Færslur: Þetta helst

Þetta helst
Rauðhærði Svisslendingurinn sem leið allskonar
Gianni Infantino hélt mjög óvenjulega ræðu yfir hausamótunum á blaðamönnum í Katar um síðustu helgi, rétt áður en HM var formlega sett. Infantino er forseti FIFA og með ávarpi sínu var hann líklega að vonast til þess að fólk áttaði sig á því að hann skildi gagnrýnina sem hafði komið fram á Katara, enda liði honum alveg eins og Katara. Og Araba. Og farandverkamanni. Og samkynhneigðum manni. Enda var hann rauðhærður í æsku. Þessi nú sköllótti, ítalski Svisslendingur er á dagskrá í Þetta helst.
25.11.2022 - 13:39
Þetta helst
Heimavinnandi húsmóðir og samlokusali fóru á þing
Breytingar verða í röðum og á skipan áhrifamestu þingmanna Bandaríkjaþings eftir kosningarnar þar á dögunum. Fjallað verður um þessa leiðtoga og bakgrunn þeirra í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag.
22.11.2022 - 13:25
 · Þetta helst · Rás 1 · Erlent · Bandaríkin
Þetta helst
Hver er Cristiano Ronaldo og hvað er hann að spá?
Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo ólst upp við fátækt og alkóhólisma á portúgölsku eyjunni Madeira en varð einhver dáðasti íþróttamaður heims. Nú leikur allt á reiðiskjálfi í kringum kappann, eftir viðtal við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan, þar sem hann gagnrýndi harðlega þjálfara Manchester United, stjórnendur og eigendur, hina bandarísku Glazer fjölskyldu. Ronaldo er til umfjöllunar í Þetta helst í dag.
18.11.2022 - 13:49
Þetta helst
NATO og greinarnar sem er hægt að virkja
Líklega brá mörgum verulega í brún við fyrstu fregnir gærkvöldsins sem gáfu í skyn að Rússar hefðu sent flugskeyti yfir landamærin til Póllands - kannski ekki viljandi, en fréttir voru mjög óljósar. Nú virðist þó flest benda til þess að loftskeytið hafi komið frá Úkraínu, sem vörn, en ábyrgðin er þó alltaf Rússa. Tal um virkjun fjórðu og jafnvel fimmtu greinar Nató-sáttmálans byrjaði. Og þess vegna er NATO, eða Atlantshafsbandalagið, stofnun þess og greinar, á dagskrá í Þetta helst í dag.
16.11.2022 - 13:50
Þetta helst
Smáskýrsla um sölu ríkisins á Íslandsbanka
Íslenska ríkið eignaðist Íslandsbanka 2015. Söluferli ríkisins hófst í fyrra, þá urðu hluthafar um 24.000 í opnu útboði. Allt gekk vel. Seinna útboðið var lokað og haldið nú í mars. Það gekk ekki eins vel. Bankasýslan og fjármálaráðherra fóru fyrir þingnefnd, þingmenn heimtuðu óháða rannsókn og Ríkisendurskoðun tók að sér rannsókn sem yrði lokið með skýrslu. Þetta helst er í dag tileinkað sölunni á Íslandsbanka, í formi smáskýrslu, svo við verðum upplýst þegar alvöruskýrslan loks skilar sér.
Þetta helst
Moldríki bindindismaðurinn í Downing-stræti
Þeir hafa verið valtir bresku forsætisráðherrastólarnir undanfarin misseri. Nú blasir við flókið verkefni - erfið staða ríkissjóðs eftir COVID, stríð í Úrkaínu, óstöðugur raforkumarkaður. Maðurinn sem Íhaldsflokkurinn hefur falið að bjarga málunum eftir allt sem á undan hefur gengið, þykir nákvæmismaður. Hann er forríkur, hefur áhuga á tölfræði, er bindindismaður á áfengi og neytir ekki nautakjöts. Hann heitir Rishi Sunak og í Þetta helst í dag verður fjallað um hann og fjölskylduauðinn.
04.11.2022 - 15:31
Þetta helst
Snýr tasmaníutígurinn aftur?
Vísindamenn í Ástralíu og Bandaríkjunum kynntu á dögunum metnaðarfull áform um að vekja útdauða dýrategund aftur til lífs með hjálp nýjustu erfðatækni. Tasmaníutígurinn var eitt sinn stærsta pokarándýr Ástralíu og á toppi fæðjukeðjunnar, en dó út eftir skipulega útrýmingarherferð evrópskra landnema á fjórða áratug síðustu aldar.
18.08.2022 - 13:34

Mest lesið