Færslur: Þjóðarpúls Gallup

Þriðjungur landsmanna treystir Alþingi
Landhelgisgæslan er sú stofnun samfélagsins sem flestir bera traust til og forsetaembættið er í öðru sæti. Traust fólks á heilbrigðiskerfinu hefur aukist mikið síðan í fyrra, þriðjungur landsmanna ber traust til Þjóðkirkjunnar og Alþingis og um einn af hverjum fimm treystir borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
19.02.2021 - 18:30
Dregur úr ótta landsmanna við að smitast af COVID-19
Ótti landsmanna við að smitast af COVID-19 fer minnkandi í takt við lítinn fjölda smita innanlands undanfarið. Það kemur hins vegar kannski á óvart að áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum COVID-19 á Íslandi minnka þó ekki.
08.02.2021 - 17:26
Þjóðarpúls
Flokkur fólksins dettur af þingi og Viðreisn tvöfaldast
Samfylking, Píratar og Viðreisn bæta við sig þingmönnum, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og ríkisstjórnarmeirihlutinn heldur ef gengið yrði til kosninga nú. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn næðu manni á þing. Viðreisn er eini flokkurinn sem bætir við sig mælanlegu fylgi milli mánaða og mundi tvöfalda núverandi þingmannafjölda sinn.
Jólakúlureglur höfðu minni áhrif en við héldum
Þær sóttvarnarreglur sem voru í gildi hér yfir jól og áramót höfðu minni áhrif á jólahald landsmanna en þeir töldu fyrir fram að þær myndu gera. Áður en hátíð gekk í garð töldu nær nær 60 prósent landsmanna að reglurnar, með tilheyrandi jólakúlum og fjarlægðartakmörkunum, mundu hafa mikil áhrif á jólin þeirra, en nú þegar allt er yfirstaðið segja um 45 prósent að þær hafi haft það. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup um jólahald og áramót í sóttvarnarreglum.
Fleiri finna nú fyrir kvíða og áhyggjum
Þeim fjölgar sem segja of lítið gert úr heilsufarslegri hættu af COVID-19 og sömuleiðis þeim sem segja að íslensk yfirvöld geri of lítið til að bregðast við faraldrinum. Fleiri finna nú fyrir kvíða vegna veirunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta þjóðarpúlsi gallup um skoðanir og líðan fólks í tengslum við kórónuveiruna.
05.01.2021 - 18:08
Þjóðarpúls Gallup
Litlar sem engar breytingar á fylgi flokka
Tæplega 58 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á fylgi flokka.
04.01.2021 - 21:00
92 prósent landsmanna líkleg til að þiggja bólusetningu
Nær 92 prósent landsmanna segja líklegt að þeir þiggi bólusetningu við COVID-19 en ríflega fimm prósent segja það ólíklegt. Þeim fjölgar sem telja öruggt að þeir þiggi bólusetningu.
Fleiri bökuðu og færri fengu sér skötu
Fleiri bökuðu smákökur fyrir jólin í ár en áður og þeim fjölgaði sem vitjuðu leiða í kirkjugörðum um hátíðarnar. Þriðjungur landsmanna borðaði skötu, sem eru færri en í fyrra og fleiri máluðu piparkökur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um jólavenjur Íslendinga.
31.12.2020 - 08:27
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Þjóðarpúls
Litlar sveiflur í fylgi flokka en ríkisstjórnin bætir í
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Helsta breytingin á fylgi flokka frá síðustu mælingu er sú að fylgi Viðreisnar minnkar um nær tvö prósentustig, en tæplega tíu prósent segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram nú.
02.12.2020 - 23:09
Ótti við COVID-19 minnkar en efnahagsáhyggjur aukast
Ótti við COVID-19 smit fer enn minnkandi meðal landsmanna og þeim fækkar sem viðhafa breyttar venjur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Áhyggjur af efnahagslegum áhrifum faraldursins aukast frá síðustu mælingu.
24.11.2020 - 11:36
Fólk forðast áfram handabönd, faðmlög og kossa
Ótti við kórónuveirusmit og áhyggjur af heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum COVID-19 minnka, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Þeim fækkar sem finna fyrir kvíða vegna veirunnar en fjölgar sem forðast handabönd. 
14.11.2020 - 19:30
Fleiri óttast að smitast af COVID-19 en áður
Stærri hluti landsmanna óttast mikið að smitast af COVID-19 en áður, ef marka má niðurstöður nýs Þjóðarpúls Gallup. Frá því faraldurinn barst hingað til lands hafa heilsufars- og efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 aldrei verið meiri en nú. Kjósendur Vinstri grænna óttast mest að smitast og kjósendur Miðflokksins eru ólíklegastir til að breyta venjum sínum í sóttvarnaskyni.
09.11.2020 - 14:04
Þjóðarpúls Gallup
Þriggja flokka ríkisstjórn ómöguleg án Sjálfstæðismanna
Þriggja flokka ríkisstjórn yrði ómöguleg án Sjálfstæðisflokks og stæði mjög tæpt nema Samfylkingin tæki þátt í henni líka, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Vinstri grænna minnkar milli kannana.
03.11.2020 - 10:39
Myndskeið
Fleirum finnst ríkisstjórnin gera of lítið vegna kreppu
Þeim fjölgar sem telja að ríkisstjórnin sé að gera of lítið til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Fleiri óttast að smitast af sjúkdómnum og grípa þar af leiðandi til einstaklingsbundinna sóttvarna í auknu mæli.
Þjóðarpúls
Litlar breytingar á fylgi flokka
Fylgi við Vinstri græn, flokk forsætisráðherra, réttir sig við í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, eftir að hafa dalað lítillega í síðustu mælingu. 12,6 prósent svarenda segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, miðað við 10,9 prósent í byrjun síðasta mánaðar. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi framboða til Alþingis síðan í síðasta mánuði, ef frá er talin fylgisaukning við Vinstri græn.
01.09.2020 - 17:57
Myndskeið
Fleiri grípa til sóttvarna eftir því sem ótti eykst
Fleiri óttast nú að smitast af kórónuveirunni eftir að aðgerðir voru hertar og forðast þar af leiðandi margmenni og návígi í meira mæli. Fleirum finnst almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld gera of lítið til að bregðast við, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.
07.08.2020 - 18:53
Kjósendur Framsóknar og VG þvo og spritta oftar
22% Íslendinga óttast að smitast af COVID-19. 27% hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum sjúkdómsins á Ísland og meirihlutinn hefur breytt venjum sínum til að forðast smit. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem telja að heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir geri of lítið til að bregðast við faraldrinum og kjósendur VG og Framsóknar þvo og spritta hendur sínar oftar en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt er um viðhorf fólks til áhrifa COVID-19.
26.07.2020 - 12:22
Þjóðarpúls
Fleiri óttast kórónuveirusmit
Þeim fjölgar sem óttast kórónuveirusmit hér á landi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, um viðhorf fólks til COVID-19. Þó eru enn fleiri sem hafa litlar áhyggjur. Yfir helmingur þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum farsóttarinnar.
14.07.2020 - 12:38
Þjóðarpúls
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Ríflega 57 prósent þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, miðað við nýjan Þjóðarpúls Gallup sem birtur var í dag. Það eru um þremur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta þjóðarpúlsi.
01.07.2020 - 18:00
Greina meiri áhyggjur af COVID-19 en minni viðbrögð
Fólk óttast meira að smitast af COVID-19 samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, hefur meiri áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum af völdum veirunnar en breytir ekki hegðun vegna þess, sé miðað við síðustu könnun.
29.06.2020 - 17:15
Fleiri styðja ríkisstjórnina en stjórnarflokkana
Sex af hverjum tíu segjast styðja ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Nær engar breytingar eru á fylgi flokkanna á milli mánaða.
Færri spritta og meiri áhyggjur af efnahagsáhrifum
Færri þvo eða spritta hendur sínar vandlega, fleiri takast í hendur nú en fyrir nokkrum  vikum síðan og færri nota grímur og hanska. Fólk forðast síður fjölfarna staði en var fyrir nokkrum vikum og þeim fækkar sem kaupa inn meira magn í einu til að fækka ferðum í búðir. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum faraldursins og þeim sem óttast smit hefur fækkað.
20.05.2020 - 10:19
Myndskeið
Fleirum þykir of mikið gert úr COVID-hættunni
Fleirum þykir nú of mikið gert úr heilsufarslegri áhættu af COVID-19, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Þeim fækkar sem segjast forðast knús, kossaflens og mannmergð. Ótti þjóðarinnar við efnahagsleg áhrif jókst eftir að ríkisstjórnin kynnti síðasta aðgerðapakka en svo dró úr honum á ný. 
14.05.2020 - 19:33
Færri óttast að smitast af COVID-19
Þeim hefur fækkað sem óttast að smitast af COVID-19, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og er meðaltalið nú það sama og þegar mælingar hófust, um mánaðamótin janúar og febrúar, þegar innan við þriðjungur landsmanna óttaðist að veiran bærist til landsins. Fleiri hafa áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum faraldursins nú en þegar hann var að byrja að breiðast út.