Færslur: Þjóðhátíð 2021

Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð
Forsvarsmenn Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að aflýsa hátíðarhöldum og er það annað árið í röð sem það gerist. Í tilkynningu á vef Þjóðhátíðar segir að þetta sé gert vegna þess að stjórnvöld ákváðu í gær að framlengja um tvær vikur gildandi sóttvarnatakmörkunum.
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
„Allir fatta að þetta er mjög einstakt“
Eyjamenn reyna að gera sér glaðan dag og gera gott úr hlutunum þótt löngunin til að vera í Herjólfsdal sé sterk. Fjölskylda sem fagnar saman í hvítu tjaldi í garðinum segist fullviss um að Þjóðhátíð verði haldin á næsta ári. Þrátt fyrir tóma brekku verður ekkert slegið af í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum. Tónleikahaldarinn býst við einstakri stemningu í kvöld.
01.08.2021 - 20:00