Færslur: Þjóðarpúls Gallup

Næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði nú
Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið væri í dag, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um fimmtíu prósent og flokkurinn fengi fjórum þingmönnum fleiri nú en hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá stærsti flokkurinn, en fylgi hans hefur minnkað.
01.09.2022 - 18:28
Stuðningur við Framsókn dalar
Stuðningur við Framsóknarflokkinn dalar milli mánaða. Alls segjast 15,4% myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgið var 17,5% í síðasta mánuði en flokkurinn fékk 17,3% atkvæða í kosningum í fyrrahaust.
04.08.2022 - 19:10
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi
Vinstri hreyfingin grænt framboð mun halda áfram að tapa fylgi á kjörtímabilinu ef flokkurinn heldur áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. Vinstri græn hafa aldrei mælst með jafnlítið fylgi og nú. 
Fylgið hrynur áfram af VG
Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Á sama tíma tvöfalda Píratar fylgi sitt.
02.07.2022 - 18:11
Fylgi Vinstri grænna ekki verið minna frá 2013
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Vinstri grænna á landsvísu hefur ekki mælst minna síðan í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Flokkurinn hefur tapað meira en þriðjungi af fylgi sínu frá síðustu kosningum. 
02.06.2022 - 19:22
Meirihlutinn í borginni fallinn samkvæmt þjóðarpúlsi
Meirihlutinn sem myndar nú borgarstjórn í Reykjavík missir naumlega þá tólf borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihlutastjórn, samtals ná þau inn ellefu fulltrúum. Samfylkingin mælist með sex borgarfulltrúa, Píratar þrjá, Viðreisn hefur aðeins einn og Vinstri græn ná inn einum fulltrúa.
Kvíði vegna Covid-19 aldrei verið minni
Kvíði vegna COVID-19 hefur aldrei mælst minni en nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ótti við að smitast er einnig með allra minnsta móti.
Ríkisstjórnin ekki verið óvinsælli í rúm tvö ár
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni síðan í ársbyrjun 2020, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Aldrei hafa jafn fáir sagst ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Píratar og Samfylking bæta mestu við sig af stjórnarandstöðuflokkunum á Alþingi.
02.05.2022 - 21:46
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Þriðjungur þjóðarinnar veitt Úkraínumönnum fjárframlög
Nær þriðjungur þjóðarinnar hefur veitt Úkraínumönnum stuðning með beinu fjárframlagi og ríflega fjórðungur hefur keypt vöru eða þjónustu þar sem ágóði eða hluti hans fer til stuðnings málefninu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.
09.04.2022 - 13:04
Mikill meirihluti svartsýnn á friðarviðræðurnar
Mikill meirihluti Íslendinga er svartsýnn þegar kemur að friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem gerður var dagana 18. til 29. mars. Alls segjast 67 prósent frekar svartsýn, mjög svartsýn eða telja útilokað að viðræðurnar beri árangur.
Píratar, Framsóknarflokkur og Vinstri Græn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi, yrði kosið til borgarstjórnar í dag. Fylgi Framsóknarflokksins í borginni þrefaldast og fylgi VG tvöfaldast. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem var gerður meðal íbúa Reykjavíkur undanfarnar fjórar vikur. Fylgi Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks hefur samkvæmt honum minnkað frá síðustu borgarstjórnarkosningum.
14.03.2022 - 19:31
Fleiri hlynntir veru Íslands í NATO en áður
Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir veru Íslands í NATO samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups sem gerður var 3. til 7. mars.
09.03.2022 - 13:25
Litlar breytingar á fylgi flokka
Litlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkana ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup.  
02.03.2022 - 11:41
Stjórnarflokkarnir myndu halda meirihlutanum
Stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi frá kosningum en myndu þó halda meirihluta sínum á þingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
02.02.2022 - 06:50
Fylgi Vinstri grænna fellur á milli mánaða
Fylgi stjórnmálaflokka helst nokkuð stöðugt á milli mánaða, fyrir utan fylgi Vinstri grænna sem lækkar um rúm tvö prósent í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi við Pírata mælist nú nær fjórum prósentum hærra en í kosningunum í september.
Flestir halda í jólahefðir þrátt fyrir faraldurinn
Smákökubakstur fyrir þessi jól nær ekki sömu hæðum og á metárinu í fyrra samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og má skýringuna líklega finna í stöðu heimsfaraldursins fyrir ári. Svo virðist sem flestir hjálpist að við að elda jólamatinn, en konurnar sjá þó frekar um það en karlarnir. Áhrif heimsfaraldursins eru vel greinanleg, en flestir virðast þó reyna að halda í gömlu hefðirnar.
21.12.2021 - 22:26
Kjósendur VG síst ánægðir með skiptingu ráðuneyta
Vel innan við helmingur kjósenda Vinstri grænna er ánægður með skiptingu ráðuneyta á milli flokka í núverandi ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Um 83 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með ráðherravalið og um 70 prósent kjósenda Framsóknarflokks.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Meirihluti ánægður með störf forseta
Nærri þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúps. Um það bil einn af hverjum tíu er óánægður með störf forsetans.
07.12.2021 - 08:09
Yngri vilja frekar að aðgerðum verði aflétt
Um fimmtán prósent landsmanna vilja að sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningsmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru líklegastir til að öllum aðgerðum verði hætt.
Telur að Þjóðkirkjan geti byggt upp tapað traust
Traust til Þjóðkirkjunnar hefur dregist verulega saman síðustu áratugi og aldrei hafa færri verið skráðir í Þjóðkirkjuna. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segist trúa því að hægt sé að byggja upp traust til kirkjunnar á ný. Til þess þurfi betri kynningu á starfi kirkjunnar. Sólveig Lára er bjartsýn á að fólk muni sækja í það sem þar er í boði.
Einn þriðji ber mikið traust til þjóðkirkjunnar
Um þriðjungur landsmanna ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og svipað hlutfall ber lítið traust til hennar. Eldra fólk er líklegra til að bera traust til kirkjunnar og rúmur helmingur er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
06.11.2021 - 08:00
Þjóðarpúls: Miðflokkurinn nær ekki inn manni
Hvorki Miðflokkurinn né Sósíalistaflokkur Íslands ná manni inn á þing samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentustigum frá kosningum.
03.11.2021 - 18:00
25% Íslendinga fóru til útlanda í sumar
Einn af hverjum fjórum Íslendingum fór til útlanda síðasta sumar, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Covid-faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá flestum hvað varðar ferðalög og í fyrrasumar fóru aðeins 6 prósent landsmanna til útlanda.