Færslur: Þingstörf

Þingstörf í skugga faraldurs og sóttvarna
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir viðbúið að sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 setji svip sinn á þingstörf í vetur. Ekki stendur til að draga úr þessum ráðstöfunum í bili þrátt fyrir að smitum hér á landi fari fækkandi.
14.09.2020 - 22:10
Birgir talaði í tæpan sólarhring
Alls voru haldnir 140 þingfundir á 109 dögum á 150. löggjafarþingi, sem frestað var á föstudaginn, og stóðu þeir samtals í 715 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var um fimm klukkustundir. Sá stysti stóð í eina mínútu og sá lengsti í rúmar 16 stundir. Ræðukóngur var Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ræðutími hans var samtals 23,5 klukkustundir, næstum því heill sólarhringur eða sem nemur um þremur heilum vinnudögum.
07.09.2020 - 14:20