Færslur: Þinghús

Slógu hring um þinghús Lundúna til stuðnings Assange
Mikill fjöldi stuðningsfólks Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sló í dag hring um þinghúsið í Westminster í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, og krafðist þess að hann yrði umsvifalaust látinn laus.
Maður svipti sig lífi nærri þinghúsinu í Washington
Maður ók bíl sínum á vegartálma nærri þinghúsbyggingunni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í morgun sunnudag. Eldur kviknaði í bílnum, maðurinn rauk út, skaut nokkrum skotum upp í loftið áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér og svipti sig þannig lífi.
Sjö ára fangelsisdómur vegna þinghúsárásar
Bandarískur alríkisdómari dæmdi mann frá Texas í dag til meira en sjö ára fangelsisvistar fyrir aðild hans að þinghúsárásinni 6. janúar 2021.
Segir Trump reyna að varpa ábyrgð yfir á ráðgjafa sína
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa kallað eftir árás á þinghús landsins vegna meints kosningasvindls, þrátt fyrir að hans helstu ráðgjafar hafi mælt gegn því. Þetta er meðal þess sem kom fram í gær í sjöundu vitnaleiðslum þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum, 6. janúar í fyrra.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
Kanada
Flutningabílstjórar mótmæla bólusetningarskyldu
Mikill fjöldi flutningabílstjóra streymdu til Ottawa höfuðborg Kanada í gær til að mótmæla því að bólusetningar sé krafist hyggist þeir aka yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna.
Stuðningsmenn Trumps á útifundi í Arizona
Þúsundir stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa safnast saman skammt frá borginni Phoenix í Arizona. Trump lýsti því yfir á föstudaginn að fjöldi mála yrði tekinn fyrir á þessum fyrsta útifundi hans síðan í október.
Krefja þáttastjórnanda svara um samskipti við Trump
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar í fyrra, krefur sjónvarpsþáttastjórnandann Sean Hannity um upplýsingar varðandi samskipti hans við Donald Trump í aðdraganda árásarinnar.
Höfðaborg: Eldur blossaði aftur upp í þinghúsinu
Eldur blossaði upp að nýju í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg nokkrum klukkustundum eftir að talið var að náðst hefði að hemja bálið. Elsti hluti þinghússins, sem var reistur árið 1884, er gjörónýtur.
04.01.2022 - 00:37
Þinghúsið í Höfðaborg stendur í björtu báli
Mikill eldur logar nú í byggingu suðurafríska þingsins í Höfðaborg. Húsið sjálft stendur í björtu báli ef marka má lýsingar fréttamanna AFP-fréttaveitunnar í borginni.
02.01.2022 - 06:46

Mest lesið