta sér innan takmarkana
Annað árið í röð var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aflýst og engin formleg dagskrá. Bæjarstjórinn segir Eyjamenn taka þessu af æðruleysi og reyna að skemmta sér innan marka þeirra takmarkana sem nú eru við lýði.
31.07.2021 - 12:45
Þjóðhátíð í garðinum heima 
Sem kunnugt er verður Þjóðhátíð ekki haldin í Vestmannaeyjum nú um Verslunarmannahelgina, mörgum Eyjapeyjum og -meyjum til sárrar mæðu. En ef fólk kemst ekki á Þjóðhátið þá kemur Þjóðhátíð bara til þeirra. Að minnsta kosti lítur Eyjamaðurinn Magnús Júlíusson svo á, en hann býr í Reykjavík.
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna. Flestar hátíðir hafa verið blásnar af og víða býst lögregla við rólegri verslunarmannahelgi, viðbúnaður hefur þó verið aukinn á sumum stöðum og bætt í umferðareftirlit.
Segir ÍBV þurfa aðstoð eftir frestun þjóðhátíðar
Þjóðhátíðarnefnd íhugar að óska eftir ríkisstyrk vegna þess fjárhagslega skaða sem hlýst af frestun Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Barna- og unglingastarf ÍBV sé að miklu leyti rekið með tekjum af Þjóðhátíð og það hafi mikil áhrif á samfélagið að henni hafi verið slegið á frest.
Þjóðhátíð 2021 frestað
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Þjóðhátíð 2021 væri frestað. Ekki er þó enn útséð um að hún verði haldin síðar í sumar eða haust.
26.07.2021 - 20:28
Þjóðhátíðarnefnd liggur enn undir feldi
Þjóðhátíðarnefnd fundar enn um afdrif Þjóðhátíðar 2021 að sögn Harðar Orra Grettissonar formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fundað stíft yfir helgina og muni hittast aftur í dag.
Sjónvarpsfrétt
Kemur til greina að halda þjóðhátíð síðar í ágúst
Nú er ljóst að ekki verður af þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgi fremur en öðrum stórum mannamótum en nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti annað kvöld. Fjöldatakmarkanir miðast við 200 manns, eins metra nálægðarregla verður tekin upp og börum og skemmtistöðum verður gert að loka á miðnætti. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir þetta mikil vonbrigði og að það sé til skoðunar að halda þjóðhátíð seinna í ágúst en nýju reglurnar eru í gildi til 13.ágúst.
Morgunútvarpið
Gríðarlegur skellur þyrfti að blása Þjóðhátíð af
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að enn sé óhikað stefnt að því að halda hátíðina. Ekki hefur enn verið gripið til samkomutakmarkana vegna aukinnar útbreiðslu smita í landinu undanfarna daga. Það yrði þungur skellur ef til þess kæmi.
Skora á Tryggva að birta listann
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, samtökin Öfgar og konur úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu skora á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra vefmiðilsins Eyjar.net, að birta nöfn þeirra sem settu nafn sitt við undirskriftarlista hans til þjóðhátíðarnefndar.
Myndskeið
Kærir nafnlausar sögur um Ingó veðurguð til lögreglu
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, hefur fyrir hönd skjólstæðings síns kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fimm verið sent kröfubréf vegna ummæla á netinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta meðal annars blaðamenn, áhrifavaldur sem látið hefur til sín taka í seinni #metoo-bylgjunni og fólk sem sakaði Ingólf um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfi fjölmiðla.
„Það er til brekkusöngur og brekkusöngurinn með greini“
Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari Stuðlabandsins frá Selfossi, segist hlakka mjög til að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann segist þó hafa þurft að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að slá til. 
Magnús Kjartan stýrir Brekkusöngnum
Nú er orðið ljóst hver mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Það er Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins á Selfossi, sem tekur að sér verkið og mun stýra söngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1.ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd.
13.07.2021 - 09:16
Segir ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar hafa komið á óvart
Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, segist vera ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og að hún hafi komið honum á óvart. Hann segist ætla að ráðfæra sig við fólk í kringum sig hvort hann krefji nefndina um bætur. „Ég þarf að bregðast við á einhvern hátt.“
05.07.2021 - 16:03
Ingó kemur ekki fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Ingólfur Þórarinsson mun hvorki stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal né koma fram á hátíðinni í ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd. „Þessi ákvörðun svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“
05.07.2021 - 11:56
Sjónvarpsfrétt
Eyjamenn vongóðir og hefja brátt miðasölu á Þjóðhátíð
Skipuleggjendur fjölmennra viðburða í sumar eru mis vongóðir um að afléttingaráætlun stjórnvalda standist. Stórum tónleiknum og hátíðum hefur þegar verið aflýst en miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum.
Brenna í mannlausum Herjólfsdal
Eldur var borinn að brennu í tómum Herjólfsdal um klukkan 22 í kvöld.
„Biðla til allra að vera heima hjá sér“
Hertar aðgerðir innanlands þýða að hátíðahöld helgarinnar eru víðast hvar í uppnámi og mörgum viðburðum hefur verið frestað. Skipuleggjandi Einnar með Öllu á Akureyri hvetur fólk til að halda sig heima og heimsækja bæinn síðar.
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
Mynd með færslu
Þjóðhátíðarlagið 2020: Takk fyrir mig
Bræðurnir Ingó Veðurguð og Gummi Tóta sömdu þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Halldóri Gunnari Fjallabróður sem pródúseraði. Þrátt fyrir engan brekkusöng í ár geta landsmenn því slegið á mesta söknuðinn með því að hlusta á nýtt lag og myndband sem fangar sannkallaða þjóðhátíðarstemningu.