Færslur: Þjóðfræði

Kastljós
Jólasveinarnir eru ekki þrettán heldur um hundrað
Nöfn íslensku jólasveinanna hafa greypst í vitund landsmanna úr Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Færri vita kannski að í raun eru jólasveinarnir miklu fleiri, svo sem Lunguslettir, Flórsleikir, Kleinusníkir, Reykjasvelgur og kvenkyns jólasveinarnir Flotnös og Flotsokka.
30.12.2021 - 15:10
Landinn
Dreymir um safn fyrir íslensk spil
„Það er voða erfitt að fullyrða nokkuð um þjóðina per se, við skulum tala frekar um að vissar ættir séu meira í spilamennsku en aðrar, það kemur dálítið í ljós að þetta er dálítið fjölskyldutengt hvað menn eru að spila mikið. Sumar fjölskyldur koma ekki nálægt neinu meðan aðrar eru síspilandi. Ég hef rakið eina fjölskyldu norður í landi sem hefur spilað líklegast sama spilið í 150 ár," segir þjóðfræðingurinn og spilasafnarinn Tómas V. Albertsson.
17.03.2021 - 08:00
Strengdi 22 áramótaheit í fyrra
Fjöldi Íslendinga strengir heit um hver áramót og lofar sjálfu sér því að gera betur á nýju ári. Heitstrengingar um áramót er ekki séríslensk hefð. Víða um heim allan þekkjast mismunandi áramótahefðir, meðal annars heitstrengingar. Áramót hafa ekki alltaf verið um mánaðamót desember og janúar.
31.12.2019 - 15:01
Viðtal
Um hálf milljón örnefna á Íslandi
Talið er að hér á landi séu um hálf milljón örnefna. Það er ótrúlegur fjöldi í landi sem er rétt rúmlega 100 þúsund ferkílómetrar. Það sem meira er, einungis 120 þúsund af þessum örnefnum hafa verið skráð, og því eru um 380 þúsund örnefni enn óskráð.
09.07.2019 - 10:56
Viðtal
Rómafólk: Ekki spákonur á faraldsfæti
Rómafólk á Íslandi er ósýnilegur hópur. Þetta segir Sofiya Zahova, rannsóknarsérfræðingur við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Zahova sem er frá Búlgaríu hefur meðal annars rannsakað Rómafólk á Íslandi en heimildir eru um að Rómafólk hafi komið hingað til lands í byrjun tuttugustu aldar. Í dag og á morgun eru margir helstu sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks saman komnir á vinnustofu í Veröld, húsi Vigdísar. Þar verður meðal annars fjallað um frásagnir Rómafólks.
Hrekkjavakan ekki amerísk ómenning
Þjóðfræðingurinn og rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir segir hrekkjavökuna ekki endurspegla ameríska menningu og neysluhyggju þó svo að það sé kannski einn angi hátíðarinnar. Hrekkjavakan sé heiðin hátíð í grunninn og komin frá Keltum.
31.10.2018 - 10:11
Nokkuð á reiki hver telst Flateyringur
Sumarhúsaeigendur, „artífartar“, innflytjendur, aðfluttir og innfæddir. Þessir hópar og samskipti þeirra skapa og skilgreina Flateyri nútímans. Þorp sem státaði af rúmlega 400 íbúum í byrjun tíunda áratugarins en telur í dag um 150 manns. Harkan í samskiptum er oft mikil en það er samheldnin sömuleiðis, skilgreiningin á því hverjir fá að hampa titlinum Flateyringur er á reiki og þegar öllu er á botninn hvolft er það hvorki vegna hafs né fjalla sem fólk velur að búa þar heldur vegna atvinnunnar.
13.09.2016 - 19:03