Færslur: Þjóðhátíð

Brenna í mannlausum Herjólfsdal
Eldur var borinn að brennu í tómum Herjólfsdal um klukkan 22 í kvöld.
Myndskeið
Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það létti að búið hafi verið að taka ákvörðun um að aflýsa Þjóðhátíð með fyrirvara. Það sé þó mjög skrýtin tilfinning að brekkan í Herjólfsdal sé tóm.
Sérstakt ástand og þjóðhátíð er þar ekki undanskilin
Ákveðið hefur verið að goslokahátíðin sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina verði smærri í sniðum en áætlað var, vegna nýrra kórónuveirusmita hér á landi. Hefðbundin Þjóðhátíð er einnig út úr myndinni.
30.06.2020 - 22:00
Myndskeið
Þjóðhátíð sett í Eyjum
Þjóðhátíð var sett í Vestmannaeyjum í dag. Bjartmar Guðlaugsson frumflytur þjóðhátíðarlag sitt í kvöld. Fjöldi tónlistarmanna stígur á stokk ásamt Bjartmari, svo sem GDRN, Stjórnin, Flóni og Herra Hnetusmjör. Fjöldi fólks er í Eyjum og góð stemning á svæðinu.
Þessi lög skaltu hafa á hreinu í brekkunni
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er rétt handan við hornið og þá er betra að rifja upp lögin sem maður þarf að hafa á hreinu í brekkunni þetta árið.
Grunur um tvö kynferðisbrot í Eyjum í nótt
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvö mál til rannsóknar eftir nóttina þar sem grunur er um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þá leitaði ein kona aðstoðar lögreglunnar í Eyjum vegna kynferðisbrots sem hún varð fyrir í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Hún hyggst leggja fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fluttur með sjúkraflugi frá Eyjum eftir árás
Ein alvarleg líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var þolandinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með innvortis meiðsl. Árásin hafði raunar átt sér stað nóttina áður – aðfaranótt sunnudags – en þolandinn leitaði sér ekki aðhlynningar fyrr en í gærkvöld. Lögreglu tókst að hafa uppi á gerandanum sem játaði sök. Ekki er grunur um að vopni hafi verið beitt.
Blautt og löng röð í Herjólf í alla nótt
Margir Þjóðhátíðargestir leituðu skjóls frá regninu inni í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Eyjum. Hvasst var í Herjólfsdal í gærkvöld þannig að tjöld fuku en í nótt lægði og engar tilkynningar bárust lögreglu tengdar veðri þótt áfram væri blautt. Herjólfur hóf að sigla klukkan tvö í nótt og síðan hefur verið löng biðröð í ferjuna – sumir eiga miða en aðrir freista þess að komast í fyrst lausu pláss upp á land, að sögn varðstjóra.
06.08.2018 - 06:49
Ekkert varð af ferðum Ribsafari til Eyja
Forsvarsmenn Ribsafari hafa orðið við tilmælum Samgöngustofu um að hætta við ferðir milli Landaeyjarhafnar og Heimaeyjar um helgina. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu.
Þjóðhátíðardressið
Fatnaður er líklega með mikilvægari hlutum sem þarf að hafa með sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. En hvað er nauðsynlegt að taka með sér á eyjuna grænu?
02.08.2018 - 15:44
Saga Verslunarmannahelgarinnar
Fram undan er líklegast ein uppáhalds helgi landsmanna, verslunarmannahelgin sjálf. Þá er algengt að fólk skelli sér í frí eða á einhverja af þeim ótal úti- og bæjarhátíðum sem haldnar eru. En hvert er upphaf þessarar helgar og hvernig hófst útihátíðin margrómaða, Þjóðhátíð?
02.08.2018 - 11:32
Hvert er besta þjóðhátíðarlagið í ár?
Nína Richter og Davíð Roach Gunnarsson menningar spekúlantar mættu í Núllið og rýndu í þau þjóðhátíðarlög sem gefin hafa verið út fyrir þjóðhátíðina 2018.
01.08.2018 - 16:26