Færslur: Þjóðarpúls Gallup

Samfylkingin undir tíu prósenta fylgi
Samfylkingin mælist með 9,9 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi flokksins fellur um 2,5 prósentustig milli mánaða og hefur ekki mælst minna á kjörtímabilinu. Flokkurinn fengi sex þingmenn kjörna, einum færri en í síðustu kosningum.
Hugleiða eigin hegðun í ljósi metoo-umfjöllunarinnar
Önnur bylgja #metoo sem hófst hér á landi í síðasta mánuði hefur vakið fólk til umhugsunar um eigin hegðun, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fimmtíu og níu prósent segjast hafa hugleitt eigin hegðun og samskipti í kjölfar umfjöllunarinnar og ekki er marktækur munur milli kynja. 
06.06.2021 - 16:11
Núverandi ríkisstjórn myndi halda velli
Ef gengið yrði til kosninga nú yrði sterkasta stjórnarmynstrið með núverandi stjórnarflokkum. Þetta er niðurstaða nýs þjóðarpúls Gallup. Miðað við núverandi þingsætafjölda myndu þeir bæta við sig einum þingmanni.
Fylgni milli menntunar og viðhorfs til bólusetningar
Fylgni er milli menntunarstigs og þess hvort fólk ætli sér að þiggja bólusetningu við COVID-19, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Um 82 prósent þeirra sem lokið hafa háskólaprófi, og ekki hafa enn verið bólusettir, segja það öruggt þeir þiggi bólusetningu. Meðal óbólusettra sem lokið hafa grunnskólaprófi segja hins vegar um 58 prósent öruggt að þeir þiggi bólusetningu.
Ánægja með landamærareglurnar samkvæmt Þjóðarpúlsi
Meirihluti landsmanna er ánægður með nýjar landamærareglur stjórnvalda samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Nýju reglurnar voru kynntar undir lok aprílmánaðar og tóku gildi viku síðar.
Merkilegt að vinsældir Katrínar aukist í faraldrinum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að mikil ánægja með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sýni að almenningur sé ánægður með forystu ríkisstjórnarinnar í kóvid faraldrinum.
Ásmundur Einar rýkur upp ánægjulistann
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason eru þeir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem njóta mestrar hylli almennings. Kristján Þór Júlíusson er hins vegar sá ráðherra sem fæstir eru ánægðir með og flestir óánægðir.
23.04.2021 - 19:15
Áhugi Íslendinga á eldgosinu ekkert að minnka
Þrátt fyrir að eldgosið á Reykjanesskaga hafi nú staðið yfir í mánuð, þá dregur ekkert úr áhuga landsmanna á eldsumbrotunum nema síður sé. Helmingur þeirra sem enn hefur ekki gert sér ferð upp að eldstöðvunum hyggst gera það.
Sjónvarpsfrétt
Nær öll þjóðin hafði frétt af gosinu á miðnætti
85 prósent landsmanna hafði frétt af eldgosinu við Fagradalsfjall þremur klukkustundum eftir að það hófst. Boðleiðirnar voru þó misjafnar. Um þriðjungur landsmanna hefur annað hvort gert sér ferð að gosstöðvunum, eða séð bjarmann af hrauninu. Tíðindin virðast hafa náð álíka hratt til allra, óháð aldri, búsetu eða menntun. Meirihluti aðspurðra, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, segist þó ekki ætla að sjá gosið með berum augum.
Fleiri óttast að smitast af COVID-19
Ótti landsmanna við að smitast af COVID-19 hefur aukist að undanförnu og áhyggjur af heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum faraldursins á Íslandi hafa aukist mikið samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.
07.04.2021 - 16:36
Fréttaskýring
Stuðningur við ríkisstjórnina 20% meiri en við flokkana
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók við í nóvember 2017 að undangengnum síðustu Alþingiskosningum hefur aldrei orðið eins óvinsæl og síðustu fjórar ríkisstjórnir undan henni urðu. Þróun vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur jafnframt verið jákvæðari en síðustu stjórna.
07.04.2021 - 09:36
Engin þriggja flokka stjórn samkvæmt Þjóðarpúlsi
Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur sjaldan mælst meiri, fylgi Samfylkingarinnar minnkar en stuðningur við Miðflokkinn eykst.
12 prósent landsmanna hafa miklar áhyggjur af skjálftum
Rúmlega 85 prósent landsmanna segjast hafa fundið fyrir jarðskjálftum síðustu daga eða vikur. Ríflega helmingur landsmanna segist hafa fundið mikið fyrir skjálftum en rúmlega 37 prósent segjast hafa fundið lítið eða ekkert fyrir þeim. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig fylgi
Sósíalistaflokkurinn myndi ná inn mönnum á þing ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Viðreisn og Samfylkingin tapa fylgi á milli mánaða.
Þriðjungur landsmanna treystir Alþingi
Landhelgisgæslan er sú stofnun samfélagsins sem flestir bera traust til og forsetaembættið er í öðru sæti. Traust fólks á heilbrigðiskerfinu hefur aukist mikið síðan í fyrra, þriðjungur landsmanna ber traust til Þjóðkirkjunnar og Alþingis og um einn af hverjum fimm treystir borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
19.02.2021 - 18:30
Dregur úr ótta landsmanna við að smitast af COVID-19
Ótti landsmanna við að smitast af COVID-19 fer minnkandi í takt við lítinn fjölda smita innanlands undanfarið. Það kemur hins vegar kannski á óvart að áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum COVID-19 á Íslandi minnka þó ekki.
08.02.2021 - 17:26
Þjóðarpúls
Flokkur fólksins dettur af þingi og Viðreisn tvöfaldast
Samfylking, Píratar og Viðreisn bæta við sig þingmönnum, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og ríkisstjórnarmeirihlutinn heldur ef gengið yrði til kosninga nú. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn næðu manni á þing. Viðreisn er eini flokkurinn sem bætir við sig mælanlegu fylgi milli mánaða og mundi tvöfalda núverandi þingmannafjölda sinn.
Jólakúlureglur höfðu minni áhrif en við héldum
Þær sóttvarnarreglur sem voru í gildi hér yfir jól og áramót höfðu minni áhrif á jólahald landsmanna en þeir töldu fyrir fram að þær myndu gera. Áður en hátíð gekk í garð töldu nær nær 60 prósent landsmanna að reglurnar, með tilheyrandi jólakúlum og fjarlægðartakmörkunum, mundu hafa mikil áhrif á jólin þeirra, en nú þegar allt er yfirstaðið segja um 45 prósent að þær hafi haft það. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup um jólahald og áramót í sóttvarnarreglum.
Fleiri finna nú fyrir kvíða og áhyggjum
Þeim fjölgar sem segja of lítið gert úr heilsufarslegri hættu af COVID-19 og sömuleiðis þeim sem segja að íslensk yfirvöld geri of lítið til að bregðast við faraldrinum. Fleiri finna nú fyrir kvíða vegna veirunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta þjóðarpúlsi gallup um skoðanir og líðan fólks í tengslum við kórónuveiruna.
05.01.2021 - 18:08
Þjóðarpúls Gallup
Litlar sem engar breytingar á fylgi flokka
Tæplega 58 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á fylgi flokka.
04.01.2021 - 21:00
92 prósent landsmanna líkleg til að þiggja bólusetningu
Nær 92 prósent landsmanna segja líklegt að þeir þiggi bólusetningu við COVID-19 en ríflega fimm prósent segja það ólíklegt. Þeim fjölgar sem telja öruggt að þeir þiggi bólusetningu.
Fleiri bökuðu og færri fengu sér skötu
Fleiri bökuðu smákökur fyrir jólin í ár en áður og þeim fjölgaði sem vitjuðu leiða í kirkjugörðum um hátíðarnar. Þriðjungur landsmanna borðaði skötu, sem eru færri en í fyrra og fleiri máluðu piparkökur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um jólavenjur Íslendinga.
31.12.2020 - 08:27
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Þjóðarpúls
Litlar sveiflur í fylgi flokka en ríkisstjórnin bætir í
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Helsta breytingin á fylgi flokka frá síðustu mælingu er sú að fylgi Viðreisnar minnkar um nær tvö prósentustig, en tæplega tíu prósent segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram nú.
02.12.2020 - 23:09
Ótti við COVID-19 minnkar en efnahagsáhyggjur aukast
Ótti við COVID-19 smit fer enn minnkandi meðal landsmanna og þeim fækkar sem viðhafa breyttar venjur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Áhyggjur af efnahagslegum áhrifum faraldursins aukast frá síðustu mælingu.
24.11.2020 - 11:36