Færslur: Þjóðarpúls

Þjóðarpúls: Ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnin er fallin, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fá 31 þingmann miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ekki munar þó miklu enda þurfa flokkar hennar aðeins einn þingmann til viðbótar til að halda meirihluta.
Stóraukinn ótti við covid í upphafi fjórðu bylgju
Ótti landsmanna við að smitast af covid hefur snaraukist síðustu vikurnar frá því sem var síðsumars. Tæplega þriðjungur landsmanna lýsti ótta við að smitast snemma í fjórðu bylgu covidfaraldursins, þrefalt fleiri en lýstu slíkum ótta framan af júlí þegar sárafá smit greindust innanlands. Ótti landsmanna við covid hefur ekki áður aukist jafn mikið milli kannana síðan þær hófust í janúar í fyrra.
09.08.2021 - 18:04
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Merkilegt að vinsældir Katrínar aukist í faraldrinum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að mikil ánægja með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sýni að almenningur sé ánægður með forystu ríkisstjórnarinnar í kóvid faraldrinum.
Ásmundur Einar rýkur upp ánægjulistann
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason eru þeir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem njóta mestrar hylli almennings. Kristján Þór Júlíusson er hins vegar sá ráðherra sem fæstir eru ánægðir með og flestir óánægðir.
23.04.2021 - 19:15
6 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar
Aðeins 6 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Það er í kringum tíund af því sem verið hefur síðustu sumur. Í fyrrasumar fóru 57 prósent til útlanda og sumarið 2018 ferðuðust 62 prósent út fyrir landsteinana.
25.09.2020 - 13:44