Færslur: Þingstörf

Ótækt að Alþingi sé ekki opið þegar mikið liggur við
Það er ótækt að Alþingi, umræðuvettvangur þingmanna, standi þeim ekki opið þegar mikið liggur við. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar sem hyggst ítreka beiðni sína um að þing komi saman vegna máls Bjarna Benediktssonar.
28.12.2020 - 14:12
Þingflokkur VG fundar vegna máls Bjarna Benediktssonar
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun funda í dag vegna máls Bjarna Benediktssonar sem tók þátt í viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, segir að þingmenn flokksins séu vonsviknir vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:44
Sendi samstöðukveðjur frá Alþingi
Fundum Alþingis var frestað á ellefta tímanum í gærkvöld og síðasta frumvarpið sem var samþykkt var lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði hug allra hjá íbúum Austurlands og sendi þeim baráttu- og samstöðukveðjur frá Alþingi.
19.12.2020 - 12:13
Þingstörf í skugga faraldurs og sóttvarna
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir viðbúið að sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 setji svip sinn á þingstörf í vetur. Ekki stendur til að draga úr þessum ráðstöfunum í bili þrátt fyrir að smitum hér á landi fari fækkandi.
14.09.2020 - 22:10
Birgir talaði í tæpan sólarhring
Alls voru haldnir 140 þingfundir á 109 dögum á 150. löggjafarþingi, sem frestað var á föstudaginn, og stóðu þeir samtals í 715 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var um fimm klukkustundir. Sá stysti stóð í eina mínútu og sá lengsti í rúmar 16 stundir. Ræðukóngur var Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ræðutími hans var samtals 23,5 klukkustundir, næstum því heill sólarhringur eða sem nemur um þremur heilum vinnudögum.
07.09.2020 - 14:20