Færslur: Þjóðhátíð í Eyjum
Brenna í mannlausum Herjólfsdal
Eldur var borinn að brennu í tómum Herjólfsdal um klukkan 22 í kvöld.
01.08.2020 - 00:40
„Biðla til allra að vera heima hjá sér“
Hertar aðgerðir innanlands þýða að hátíðahöld helgarinnar eru víðast hvar í uppnámi og mörgum viðburðum hefur verið frestað. Skipuleggjandi Einnar með Öllu á Akureyri hvetur fólk til að halda sig heima og heimsækja bæinn síðar.
30.07.2020 - 20:32
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
28.07.2020 - 12:38
Þjóðhátíðarlagið 2020: Takk fyrir mig
Bræðurnir Ingó Veðurguð og Gummi Tóta sömdu þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Halldóri Gunnari Fjallabróður sem pródúseraði. Þrátt fyrir engan brekkusöng í ár geta landsmenn því slegið á mesta söknuðinn með því að hlusta á nýtt lag og myndband sem fangar sannkallaða þjóðhátíðarstemningu.
17.07.2020 - 17:12
Þjóðhátíð í Eyjum aflýst
Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að aflýsa hátíðinni í ár. ÍBV ætlar ekki að standa fyrir „einum einasta viðburði um verslunarmannahelgina, hvort um sé að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í tilkynningu.
14.07.2020 - 15:50