Færslur: Þingkosningar Bretlandi 2017

DUP styður minnihlutastjórn May
Í morgun var undirritað samkomulag breska Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi DUP, sem gerir Íhaldsflokknum kleift að sitja áfram við völd þrátt fyrir að hafa misst meirihluta sinn á þingi í kosningunum í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. 
26.06.2017 - 11:29
Farron stígur til hliðar vegna trúarskoðana
Tim Farron, leiðtogi Frjáls­lynda demó­krata­flokks­ins í Bretlandi, hefur látið af störfum sem leiðtogi flokksins. Ástæðuna segir hann vera trúarskoðanir sínar og afstaða til samkynhneigðar.
14.06.2017 - 23:16
Theresa May: „Ég kom okkur í þessa klípu“
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, bað þingmenn Íhaldsflokksins afsökunar á slæmu gengi flokksins í þingkosningunum og sagði: „Ég kom okkur í þessa klípu - ég kem okkur úr henni.“
12.06.2017 - 21:39
Theresa May „á dauðaganginum“
Mótsagnakenndar yfirlýsingar um gang viðræðna Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins um ríkisstjórn hafa valdið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, vandræðum í dag. Ofan á það bætist að fyrrverandi ráðamenn í Íhaldsflokknum hafa gagnýnt hana og telja daga hennar sem leiðtoga talda. Núverandi ráðherrar virðast skiptast í tvo hópa.
11.06.2017 - 10:51
DUP: Samstarfsviðræður enn í gangi
Íhaldsflokkurinn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, hafa ekki komist að samkomulagi eins og greint var frá fyrr í kvöld. Sky fréttastofan hefur þetta eftir upplýsingum frá flokksskrifstofu DUP. Skrifstofan tjáði Sky að viðræður stæðu enn yfir en gangi vel. Viðræður haldi áfram fram í næstu viku áður en samið verði um öll atriði samstarfs flokkanna. 
11.06.2017 - 02:15
Yfir 600 þúsund mótmæla samstarfi við DUP
Um 630 þúsund hafa skrifað undir áskorun til Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hún segi af sér eftir að hún ákvað að semja við Lýðræðislega sambandsflokkinn í Norður-Írlandi, DUP, um að verja nýja ríkisstjórn falli. DUP er verulega umdeildur í Bretlandi. Í undirskriftasöfnuninni er þetta sögð vera ógeðfelld tilraun til að ríghalda í embættið.
10.06.2017 - 23:26
Helstu ráðgjafar Theresu May hættir
Tveir helstu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt upp störfum eftir kosningaósigur flokksins á fimmtudag. Nick Timothy og Fiona Hill, hafa sætt mikilli gagnrýni þungavigtarfólks í Íhaldsflokknum í gær og í dag. Þau eru sökuð um að bera hluta ábyrgðarinnar á því að Íhaldsflokkurinn missti meirihluta sinn á breska þinginu í þingkosningum á fimmtudag.
10.06.2017 - 12:32
„Skrímslin sem dúkkuðu upp og sökktu flokknum“
Fiona Hill og Nick Timothy, helstu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru í kastljósi fjölmiðlanna í dag þar sem fjöldi Íhaldsmanna kennir þeim um ófarir flokksins í þingkosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Framámenn í flokknum hafa krafist þess að minnst annað þeirra og jafnvel bæði segi af sér eða verði rekin.
10.06.2017 - 11:05
Íhaldsflokkurinn missti Kensington
Talningu lauk í kvöld í þingkosningunum sem fram fóru í Bretlandi. Kensingtonhverfið í Lundúnum, gamalgróið vígi Íhaldsflokksins, féll Verkamannaflokknum í skaut. Tuttugu atkvæðum munaði á fylgi flokkanna. Þetta þýðir að Íhaldsflokkurinn fékk 318 þingsæti í kosningunum. Verkamannaflokkurinn fékk 262.
09.06.2017 - 20:38
„Komum okkur að verki“
Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum í neðri deild breska þingsins í þingkosningunum þar í landi í gær. Theresa May, leiðtogi flokksins, hyggst þó gegna áfram starfi forsætisráðherra og lítur til Frjálslynda sambandsflokksins í Norður Írlandi til liðveislu. Ljóst er þó að staða May og Íhaldsflokksins er veikari en fyrir kosningar.
09.06.2017 - 19:40
Myndskeið
May verður áfram forsætisráðherra
Theresea May verður áfram forsætisráðherra Bretlands í stjórnarsamstarfi Íhaldsflokksins og Frjálslynda sambandsflokksins. Þetta tilkynnti hún fyrir framan forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti rétt fyrir klukkan tólf að íslenskum tíma.
09.06.2017 - 11:56
Clegg og Salmond féllu af þingi
Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata, féll af þingi í kosningunum í gær. Clegg, sem bauð sig fram í Sheffield Hallam, beið lægri hlut fyrir 25 ára gömlum frambjóðanda Verkamannaflokksins Jared O´Mara.
09.06.2017 - 08:47
Moscovici: Áhætta sem ekki gekk upp
Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins, sagði í morgun, að staðan í Bretlandi væri óljós. Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefði tekið áhættu sem ekki hefði gengið upp.
09.06.2017 - 07:56
Beint
Staða May veik og völt
Meirihluti Íhaldsflokksins á breska þinginu er fallinn. Þetta varð ljóst rétt fyrir klukkan fimm í morgun þegar tölur bárust frá Southampton. Enginn flokkur átti þá möguleika á því að ná þeim 326 þingmönnum sem eru nauðsynlegir til að ná hreinum meirihluta.
09.06.2017 - 05:39
DUP daðrar við Íhaldsflokkinn
Staðan á breska þinginu er þannig að mynda verður samsteypustjórn ef ríkisstjórn ætlar að hafa meirihluta á þingi. Þegar talningu er lokið í öllum kjördæmum utan 20 lítur út fyrir að Íhaldsflokkurinn verði 8 þingsætum frá hreinum meirihluta. Minni flokkar á þinginu eru því komnir í lykilstöðu í samningaviðræðum.
09.06.2017 - 04:56
Corbyn kallar eftir afsögn May
Jeremy Corbyn kallar eftir afsögn Theresu May úr embætti forsætisráðherra eftir þingkosningarnar í Bretlandi í gær. Í sigurræðu sinni í Norður-Islington kjördæmi í Lundúnum sagði hann May hafa tapað þingsætum, tapað atkvæðum, misst stuðning og traust. Hann telji það vera nóg til að víkja úr embætti. Hún verði að búa til rými fyrir ríkisstjórn sem endurspegli vilja þjóðarinnar.
09.06.2017 - 02:58
May missir meirihluta samkvæmt útgönguspám
Breski Íhaldsflokkurinn tapar þingmeirihluta sínum samkvæmt útgönguspám sem birtar voru klukkan 9 í kvöld eftir að kjörstöðum var lokað. Þeir eru þó enn stærsti flokkur landsins en verði niðurstöður kosninganna í samræmi við útgönguspárnar er ljóst að áform Theresu May um að styrkja stöðu flokksins hafi ekki gengið eftir.
08.06.2017 - 22:20
ESB-ríki bíða eftir úrslitum í Bretlandi
Leiðtogar Evrópusambandsins og aðildarríkja bíða í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna í Bretlandi, en þau geta haft mikil áhrif á viðræður um úrsögn Breta úr sambandinu. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist formlega í kringum 20. þessa mánaðar.
08.06.2017 - 14:45
Íhaldsmenn hafa sótt í sig veðrið
Skoðanakannanir benda til að Íhaldsmönnum hafi tekist að stöðva sókn Verkamannaflokksins á síðustu vikum og haldi meirihluta í neðri málstofu breska þingsins. Bogi Ágústsson, fréttamaður, er staddur í Lundúnum og ræddi á Morgunvaktinni á Rás 1 stöðuna á kjördegi í Bretlandi. Kjörnir verða 650 þingmenn og benda síðustu skoðanakannanir til að áhættan sem Theresa May tók með boðun kosninga skili sér í sterkara umboði til hennar.
Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins
Theresa May, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafa verið á ferð og flugi í dag og haldið fundi með kjósendum degi fyrir þingkosningarnar í Bretlandi á morgun.
Tilbúin að tæta mannréttindalög í sundur
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kveðst reiðubúin til að rifta mannréttindalögum svo hægt verði að koma á nýjum hryðjuverkalögum í landinu. Hart hefur verið sótt að May í öryggismálum að undanförnu í ljósi fjölda hryðjuverka í Bretlandi síðustu misseri.
Kosningabaráttan aftur á fullt skrið
Kosningabaráttan í Bretlandi heldur áfram í dag eftir að leiðtogar stjórnmálaflokkanna ákváðu að gera hlé á henni vegna árásanna í Lundúnum á laugardagskvöld. Þingkosningar fara fram í Bretlandi á fimmtudag. Leiðtogi Verkamannaflokksins gagnrýndi forsætisráðherra landsins í ræðu í gærkvöld.
05.06.2017 - 07:38
Fréttaskýring
Dregur saman í Bretlandi
Skoðanakönnun YouGov í Bretlandi bendir til þess að Verkamannaflokkurinn hafi saxað mjög á forskot Íhaldsflokksins. Munurinn er aðeins þrjú prósentustig viku fyrir þingkosningar. Erfitt er að spá um skiptingu þingsæta vegna þess að í Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Spennan er því talsverð fyrir kosningarnar eftir rétta viku.