Færslur: The Sopranos

Síaukin umræða um Soprano-fjölskylduna
Undanfarna mánuði hafa sjónvarpsþættirnir um Soprano-glæpafjölskylduna notið aukinna vinsælda, þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að síðasti þátturinn var sýndur. Í Bandaríkjunum margfaldaðist áhorf á þættina á streymisveitu HBO eftir að heimsfaraldurinn neyddi fólk þar í landi til að halda sig heima, 179% prósent aukning varð á áhorfinu í vor. 
Fjórar stórgóðar fordæmalausar seríur í sóttkvína
Við lifum á tímum fordæmalauss sjónvarpsgláps þar sem tugir frábærra þáttaraða eftir fremsta kvikmyndagerðarfólk heims eru aðeins einum fjarstýringarsmelli frá okkur. En einu sinni þurfti fólk að bíða í heila viku milli þátta og vissar þáttaraðir, sem þá voru án fordæma, ruddu brautina fyrir gósentíðina núna. Hér eru fjórar af þeim. 
22.03.2020 - 14:47