Færslur: Þjóðarpúls Gallup

Ótti við COVID-19 minnkar en efnahagsáhyggjur aukast
Ótti við COVID-19 smit fer enn minnkandi meðal landsmanna og þeim fækkar sem viðhafa breyttar venjur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Áhyggjur af efnahagslegum áhrifum faraldursins aukast frá síðustu mælingu.
24.11.2020 - 11:36
Fólk forðast áfram handabönd, faðmlög og kossa
Ótti við kórónuveirusmit og áhyggjur af heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum COVID-19 minnka, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Þeim fækkar sem finna fyrir kvíða vegna veirunnar en fjölgar sem forðast handabönd. 
14.11.2020 - 19:30
Fleiri óttast að smitast af COVID-19 en áður
Stærri hluti landsmanna óttast mikið að smitast af COVID-19 en áður, ef marka má niðurstöður nýs Þjóðarpúls Gallup. Frá því faraldurinn barst hingað til lands hafa heilsufars- og efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 aldrei verið meiri en nú. Kjósendur Vinstri grænna óttast mest að smitast og kjósendur Miðflokksins eru ólíklegastir til að breyta venjum sínum í sóttvarnaskyni.
09.11.2020 - 14:04
Þjóðarpúls Gallup
Þriggja flokka ríkisstjórn ómöguleg án Sjálfstæðismanna
Þriggja flokka ríkisstjórn yrði ómöguleg án Sjálfstæðisflokks og stæði mjög tæpt nema Samfylkingin tæki þátt í henni líka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Vinstri grænna minnkar milli kannana.
03.11.2020 - 10:39
Myndskeið
Fleirum finnst ríkisstjórnin gera of lítið vegna kreppu
Þeim fjölgar sem telja að ríkisstjórnin sé að gera of lítið til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Fleiri óttast að smitast af sjúkdómnum og grípa þar af leiðandi til einstaklingsbundinna sóttvarna í auknu mæli.
Þjóðarpúls
Litlar breytingar á fylgi flokka
Fylgi við Vinstri græn, flokk forsætisráðherra, réttir sig við í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, eftir að hafa dalað lítillega í síðustu mælingu. 12,6 prósent svarenda segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, miðað við 10,9 prósent í byrjun síðasta mánaðar. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi framboða til Alþingis síðan í síðasta mánuði, ef frá er talin fylgisaukning við Vinstri græn.
01.09.2020 - 17:57
Myndskeið
Fleiri grípa til sóttvarna eftir því sem ótti eykst
Fleiri óttast nú að smitast af kórónuveirunni eftir að aðgerðir voru hertar og forðast þar af leiðandi margmenni og návígi í meira mæli. Fleirum finnst almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld gera of lítið til að bregðast við, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.
07.08.2020 - 18:53
Kjósendur Framsóknar og VG þvo og spritta oftar
22% Íslendinga óttast að smitast af COVID-19. 27% hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum sjúkdómsins á Ísland og meirihlutinn hefur breytt venjum sínum til að forðast smit. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem telja að heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir geri of lítið til að bregðast við faraldrinum og kjósendur VG og Framsóknar þvo og spritta hendur sínar oftar en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt er um viðhorf fólks til áhrifa COVID-19.
26.07.2020 - 12:22
Þjóðarpúls
Fleiri óttast kórónuveirusmit
Þeim fjölgar sem óttast kórónuveirusmit hér á landi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, um viðhorf fólks til COVID-19. Þó eru enn fleiri sem hafa litlar áhyggjur. Yfir helmingur þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum farsóttarinnar.
14.07.2020 - 12:38
Þjóðarpúls
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Ríflega 57 prósent þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, miðað við nýjan Þjóðarpúls Gallup sem birtur var í dag. Það eru um þremur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta þjóðarpúlsi.
01.07.2020 - 18:00
Greina meiri áhyggjur af COVID-19 en minni viðbrögð
Fólk óttast meira að smitast af COVID-19 samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, hefur meiri áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum af völdum veirunnar en breytir ekki hegðun vegna þess, sé miðað við síðustu könnun.
29.06.2020 - 17:15
Fleiri styðja ríkisstjórnina en stjórnarflokkana
Sex af hverjum tíu segjast styðja ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Nær engar breytingar eru á fylgi flokkanna á milli mánaða.
Færri spritta og meiri áhyggjur af efnahagsáhrifum
Færri þvo eða spritta hendur sínar vandlega, fleiri takast í hendur nú en fyrir nokkrum  vikum síðan og færri nota grímur og hanska. Fólk forðast síður fjölfarna staði en var fyrir nokkrum vikum og þeim fækkar sem kaupa inn meira magn í einu til að fækka ferðum í búðir. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum faraldursins og þeim sem óttast smit hefur fækkað.
20.05.2020 - 10:19
Myndskeið
Fleirum þykir of mikið gert úr COVID-hættunni
Fleirum þykir nú of mikið gert úr heilsufarslegri áhættu af COVID-19, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þeim fækkar sem segjast forðast knús, kossaflens og mannmergð. Ótti þjóðarinnar við efnahagsleg áhrif jókst eftir að ríkisstjórnin kynnti síðasta aðgerðapakka en svo dró úr honum á ný. 
14.05.2020 - 19:33
Færri óttast að smitast af COVID-19
Þeim hefur fækkað sem óttast að smitast af COVID-19, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og er meðaltalið nú það sama og þegar mælingar hófust, um mánaðamótin janúar og febrúar, þegar innan við þriðjungur landsmanna óttaðist að veiran bærist til landsins. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins nú en þegar hann var að byrja að breiðast út.
61% segjast styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 61 prósent, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur aukist um 14 prósentustig frá byrjun árs og um liðlega sex prósentustig milli mælinga.
05.05.2020 - 18:24
Fylgi Miðflokks og Sósíalistaflokks minnkar mikið
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um sjö prósentustig frá því í febrúar og mælist 55 prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Miðflokksins og Sósíalistaflokksins minnkar mikið. 
Nær 60% Reykvíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar
Fimmtíu og átta prósent Reykjavíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar í borginni að hluta eða öllu leyti, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Tuttugu og sjö prósent styðja þær ekki eða að litlu leyti. Stuðningur Reykvíkinga við verkföllin minnkar eftir því sem skólaganga fólks er lengri.
09.03.2020 - 12:51
Seðlabankinn rís hæst í trausti almennings til stofnana
Traust til heilbrigðiskerfisins minnkar um tólf prósentustig milli ára og traust til Seðlabankans eykst um fjórtán, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Traust til Alþingis eykst en færri treysta lögreglunni.
25.02.2020 - 21:45
Flestir telja líklegast að Norðmenn vinni EM
Flestir sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Gallup telja að Norðmenn muni vinna Evrópumótið í handbolta sem nú stendur yfir. Um þriðjungur telur að Noregur vinni keppnina, tuttugu prósent telja að Spánverjar vinni og einn af hverjum tíu telur að Þjóðverjar vinni. Þá sögðust átta prósent telja að Íslendingar myndu standa uppi sem sigurvegarar.
20.01.2020 - 17:37
Svona halda Íslendingar jólin
Þjóðarpúls Gallup hefur kannað ýmsa þætti í jólahaldi landsmanna sem gefur góða innsýn í það hvernig Íslendingar halda jólin. Óhætt er að segja að þar kemur ýmsilegt áhugavert í ljós.
08.01.2020 - 17:55
Þjóðarpúls Gallup
Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi
Bæði Samfylkingin og Vinstri græn tapa fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Færri styðja ríkisstjórnina nú en fyrir mánuði síðan. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn með tæplega 23 prósenta stuðning.
02.01.2020 - 17:55
Þjóðarpúls Gallup
Allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi
Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir tapað fylgi frá síðustu Alþingiskosningum fyrir réttum tveimur árum, miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Rétt rúmlega helmingur aðspurðra segist styðja ríkisstjórnina en samtals njóta stjórnarflokkarnir 44,3 prósent stuðnings.
28.10.2019 - 17:57
Færri fóru utan í ár
Síðustu ár hefur þeim sem ferðast til útlanda yfir sumartímann fjölgað jafnt og þétt. Ólíkt þróun síðustu ára fóru færri Íslendingar til útlanda í sumar, eða tæplega 57 prósent fullorðinna, samanborið við 62 prósent í fyrra.
12.10.2019 - 09:11
Þjóðarpúls Gallup
Litlar breytingar á fylgi flokka
Fylgi Pírata minnkar um þrjú prósentustig og Samfylkingin bætir við sig, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mánaða.
02.09.2019 - 18:20