Færslur: Þingvellir

56 þúsund manns fóru í Silfru í fyrra
56 þúsund gestir Þingvalla köfuðu eða snorkuðu í Silfru í fyrra. Það eru að meðaltali 153 á hverjum degi ársins. Alls komu 1,2 milljónir gesta í þjóðgarðinn í fyrra, sem er rúmlega tvöfalt meira en þremur árum áður. Ásóknin í Þingvelli er orðin slík að til stendur að neyðarviðbragðsaðili frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands verði þar til taks frá vori og að minnsta kosti til áramóta.
23.04.2018 - 19:32
Leita ferðamanna sem festu bíl á Þingvöllum
Lögreglan leitar nú að þeim sem kann eða kunna að hafa tekið ferðamenn upp í bíl sinn í brekkunni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum fyrr í dag. Ferðamennirnir virðast hafa fest bíl sinn, hvítur Hyundai i10 með númerið BR-X95. Lögregla telur afar líklegt að þeir hafi fengið far með öðrum bíl, en vill þó ganga endanlega úr skugga um að þeir hafi ekki farið fótgangandi af stað frá bíl sínum í aftakaveðri, að sögn Þóris Ingvarssonar hjá lögreglunni.
10.02.2018 - 19:04
Sveitarstjórn hafnar risahóteli við Þingvelli
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn hugmynd um að reisa lúxushótel, heilsársbústaðabyggð, golfvöll og sundlaug á Skálabrekkujörð við Þingvelli. „Á þessu svæði finnst okkur þetta ekki passa inn í landslagið og nálægðina við þjóðgarðinn,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.
05.02.2018 - 17:06
Silfra opnuð aftur á morgun - hertar reglur
Köfunarferðir í Silfru á Þingvöllum verða aftur leyfðar frá og með morgundeginum, en samkvæmt nýjum og hertum reglum. Þetta var niðurstaðan af fundum ferðaþjónustufyrirtækja með yfirvöldum sem haldnir hafa verið um helgina. Silfru var lokað í gærmorgun, eftir að banaslys varð þar á föstudaginn. Þá var bandarískur ferðamaður á sjötugsaldri fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið við yfirborðsköfun í gjánni. Mánuður er liðinn síðan áður varð svipað banaslys í gjánni.
12.03.2017 - 14:35
Hálkuslys á Gullna hringnum
Erlendir ferðamenn hafa verið heldur óheppnir á Gullna hringnum síðustu daga. Þrír ferðamenn hafa verið fluttir með á Bráðamóttöku Landspítalans Háskólasjúkrahúss með sjúkrabíl eftir að hafa dottið í hálku og slasast.
08.02.2016 - 14:59
  •