Færslur: Þinghúsið
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
21.04.2022 - 02:35
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
18.12.2021 - 07:24
„Hirðum af honum byssuna og drepum hann með henni.“
Lögreglumenn sem voru á vakt þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington í janúar lýsa kynþáttaníði, morðhótunum og ofbeldi af hálfu innrásarhópsins. Skýrslutaka sérstakrar rannsóknarnefndar vegna innrásarinnar hófst í dag.
27.07.2021 - 22:20