Færslur: Þingkosningar í Þýskalandi 2021

Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Samkomulag um ríkisstjórn í Þýskalandi
Jafnaðarmenn, græningjar og frjálslyndir demókratar í Þýskalandi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Olaf Scholz, leiðtoga jafnaðarmanna. Flokkarnir tilkynntu um þetta í dag.
Þýskir Græningjar með bakþanka
Þýskir Græningjar segja að stjórnarmyndunarviðræður í landinu gætu enn siglt í strand þótt þær séu langt komnar. Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálslyndir demókratar eru sagðir á lokametrum viðræðna.
Kveðst bera fulla ábyrgð á slæmu gengi
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi kveðst axla ábyrgð á slæmu gengi flokksins í þingkosningum á dögunum. Hann ætlar brátt að láta af embætti sem ríkisstjóri Norðurrín-Vestfalíu.
Armin Laschet býðst til að segja af sér
Armin Laschet, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, bauðst í dag til að segja af sér, að því er Reuters fréttastofan greindi frá síðdegis. Flokkurinn laut í lægra haldi fyrir Jafnaðarmönnum í þingkosningum á dögunum.
Græningjar leita til vinstri
Skriður er kominn á stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að flokkurinn myndi leitast eftir að mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum og Frjálslyndum demókrötum.
Spegillinn
Fylgi lýðhyggjuflokka dalar
Krafa um stöðugleika og sömu ríkisstjórn áfram, togast í einhverju á við óánægju fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð í samtali ríkisstjórnarflokkanna nú segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann ber saman kosningarnar á Íslandi og Þýskalandi og segir að flug popúliskra flokka hafi lækkað.
Vill að Olaf Scholz fái að mynda stjórn
Markus Söder, leiðtogi CSU, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, telur réttast að Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi, fái fyrstur tækifæri til að mynda stjórn eftir þingkosningarnar á sunnudag. 
Þörf á uppstokkun hjá Kristilegum demókrötum
Leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi segir þörf á uppstokkun í flokknum eftir skellinn sem hann fékk í þingkosningum í gær. Sjálfur segist hann reiðubúinn að reyna að mynda nýja ríkisstjórn með öðrum flokkum.
Jafnaðarmannaflokkurinn stærstur í Þýskalandi
Jafnaðarmannaflokkurinn er sá stærsti í Þýskalandi eftir þingkosningarnar þar í gær. Flokkurinn hlaut 25,7 prósent atkvæða, en Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel fráfarandi kanslara, hlaut 24,1 prósent. Fylgi Jafnaðarmanna jókst um rúmlega fimm prósentustig frá síðustu kosningum, en fylgi Kristilegra demókrata er það versta í sögunni, nærri níu prósentustigum minna en fyrir fjórum árum.
Þingkosningar hafnar í Þýskalandi
Kjörstaðir voru opnaðir í Þýskalandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, þegar klukkan var átta að morgni í Þýskalandi. Þeir verða opnir til klukkan 18. Talsverð spenna er fyrir kosningunum, þar sem litlu munar á fylgi Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna í síðustu könnunum fyrir kosningar.
Mikil spenna í Þýskalandi
Mikil spenna virðist framundan í þýsku þingkosningunum á morgun. Jafnaðarmannaflokkurinn var lengi vel með gott forskot í skoðanakönnunum, en samkvæmt tveimur stórum könnunum sem gerðar voru í gær er ekki marktækur munur á fylgi þeirra og Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel fráfarandi kanslara.
Sjónvarpsfrétt
Hver er arfleið Angelu Merkel?
Fjórir hafa gegnt embætti forseta Frakklands í valdatíð Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara, og fimm hafa setið í embætti forsætisráðherra Bretlands. Sumum þykir valdatíð Merkel mikilægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna en öðrum þykir kanslarinn ekki hafa gert nóg til að uppræta kynjamisrétti.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Forysta Jafnaðarmanna í Þýskalandi eykst
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september. Samkvæmt þessari nýju könnun styðja 25 prósetnt kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna, CDU/CSU, og 16 Græningja.
Fréttaskýring
Scholz þótti standa sig best
Skyndikönnun sem gerð var eftir sjónvarpskappræður kanslaraefna í Þýskalandi í gærkvöld bendir til þess að kjósendum þyki Jafnaðarmanninn Olaf Scholz hafa staðið sig best. Þjóðverjar kjósa 26. september, daginn eftir alþingiskosningar á Íslandi.
Heimsglugginn
Jafnaðarmenn með nauma forystu í Þýskalandi
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi eftir mánuð. Lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari.
Kanslaraefni í mótvindi
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sætir nú verulegri gagnrýni. Vinsældir hans hafa snarminnkað samkvæmt könnunum og nú treystir aðeins þriðjungur þýskra kjósenda honum til að gegna kanslaraembættinu.
Öruggur sigur Kristilegra demókrata í Saxlandi-Anhalt
Kristilegir demókratar fagna öruggum sigri í sambandsríkiskosningum í Saxlandi-Anhalt samkvæmt útgönguspám. Fyrirfram var búist við harðri baráttu á milli Kirstilegra demókrata og hægrisinnaða þjóðernisflokksins AfD, sem stjórnlagadómstóll sambandsríkisins skilgreindi sem mögulega hægri-öfgahreyfingu fyrr á árinu.
Lofslagsáætlun Þýskalands dæmd ófullnægjandi
Hæstiréttur í Þýskalandi hefur dæmt loftslagsáætlun þýskra stjórnvalda ófullnægjandi. Hún samræmist ekki grundvallarréttindum þar sem hún nái ekki yfir nógu langan tíma.
Laschet er kanslaraefni kristilegra demókrata
Armin Laschet verður kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi í kosningunum í haust. Þetta var niðurstaða atkvæðageiðslu miðstjórnar flokksins eftir ríflega sex klukkustunda maraþonfund í dag. Laschet hlaut þar 31 atkvæði en helsti keppinautur hans um stöðuna, Markus Söder, aðeins níu, en sex sátu hjá.