Færslur: The Simpsons

Simpson-fjölskyldan uppsker reiði Morrisseys
Morrissey bregst illa við því að vera hafður að skotspæni í The Simpsons, þar sem hann er teiknaður upp sem kjötæta í yfirvigt með vafasamar skoðanir á innflytjendamálum. „Í veröld sem er heltekin af lögum gegn hatursorðræðu eru engin lög sem vernda mig,“ segir tónlistarmaðurinn.
20.04.2021 - 14:07
Hank Azaria biðst afsökunar á talsetningu Apu
Leikarinn Hank Azaria, sem talar fyrir sögupersónuna Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum The Simpsons, hefur beðist afsökunar á þeirri mynd sem dregin er upp af fólki af indverskum uppruna í þáttunum. Azaria er hvítur en Apu indverskur, og hefur leikarinn talað fyrir hann, með sterkum indverskum hreim, síðan árið 1990. 
13.04.2021 - 17:35
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Apu missir röddina
Eftir ásakanir um að ýta undir rasískar staðalímyndir hefur leikarinn Hank Azaria ákveðið að hætta að ljá indverska verslunareigandanum Apu Nahasapeemapetilon í þáttunum um Simpson fjölskylduna rödd sína. Azaria greindi kvikmyndavefnum SlashFilm frá þessu í viðtali í gær.
18.01.2020 - 08:25
Heimskviður
Svanasöngur Simpson fjölskyldunnar á næsta leiti?
Á dögunum var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því?
11.12.2019 - 07:30
 · Erlent · Rás 1 · The Simpsons
Innkalla Simpsons-þátt vegna aðkomu Jacksons
Framleiðendur Simpsons-þáttanna hafa ákveðið að taka fyrsta þátt þriðju seríu, Bandbrjálaðan pabba, út af öllum streymisveitum og úr endursýningum sjónvarpsstöðva – vegna þess að Micheal Jackson talaði inn á hann.
08.03.2019 - 17:39
Ný þáttaröð frá höfundum The Simpsons
Disenchantment heitir ný þáttaröð sem væntanleg er frá Matt Groening, höfundi þáttanna um Simpson-fjölskylduna og Futurama. Um er að ræða teiknaða gamanþætti í fantasíustíl. Fyrstu stillur úr þáttunum voru birtar í vikunni en þættirnir verða frumsýndir á Netflix þann 17. ágúst næstkomandi.
25.05.2018 - 16:17
Skapari The Simpsons gerir lítið úr gagnrýni
Hávær gagnrýni á sjónvarpsþættina um Simpsons-fjölskylduna hefur gert vart við sig að undanförnu vegna persónunnar Apu, afgreiðslumannsins indverska. Persónan þykir vera rasísk staðalmynd, en höfundur þáttanna, Matt Groening, blæs á gagnrýnisraddir.
02.05.2018 - 15:56
Eru Simpsons þættirnir tímaskekkja?
Simpsons þættirnir eru næstlanglífustu sjónvarpsþættir bandarískrar sjónvarpssögu, á eftir Saturday Night Live. Á síðustu árum hefur verið bent á svokallað „Apu-vandamál“ þáttanna, en það er kennt við afgreiðslumanninn Apu Nahasapeemapetilon sem þykir birta nokkuð einvíða mynd af Bandaríkjamönnum sem eru af suður-asísku bergi brotnir.
11.04.2018 - 16:36