Færslur: Þingvallavatn

Flakið af flugvélinni komið á þurrt land
Flak flugvélarinnar sem fórst í Þingvallavatni hefur verið híft upp úr vatninu og er komið á þurrt land. Mikill viðbúnaður hefur verið við vatnið í dag. 55 manns unnu að því að koma flakinu upp úr vatni 
22.04.2022 - 20:52
Flak flugvélarinnar TF-ABB híft úr Þingvallavatni
Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp úr Þingvallavatni á föstudag, gangi áætlanir lögreglunnar á Suðurlandi eftir. Fjórir fórust með flugvélinni í byrjun febrúar.
20.04.2022 - 12:08
Funda um aðgerðir til að ná vélinni upp um miðjan apríl
Áformað er að stýrihópur hittist í vikunni varðandi aðgerðir til að ná upp flaki flugvélarinnar sem fórst í Þingvallavatni í febrúar. Á þá að undirbúa vinnu sem stefnt er á að fari fram um miðjan apríl.
Bannað að kafa nærri flugvélarflakinu í Ölfusvatnsvík
Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, nærri flaki flugvélarinnar TF-ABB. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir tilkynninguna hafa verið gefna út vegna umræðu meðal kafara sem hafi haft hug á því að kafa nærri flakinu.
Sjónvarpsfrétt
Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél
Beðið verður í vikur jafnvel mánuð með að ná flugvélinni upp sem fór í Þingvallavatn fyrir rúmri viku með fjóra innanborðs. Vatnið er allt ísilagt og daglega bætist ofan á ísinn. Það var vandasamt verk að stýra kafbáti með griparmi í aðgerðum á Þingvallavatni í gær. Kafari sem stýrði bátnum segir mikinn leir á botni vatnsins sem hafi gruggast við minnstu hreyfingu.
Sjónvarpsfrétt
Lík allra fjögurra mannanna hafa náðst upp úr vatninu
Lík allra fjögurra mannanna, sem fórust þegar vél þeirra hafnaði í Þingvallavatni, náðust upp úr ísilögðu vatninu í dag. Beita þurfti fjarstýrðum kafbáti með gripörmum til þess að ná mönnunum af botni Þingvallavatns, eða af 40-50 metra dýpi. Aðgerðum í og við vatnið er því lokið í dag. Stefnt er að því að hífa flugvélina upp úr vatninu á morgun.
Viðtal
Búast við að fresta þurfi aðgerðum til morguns
Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. „Úti á vatninu er ísinn það þykkur að prammi sem á að nota getur ekki farið um með tryggum hætti. Spáin er þannig að það á að byrja að blása fljótlega og þá mun ísinn byrja að brotna upp. Þá verður farið í að gera það sem stóð til að gera í morgun,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Mér finnst líklegt að það frestist allar aðgerðir til morguns,“ segir Oddur.
Fresta aðgerðum á Þingvallavatni vegna veðurs
Aðgerðir á Þingvallavatni sem áttu að hefjast í morgun frestast fram eftir degi. Þar ætla rúmlega tuttugu kafarar að reyna að ná upp líkum fjögurra manna og flugvél þeirra sem fórst í vatninu í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar því að prammi komist út að þeim stað þar sem flugvélin liggur. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi segir að nú sé logn á svæðinu. Beðið verður átekta þar til vindur fer að hreyfa við ísnum.
Sjónvarpsfrétt
22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni
Aðgerðir við Þingvallavatn hefjast í fyrramálið. Meira en tuttugu kafarar reyna á morgun og á föstudag að ná upp flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni og þeim sem í henni voru. Aðstæður eru mjög erfiðar, segir sérfræðingur í köfun. Þrýstingurinn á botni Þingvallavatns, sem er 48 metra djúpt á slysstað, er mikill eða 6 kg á hvern fersentímetra.
Heilt þorp rís við Þingvallavatn
Alls kyns búnaður verður fluttur að suðurhluta Þingvallavatns í dag. Hann verður nýttur í aðgerðum við vatnið í dag, þegar reynt verður að sækja lík mannanna fjögurra sem fórust í flugslysi á svæðinu síðastliðinn fimmtudag. Þá verður flugvélin einnig hífð upp. Yfirmaður rannsóknarinnar segir að vissir þættir hafi líklega spillst, til að mynda hafi eldsneyti og olía líklega mengast af vatni nú þegar.
Myndskeið
Vindur torveldar leit í bátum með leitarhunda
Leitarhundar hafa verið notaðir í leitinni að fjórmenningunum sem voru um borð í flugvélinni sem fór í Þingvallavatn á fimmtudag. Bakkar suðurhluta Þingvallavatns verið gengnir og hundar með. Þá hafa hundar einnig verið um borð í bátum á vatninu. Vindur og krapi á vatninu hafa torveldað leitina.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfvirkur kafbátur notaður við leit í Þingvallavatni
Sjálfvirkur kafbátur sem notaður var við leitina að flugvélinni er íslensk hönnun. Hann nýtir sónartækni og getur skannað um einn ferkílómetra á tveimur klukkustundum. Kafbáturinn sigldi alls 36 kílómetra á sex klukkustundum. 
05.02.2022 - 20:23
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að bíða til miðvikudags með að ná flugvélinni upp
Flugvélin sem fór í Þingvallavatn á fimmtudag er á 48 metra dýpi og er um 1,8 kílómetra frá landi, þaðan sem leitarbátar voru settir á flot í gær. Vegna veðurs þarf að bíða til miðvikudags með að ná í vélina. „Köfun niður á 48 metra dýpi ein og sér er hættuleg. Það þarf að gæta að þrýstingi sem kafararnir verða fyrir. Vatnið er núll til ein gráða og um leið og hægir og frystir þá er það fljótt að leggja. Þannig menn eru mögulega að kafa undir ís og krapi,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.
Vélin er á 50 metra dýpi í Þingvallavatni
Flugvél með fjóra innanborðs, sem leitað hefur verið síðan á fimmtudag, fannst um miðnætti í gærkvöldi í suðurhluta Þingvallavatns. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að vélin sé á fimmtíu metra dýpi. Hún hafi fyrst sést með sónar og svo hafi verið staðfest með myndum að um flugvélina væri að ræða. Lögregla fundar um næstu skref í hádeginu með þeim sem koma að því að ná vélinni upp úr vatninu. Oddur segir veðurgluggann fram á mánudagsmorgun of þröngan til að ná vélinni upp.
Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni
Neyðarlínu barst tilkynning upp úr klukkan sjö í morgun um þrjár stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 08:27