Færslur: þingeyjarsveit

Andaþing heillaði ekki örnefnanefnd
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar kjósa í apríl um heiti á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Átta tillögur bárust örnafnanefnd og nefndin valdi fjögur heiti sem nú verður kosið um.
25.03.2022 - 03:22
Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflétt óvissustigi í Útkinn í Þingeyjarsveit. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telji ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu. Góð veðurspá er næstu daga.
11.10.2021 - 14:26
Rýmingu aflétt að hluta
Á fundi Almannavarna var ákveðið að aflétta rýmingu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Enn hefur rýmingu ekki verið aflétt í Útkinn.
05.10.2021 - 15:16
Óbreytt rýming í Þingeyjarsveit
Rýming verður óbreytt í Suður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á skriðuföllum. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna sem lauk fyrr í kvöld.
Ekki útilokað að skriðurnar verði fleiri
Fallið hafa um fimmtán til tuttugu skriður um helgina í Kinn og Útkinn. Tvær skriður féllu í gærkvöld eða í nótt. Ofanflóðasérfræðingur segir ekki hægt að útiloka að fleiri skriður falli.
04.10.2021 - 12:50
Morgunútvarpið
Aldrei heyrt önnur eins læti og í skriðunum
Bragi Kárason, bóndi á Nípá, kveðst aldrei hafa heyrt önnur eins læti og í skriðunum um helgina. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra um helgina og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og hafa tólf bæir í Kinn og Útkinn verið rýmdir vegna skriðuhættu, þar á meðal Nípá.
04.10.2021 - 09:50
Sjötti bærinn rýmdur vegna skriðuhættu
Sjötti bærinn, Nípá í Útkinn, hefur verið rýmdur í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu og aurskriða. Þetta tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra síðdegis, en staðan verðu endurmetin á hádegi á morgun. Enn er í gildi óvissustig fyrir Tröllaskaga og mikið vatn er í fjallshlíðum.
03.10.2021 - 17:08
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Skipulagsstofnun leggst gegn Svartárvirkjun
Umhverfisáhrif af að virkja Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar. Yrði áin virkjuð myndu mikil náttúruverðmæti raskast verulega, segir ennfremur. Þá segir að Þingeyjarsveit ætti að endurskoða áform um gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi.
Skólum í Þingeyjarsveit lokað
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Þingeyjarsveit - þrátt fyrir það hefur öllum skólum verið lokað fram yfir páska. Sveitarstjóri segir erfitt að halda úti skólastarfi í samræmi við fyrirmæli yfirvalda ásamt því að smit séu farin að greinast í nágrenninu.
24.03.2020 - 15:44