Færslur: Þjóðarsjóður

Lukkan og norsk ,,auðlindablessun“
Náttúruauðlindir eru ekki alltaf nýttar til góðs. Mýmörg dæmi um lönd sem eru þjökuð af svokallaðir ,,auðlindabölvun.“ Nýting Norðmanna á sinni olíu gefur þó tilefni til að tala um ,,auðlindablessun“ og Norski olíusjóðurinn er ein skýring þess. Áhugavert umhugsunarefni í tilefni af umræðum um íslenskan þjóðarsjóð, sem nú hefur verið frestað vegna veirufaraldursins.
22.01.2021 - 17:00
Spegillinn
Olía, kvótakerfið og þjóðarsjóður
Alveg frá því á sjöunda áratugnum að hyllti í norska olíuævintýrið var það viðmiðun að olían væri þjóðarauðlind sem ætti að koma allri þjóðinni til góða. Liður í þessu var stofnun þjóðarsjóðs fyrir um þrjátíu árum. Á Íslandi hefur einnig verið rætt um auðlinda- eða þjóðarsjóð, hugmyndir sem hafa flækst saman við hvað ætti að telja auðlind í þjóðareign.
20.01.2021 - 11:06
Olíusjóðurinn tapar þrátt fyrir öflugan ársfjórðung
Norski olíusjóðurinn tapaði 188 milljörðum norskra króna, jafnvirði tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Tapið er mikið þrátt fyrir að annar ársfjórðungur sé sá öflugasti í sögu sjóðsins þegar hagnaður nam 1162 milljörðum norskra króna, tæpum 18 þúsund milljörðum íslenskra króna.
18.08.2020 - 10:39
Myndskeið
Góður tímapunktur til að stofna áfallasjóð
Fjármálaráðherra vill að í nýjum þjóðarsjóði verði 300 milljarðar eftir fimmtán ár, sem hægt verði að nota til að bregðast við ófyrirséðum áföllum. Fyrsta umræða um sjóðinn var á Alþingi í dag.
22.10.2019 - 19:30