Færslur: Þingvallavatn

Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni
Neyðarlínu barst tilkynning upp úr klukkan sjö í morgun um þrjár stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 08:27