Færslur: Þingvellir

Sjónvarpsfrétt
Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél
Beðið verður í vikur jafnvel mánuð með að ná flugvélinni upp sem fór í Þingvallavatn fyrir rúmri viku með fjóra innanborðs. Vatnið er allt ísilagt og daglega bætist ofan á ísinn. Það var vandasamt verk að stýra kafbáti með griparmi í aðgerðum á Þingvallavatni í gær. Kafari sem stýrði bátnum segir mikinn leir á botni vatnsins sem hafi gruggast við minnstu hreyfingu.
Viðtal
Aðdáunarvert samstarf í aðgerðum á Þingvallavatni
Mögulega þarf að bíða í nokkra mánuði með að hífa flugvélina sem hrapaði ofan í Þingvallavatn í síðustu viku upp úr vatninu. Þykkur ís lagðist á vatnið í nótt og tóku viðbragðsaðilar þá ákvörðun að fresta aðgerðum þar til aðstæður verða öruggar. Vatnið er verulega kalt og þarf mikið til að hita það upp að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Ég geri mér bara ekki grein fyrir því hvort við erum að tala um vikur eða jafnvel mánuð eða mánuði,“ segir Oddur.
Sjónvarpsfrétt
Lík allra fjögurra mannanna hafa náðst upp úr vatninu
Lík allra fjögurra mannanna, sem fórust þegar vél þeirra hafnaði í Þingvallavatni, náðust upp úr ísilögðu vatninu í dag. Beita þurfti fjarstýrðum kafbáti með gripörmum til þess að ná mönnunum af botni Þingvallavatns, eða af 40-50 metra dýpi. Aðgerðum í og við vatnið er því lokið í dag. Stefnt er að því að hífa flugvélina upp úr vatninu á morgun.
Viðtal
Búast við að fresta þurfi aðgerðum til morguns
Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. „Úti á vatninu er ísinn það þykkur að prammi sem á að nota getur ekki farið um með tryggum hætti. Spáin er þannig að það á að byrja að blása fljótlega og þá mun ísinn byrja að brotna upp. Þá verður farið í að gera það sem stóð til að gera í morgun,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Mér finnst líklegt að það frestist allar aðgerðir til morguns,“ segir Oddur.
Sjónvarpsfrétt
22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni
Aðgerðir við Þingvallavatn hefjast í fyrramálið. Meira en tuttugu kafarar reyna á morgun og á föstudag að ná upp flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni og þeim sem í henni voru. Aðstæður eru mjög erfiðar, segir sérfræðingur í köfun. Þrýstingurinn á botni Þingvallavatns, sem er 48 metra djúpt á slysstað, er mikill eða 6 kg á hvern fersentímetra.
Sóttu slasaðan mann á Þingvelli
Um 30 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að bera slasaðan mann að sjúkrabíl á Þingvöllum í kvöld. Maðurinn slasaðist á fæti eftir fall, en hann var við klifur nálægt Öxará, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Mikil hálka er á Þingvöllum og 15 stiga frost og þurfti talsverðan viðbúnað við að flytja manninn af vettvangi og í sjúkrabíl.
04.01.2022 - 22:21
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Eyðslusemi Gunnars á Hlíðarenda og lánastarfsemi Njáls
Fjármál og gerningar þeim tengdir voru snar þáttur í daglegu lífi fólks forðum þegar hetjur riðu um héruð, talsvert meira svo en við gerum okkur almennt grein fyrir. Þetta er bjargföst skoðun Ásgeirs Jónssonar, Seðlabankastjóra og sagnfræðiáhugamanns, og hann hefur efnt til göngu á Þingvöllum í kvöld til að varpa ljósi á málið.
Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði
Eigendum sumarhúsa í landi Þingvallaþjóðgarðs er óheimilt að leigja þá út í gegnum leigumiðlanir á borð við Airbnb, samkvæmt nýjum lóðaleigusamningi Þingvallanefndar, sem gildir næstu tíu árin. Fréttablaðið greinir frá.
21.01.2021 - 06:18
Harma uppsagnir og segja lítið gert úr starfi landvarða
Stjórn Landvarðafélags Íslands harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Stjórnendur eru hvattir til að endurskoða uppsagnirnar svo hægt sé að tryggja umhirðu og vernd svæðisins.
12.10.2020 - 22:43
Katrín kom á hækjum vegna sprungu í beini
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, studdist við hækjur þegar hún kom á Þingvelli til að vera viðstödd minnigarathöfn um fyrrum forsætisráðherrahjónin Bjarna Benediktsson og Sigríði Björnsdóttur, og barnabarn þeirra.
10.07.2020 - 15:37
Fresta viðhaldsverkefnum út af tekjuhruni
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir viðbúið að fresta þurfi einhverjum viðhaldsverkefnum í sumar út af fyrirsjáanlegu tekjuhruni vegna Covid faraldursins. Til stendur að opna þjónustumiðstöðina á ný þegar samkomubannið verður rýmkað í næstu viku.
02.05.2020 - 12:18
„Ekkert óeðlilegt að athuga með norðurljós“
Betur fór en á horfðist þegar rúta með sautján erlendum ferðamönnum valt á hliðina austan við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum skömmu fyrir miðnætti. Rútan tók á sig krók um Þingvelli til að leita norðurljósa.
03.01.2020 - 12:14
Þingvallanefnd harmar að kviknað hafi í brúðkaupsgesti
Þingvallanefnd harmar atvik sem átti sér stað í brúðkaupi í Þingvallakirkju í byrjun október þegar eldur kviknaði í fatnaði eins brúðkaupsgests. Nefndin ætlar að fara yfir verklag og reglur um meðferð elds og kerta við athafnir í kirkjunni.
11.11.2019 - 16:15
Viðtal
Allt að 300 manns kafa í Silfru á degi hverjum
Átta fyrirtæki bjóða ferðamönnum að kafa í Silfru og allt að 300 manns kafa þar daglega. Þetta segir Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en hann var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.
10.10.2019 - 12:04
Myndskeið
Þingvallavegur opinn fyrir umferð á ný
Nýr og bættur Þingvallavegur var formlega tekinn í notkun í dag. Unnið hafði verið að endurbótum á veginum með hléum frá því í júlí í fyrra. 
16.09.2019 - 19:45
Myndband
Leitað að ferðamanni án árangurs í dag
Leit að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn hefur verið hætt í dag. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir að björgunarsveitarmenn séu á heimleið og verkefni dagsins búin. Lögregla tekur ákvörðun á morgun um framhaldið og næstu skref, segir hann. Í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi segir að björgunarsveitarmenn hafi leitað að erlendum ferðamanni án árangurs í dag. Mögulega verði leitað á morgun með aðstoð kafara.
11.08.2019 - 15:40
Myndband
Ferðamaður eigandi bakpokans í Þingvallavatni
Erlendur ferðamaður á bakpokann sem fannst við Þingvallavatn, nærri Villingavatni í gær. Mannlaus bátur og bakpoki fundust á floti í vatninu í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að við skoðun á bakpokanum hafi komið í ljós að eigandi hans væri erlendur ferðamaður. Björgunarsveitarmenn hófu leit á ný við og á vatninu um klukkan níu í dag, segir Davíð Már Bjarnason​, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
11.08.2019 - 10:18
Hefja aftur leit við Þingvallavatn
Búist er við að leit hefjist bráðlega á ný við Þingvallavatn. Björgunarsveitarmenn gerðu hlé á leit sinni í gærkvöld. Þeir höfðu verið við leit við vatnið síðan á fimmta tímanum í gær.
11.08.2019 - 08:15
Viðtal
Skipulagning Þingvalla skemmtilegt verkefni
Varaformaður Þingvallanefndar segir að unnið sé að breytingum á skipulagningu Þingvallaþjóðgarðs. Ekki stendur til að endurreisa hótel á Þingvöllum.
11.07.2019 - 08:52
Hestur reyndist vera þrír hestar og tvö naut
Það sem fornleifafræðingar héldu að væri einn hestur reyndust vera þrjú hross og tveir nautgripir. Leifar dýranna eru frá sextándu öld og fundust á botni Þingvallavatns, steinsnar frá bátsflaki frá sama tímabili. Kafari á vegum Náttúruminjasafns Íslands kom auga á bátinn í haust og snemma þótti ástæða til að kanna málið nánar. Báturinn er súðbyrtur vatnabátur og sem talið er að var notaður til veiða.
20.12.2018 - 22:41
Einar ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Einar Á. E. Sæmundsen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Einar hefur gegnt stöðunni undanfarið ár eftir að Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum vegna aldurs. Einar, ásamt einum öðrum umsækjanda, Ólínu Þorvarðardóttur, var boðaður á fundinn í dag.
05.10.2018 - 21:34
Vilja ný bílastæði ofan við Almannagjá
Flytja á meirihluta bílastæða á Þingvöllum upp fyrir Almannagjá á næstu árum, samkvæmt drögum að stefnu þjóðgarðsins til næstu tuttugu ára. Endurskoðun á stefnu þjóðgarðsins hefur staðið yfir undanfarin misseri.
25.07.2018 - 19:41
Viðtal
Endurskoða stefnumörkun þjóðgarðs á Þingvöllum
Stefnt er að því að stýra flæði ferðamanna um kjarna Þingvallaþjóðgarðar og takmarka bílaumferð neðan við Almannagjá. Þetta kemur fram í endurskoðaðri stefnumörkun Þingvallanefndar sem birt var á dögunum og er nú í umsagnarferli.
25.07.2018 - 12:28
Tvö í lífshættu eftir slys í Þingvallavatni
Tvö eru í lífshættu eftir slys í Villingavatni, við Þingvallavatn. Verið er að flytja þau á sjúkrahús í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er vitað hversu langt fólkið hafði rekið frá landi þegar því var komið um borð í bát en sumarbústaðaeigandi er talinn hafa farið út á vatnið á eigin bát til að reyna bjarga því.
20.05.2018 - 13:54