Færslur: Þegar heimurinn lokaðist

80 ár frá endurkomu Petsamó-ferðarinnar
Í dag eru 80 frá því Petsamó-förin svokallaða sneri aftur til Íslands. Þá ferðaðist strandferðaskipið Esjan til Petsamó í Norður-Finnlandi að sækja 258 Íslendinga sem höfðu orðið innlyksa á meginlandi Evrópu vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Davíð Logi Sigurðsson hefur nú skrifað bókina Þegar heimurinn lokaðist um þessa merkilegu ferð.