Færslur: The Rolling Stones

Rolling Stones opna verslun í Lundúnum
Fyrirtæki hljómsveitarinnar The Rolling Stones færði í dag út kvíarnar þegar það opnaði verslun við Carnabystræti í Lundúnum. Þar verður til sölu ýmiss konar varningur með vörumerki hljómsveitarinnar, rauðum vörum og tungu, svo sem bolir, jakkar, vatnsbrúsar, minnisbækur, regnhlífar og gítarneglur. Þá má ekki gleyma hlífðargrímum, sem búist er við að njóti mikilla vinsælda aðdáendanna vegna heimsfaraldursins sem geisar um þessar mundir.
08.09.2020 - 16:52
Achtung Baby, Rolling Stones og alls konar
Það er enginn gestur í Füzz að þessu sinni en plata þáttarins er Achtung Baby sem er sjöunda hljóðversplata U2 og ein af þeirra allra bestu. Sumir vilja meina að Actung Baby sé síðasta góða plata U2 en því eru harðir aðdáendur sveitarinnar alls ekki sammála.
21.06.2019 - 10:10
Stones-liðar sælir á snúrunni
Rokkarinn Keith Richards ræddi áfengisneyslu sína í viðtali við blaðamann Rolling Stone tímaritsins á dögunum og gerði því skóna að hann væri hættur að drekka. Hann sagði þó við sama tilefni að hann héldi þó áfram að fá sér léttvín og bjór annað slagið.
13.12.2018 - 15:08
Árni hitar upp fyrir The Rolling Stones
Árni Hjörvar Árnason og félagar hans í hljómsveitinni The Vaccines hafa verið fengnir til að hita upp fyrir tónleika The Rolling Stones í Southampton. Meðal annarra listamanna sem hita upp fyrir rokkarana síungu eru Oasis-bróðirinn Liam Gallagher, Florence + the Machine og Verve-söngvarinn Richard Ashcroft.
23.04.2018 - 17:41