Færslur: Þingnefndir

Óvægin skýrsla um brotthvarf Breta frá Afganistan
Brotthvarf Breta frá Afganistan í ágúst einkenndist af skipulagsmistökum, lélegum undirbúningi og miklu stjórnleysi. Þetta kemur fram í óvæginni skýrslu utanríkismálanefndar breska þingsins.
24.05.2022 - 02:40
Tilkynningum um fljúgandi furðuhluti fjölgar
Tilkynningum hefur fjölgað um óþekkta fljúgandi hluti á undanförnum tuttugu árum. Þetta kemur fram í máli háttsetts embættismanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins frammi fyrir þingnefnd. Hann segir fátt benda til að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum.
Krefja þáttastjórnanda svara um samskipti við Trump
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar í fyrra, krefur sjónvarpsþáttastjórnandann Sean Hannity um upplýsingar varðandi samskipti hans við Donald Trump í aðdraganda árásarinnar.
Ósátt við aðeins einn nefndarformann í stað þriggja
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við að fá aðeins einn nefndarformann í fastanefnd í stað þriggja á síðasta kjörtímabili. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir þessa skipan farsælasta fyrir alla, líka stjórnarandstöðuna. Þingflokksformenn allra flokka hittust í kvöld til að ræða skipan í fastanefndir Alþingis.
29.11.2021 - 22:06
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Ekkert sem bendir til óeðlilegra samskipta
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vissi, þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði verið í salnum. Þingmaður Pírata segir ekkert benda til þess að samskiptin hafi verið óeðlileg. 

Mest lesið