Færslur: þjóðhagsspá

Spegillinn
Sparnaðurinn fer í neyslu
Verðbólguhorfur hafa versnað að dómi Hagstofu Íslands sem telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki í sumar. Ferðaþjónustan hefur nærri náð fyrri styrk og útlit fyrir að hækkunum á fasteignamarkaði linni. Einkaneysla hefur drifið hagvöxtinn í ár en Hagstofan spáir því að úr dragi á á næsta ári. Svo virðist sem fé sem safnaðist í faraldrinum hafi frekar verið varið í neyslu en skuldir þegar um hægðist.
15.11.2022 - 15:26
Spá því að íbúðafjárfesting aukist verulega
Hagspá Hagstofu Íslands er nokkuð bjartsýnni um húsnæðismarkaðinn í ár en spá Íslandsbanka. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Í Hagspánni sé gert ráð fyrir kröftugum viðsnúningi á árinu þegar kemur að fjárfestingu í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Mikil verðbólga, hagvöxtur og einkaneysla
Verðbólga verður sjö og hálft prósent að meðaltali á árinu, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar, og hagvöxtur rétt rúm fimm prósent. Einkaneysla er meiri og erlendir ferðamenn fleiri en Hagstofan spáði í mars. Þá eiga áhrif stríðsins eftir að vara lengur en áður var talið.
Vöxtur í ferðaþjónustu og hækkanir á íbúðamarkaði
Íslandsbanki gerir ráð fyrir 4,7 prósenta hagvexti á árinu, þeim mesta frá því árið 2018, í nýrri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Aðalhagfræðingur bankans segir útflutningsvöxt ráða þar mestu og að von sé á rúmri milljón ferðamanna til landsins.
Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Jákvæð þróun í nýrri þjóðhagsspá
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 3,9 prósent í ár. Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2021 til 2027.
30.11.2021 - 10:13
Lýsa yfir endalokum kórónukreppunnar
Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.
Fasteignamarkaður á fullu vélarafli
Spáð er áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og hraðri fjölgun ferðamanna í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun.
Telur kreppuna ekki hafa skaðað hagkerfið mikið
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka vonar að í sögubókum verði kórónuveirukreppunnar minnst sem stystu efnahagsdýfu í sögu landsins. Í nýrri þjóðhagsspá bankans er því spáð að hagur fari að vænkast á þessu ári. Efnahagsbatinn ráðist þó að miklu leyti af því hversu hratt og vel ferðaþjónustan nær vopnum sínum. 
27.01.2021 - 12:37
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða áfram 1 prósent.
26.08.2020 - 09:31
Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 
Vonar að aðgerðir skili sér í kraftmeiri viðspyrnu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra vonar að aðgerðir stjórnvalda skili sér í kraftmeiri viðspyrnu en gert er ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birt var í morgun. Samkvæmt henni dregst verg landsframleiðsla saman um 8,4 prósent í ár. Það er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum.
26.06.2020 - 11:59
Hjólin byrja aftur að snúast á næsta ári
Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir lítils háttar samdrætti í ár en að hagvöxtur taki við sér að nýju á næsta ári. Hann verði þó hóflegur. Horfur um atvinnuleysi eru lítt breyttar frá fyrri spám.
01.11.2019 - 09:17

Mest lesið