Færslur: Textíll

Harmar og raunir gleymdust við hannyrðirnar
„Í raun og veru þá er textíll eitt af aðalatriðunum í okkar efnisheimi. Við erum alltaf í snertingu við textíl, nema bara rétt á meðan við bregðum okkur í sturtu. Það er í rauninni eina andartakið þar sem við erum ekki í beinni snertingu við textíl,“ segir Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður og deildarstjóri Myndlistaskólans í Reykjavík.
05.10.2020 - 09:29
„Spjarasafnið“ hugsað eins og Airbnb fyrir fatnað
Hugmyndasmiðja Umhverfisstofnunnar, Spjaraþonið, fór fram um síðastliðna helgi þar sem leitast var eftir lausnum við textílvandanum. Sigurhugmyndin kallaðist „Spjarasafnið“ og er hugsað sem eins konar Airbnb leiga fyrir fatnað.
01.09.2020 - 12:50
Sögur af landi
„Þetta átti að fara svona“
Textíllistakonan Anna Gunnarsdóttir fann strax að hún var komin heim, þegar hún ákvað að flytja vinnustofu sína og listagallerí í nýtt húsnæði á iðnaðarsvæðinu í þorpinu á Akureyri. Hún átti sér alltaf þann draum að fara í myndlistarnám en hóf þó starfsferil sinn innan heilbrigðisgeirans. Þar fann hún ástina, á skurðstofunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Miklir möguleikar í textíl
„Fólk vill sögur á bak við hlutina sem það velur sér og meðvitund um umhverfisáhrif þess sem við notum er alltaf að aukast,“ segir Ragna Fróðadóttir, formaður Textílfélagsins, en félagið opnaði sýninguna Líf eftir líf í tengslum við HönnunarMars í Veröld, húsi Vigdísar.